Þær eru ansi góðar fréttirnar af leikmannamálum meistaraflokks karla en þeir Bergur Elí Rúnarsson, Breki Dagsson og Bjarki Snær Jónsson hafa allir framlengt samninga sína við deildina til tveggja ára. Þá þarf vart að kynna enda hafa þeir leikið stórt hlutverk seinustu ár. Breki sem er uppalinn hefur verið einn af burðarásum liðsins frá uppbyggingu meistaraflokks. Bergur Elí og Bjarki Snær hafa svo bæst við og fallið vel inn í ungan og efnilegan hóp. Það eru því spennandi tímar framundan, en áður hafði Björgvin Páll Rúnarsson framlengt samning sinn https://www.instagram.com/p/BxIMKzJAQnt/.

Tölfræði strákanna í Grill 66 deildinni:

  • Bergur Elí Rúnarsson: 17 leikir / 50 mörk
  • Breki Dagsson: 18 leikir / 126 mörk
  • Bjarki Snær Jónsson: 16 leikir / 2 mörk
  • Björgvin Páll Rúnarsson: 18 leikir / 95 mörk

#FélagiðOkkar