Haustmót á Akureyri

Haustmót í 4. og 5. þrepi fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Það voru þær Hermína Mist, Laufey Birta, Sigríður Fen og Svandís Eva sem kepptu í 5. þrepi og hjá strákunum voru það þeir Arnþór, Bjarni Hans, Grétar Björn, Sigurjón Daði og Viktor Páll sem kepptu í 5. þrepi og Bjartþór Steinn, Brynjar Sveinn og Wilhelm Mar kepptu í 4. þrepi. Þetta var liðakeppni og þegar það eru fáir keppendur frá félögunum þá blandast þau saman í lið þannig að allir geti verið með, gefin voru verðlaun fyrir efstu sætin. Keppendur skemmtu sér vel á mótinu og var þetta góð reynsla í reynslubankann. Það verður gaman að fylgjast með þeim áfram á mótum vetrarins og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaunasæti:

5.þrep kk
1.sæti Fjölnir/FIMAK

4.þrep kk 10 ára og yngri
2.sæti ÁRM/Fjölnir

4.þrep kk 11 ára og eldri
1.sæti Fjölnir/FIMAK/Björk/ÁRM