Óskar Dagur Jónasson leikmaður 4.flokks var valinn í Reykjavíkurúrvalið til að keppa fyrir Íslands hönd á grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna.

Hann er fulltrúi Fjölnis og Grafarvogs á þessu móti.

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2019 fer fram í Stokkhólmi dagana 20.-24.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og hefur lið frá Reykjavík tekið þátt síðan 2006.

Nánari upplýsingar má nálgast HÉR!