Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis er sérstök og falleg afmælistreyja til sölu. Afmælistreyjan er endurgerður fyrsti keppnisbúningur félagsins.

Treyjan er fáanleg í öllum stærðum – einnig í barnastærðum. Á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll eru treyjur í S, M, L og XL ef fólk vill koma og máta. Eins verður hægt að máta treyjurnar á öllum næstu heimaleikjum meistaraflokks kvenna og karla.

Á myndunum, til viðmiðunar, þá er Gunnar Már í large treyju og Kristjana er í small treyju.

Verð: 6.990 kr. (ekkert númer eða 88 á bakinu).
Verð: 7.490 kr. (með sérstöku númeri, t.d #4).

Tekið er við pöntunum á netfangið geir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar