Vilhjálmur Theodór Jónsson gekk í dag í raðir körfuknattleiksdeildar Fjölnis þegar hann skrifaði undir samning við félagið.

Hann er öflugur framherji og kemur frá Njarðvík.  Vilhjálmur Theodór er annar leikmaðurinn sem Fjölnir semur við í vikunni, hinn var Róbert Sig.

Koma þessara tveggja leikmanna styður vel við markmið deildarinnar í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir stjórn Fals Harðarsonar.

Við bjóðum Vilhjálm velkomin í voginn

Á myndinni eru Vilhjálmur Theodór Jónsson og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri að skrifa undir samninginn.

#FélagiðOkkar