Greifamótið á Akureyri

Um síðustu helgi (12-14. október) hélt SA hið árlega Greifamót fyrir 5.-7. flokk og fór Björninn að vanda með galvaska krakka norður að keppa. Ferðin heppnaðist mjög vel og voru bæði keppendur og fullorðnir ánægðir með ferðina. Góður andi var í ferðinni og mikið um hópefli bæði á svellinu og utan þess eins og myndirnar sýna klárlega.


Zamboni bilaður

Því miður er Zamboni-inn bilaður og verða því engar æfingar að minnstaskosti í tvo daga. Við vonumst til að æfinginar verði samkvæmt dagskrá á fimmtudaginn en munum láta vita.


Niðurstöður atkvæðagreiðslu

Í gær var framhaldsaðalfundur Skautafélagsins Björninn þar sem gengið var til atkvæðagreiðslu um hvort Björninn og Fjölnir ættu að sameinast og Fjölnir yfirtaka alla starfsemi og skyldur Skautafélagsins.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar var sú að 40 greiddu atkvæði með tillögunni, 8 á móti og 1 auður.
Til hamingju Bjarnarmenn nær og fjær með niðurstöðuna, nú eru bara spennandi timar framundan

Foreldrafundir yngri flokka

Á þriðjudaginn hélt hkd. Fjölnis foreldrafundi fyrir 8. - 5. flokk karla og kvenna í húsakynnum Fjölnis í Egilshöll.

Það var þéttt setið þar sem foreldrar hlustuðu á BUR og yfirþjálfara ræða um komandi vetur, áherslur og kynningu á starfi og þjálfurum deildarinnar.

Mikilvægar samræður mynduðust á fundunum sem við munum nú vinna með til að efla starfið enn frekar.

Takk fyrir flott kvöld.

- BUR og Andri Sigfússon


Landsliðsfólk

Á föstudaginn var valið í öll yngri landsliðs kvenna og U15 ára landslið karla. Við Fjölnisfólk getum svo sannarlega verið ánægð með valið þar sem 6 leikmenn frá Fjölni og 2 leikmenn að auki frá sameiginlegu liði Fjölnis og Fylkis voru valdir í landsliðin að þessu sinni:

 

U19 ára landslið kvenna

Þyri Erla Sigurðardóttir

U17 ára landslið kvenna

Hanna Hrund Sigurðardóttir

U15 ára landslið kvenna

Nína Rut Magnúsdóttir (Fjölnir)

Katrín Erla Kjartansdóttir (Fylkir)

Svava Lind Gísladóttir (Fylkir)

U15 ára landslið karla

Einar Bjarki Arason

Halldór Snær Georgsson

 

Þess má geta að leikmenn sameiginlegs liðs Fjölnis og Fylkis í 4. flokki kvenna spila í Fjölnistreyjum og Fylkisstuttbuxum.

Handknattleiksdeild Fjölnis óskar þessum leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta eigi eftir að efla þá enn frekar.


Autumn Classic International

Í síðustu viku tóku þær Eva Dögg Sæmundsdóttir og Júlía Grétarsdóttir úr Listskautadeild Bjarnarins þátt á Autumn Classics International sem haldið var í Oakville í Kanada. Mótið er hluti af ISU Challenger series mótaröðinni og eru þær fyrstu íslensku keppendurnir sem tekið hafa þátt á þessari mótaröð. Margir af bestu skauturum heims tóku þátt og öttu íslensku stúlkurnar meðal annars kappi við Evgeniu Medvedeva sem vann til tvennra silfurverðlauna á Ólympíuleikunum fyrr á þessu ári. Eva og Júlía stóðu sig með mikilli prýði og hafnaði Eva Dögg í 21. sæti og Júlía í því 22.


Ungbarnasund

Ungbarnasund sunddeildar Fjölnis í Grafarvogslaug

Sunddeild Fjölnis fer nú aftur af stað með ungbarnasund í Grafarvogslaug, en það hefur legið niðri í nokkur ár.  Fabio La Marca er íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari sem gengið hefur í hóp þjálfara Fjölnis og mun bjóða upp á námskeið á laugardagsmorgnum frá kl 10 til 12.  Námskeiðin verða 3 og eru þau skipt upp eftir aldri.  Fyrstu tvö námskeiðin eru fyrir börn 3 til 6 mánaða en síðan er eitt námskeið fyrir börn 6 til 12 mánaða.  Um tilraunaverkefni er að ræða og vonumst við til að nýorðnir foreldrar taki vel í þetta og stundi sund í sínu hverfi en mikil aðsókn hefur verið í þessi námskeið þar sem þau eru í boði.


Framhaldsaðalfundur 27.september

Boðað er til framhaldsaðalfundar þann 27.september.

Áður hefur verið boðað til þessa sama fundar nema viku fyrr. Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur honum verið frestað um viku.


Fullorðinsfimleikar

Hefur þig alltaf dreymt um að verða fimleikastjarna ?
Opið er fyrir skráingu í Fullorðins Fimleika Fjölnis - FFF.
Það er ekki krafa um að iðkendur hafi áður stundað íþróttina, tökum vel á móti öllum, 18 ára aldurstakmark.
Skemmtileg hreyfing, þrek, teygjur og fimleikar.
Fyrsta æfing er á miðvikudaginn 22. ágúst.

Í ár bjóðum við uppá að iðkendur skrái sig á námskeiðið alla önnina eða geti valið um tvö átta vikna tímabil.
Allar upplýsingar eru að finna HÉR 


Haustmót 2018

Haustmót ÍSS var haldið á Akureyri um helgina. Tuttugu keppendur frá Listskautadeild Bjarnarins tóku þátt á mótinu. Keppt var í 8 keppnisflokkum og átti Björninn keppendur í öllum flokkum. Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði á mótinu. Úrslit flokkanna voru:

Intermediate Ladies

1. Eva Björg Halldórsdóttir SA

2. Hildur Hilmarsdóttir SB

3. Hugrún Anna Unnarsdóttir SA

Basic Novice

1. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir SA

2. Kristín Jökulsdóttir SR

3.  Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR

Intermediate Novice

1. Harpa Karin Hermannsdóttir SB

2. Valdís María Sigurðardóttir SB

3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR

Advanced Novice

1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR

2. Rebekka Rós Ómarsdóttir SR

3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir SB

Junior:

1. Viktoría Lind Björnsdóttir SR

2. Aldís Kara Bergsdóttir SA

3. Herdís Birna Hjaltalín SB

Senior:

1. Eva Dögg Sæmundsdóttir SB