Í síðustu viku heiðruðum við þá iðkendur og þjálfara Fjölnis sem fóru út fyrir hönd Íslands að keppa á Evrópumóti í hópfimleikum. Sett var upp EM stofa í félagsrými Fjölnis og fylgst var vel með frá fyrsta degi. Öll lið Íslands stóðu sig sig frábærlega og erum við í Fjölni ótrúlega stolt af því að eiga svona efnilegt fólk í okkar röðum.

Á myndinni frá vinstri
Jónas Valgeirsson, landsliðsþjálfari stúlkna
Katrín Pétursdóttir, landsliðsþjálfari stúlkna
Bjarni Gíslason, landsliðsþjálfari kvenna
Kristín Sara Stefánsdóttir, stúlknalandslið
Ásta Kristinsdóttir, kvennalandslið
Aníta Liv Þórisdóttir, blandað lið unglinga