Æfingatafla, þjálfarar og æfingagjöld í frjálsum haustið 2019

Æfingar í frjálsum hefjast 3. sept. hjá 6-9 ára og 10-14 ára hópunum. Upplýsingar um æfingar hjá öðrum hópum eru birtar á facebooksíðum hópanna.

 

Fjölnir frjálsar 6-9 ára

Fjölnir Frjálsar 11-14 ára

Fjölnir frjálsar

Fjölnir frjálsar fullorðnir

Skokkhópur Fjölnis

 

6-9 ára (árg. 2010-2013) 1.-4. bekkur:

 

Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 15:30-16:30

Fimmtudagar í Fjölnishöll salur 1 kl 16:15-17:15

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11

 

Þjálfarar: Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri og fim)

Daði Arnarson (fim og lau)

Signý Hjartardóttir (þri)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

29.000 3 æfingar á viku.

22.000 1-2 æfingar á viku.

 

10-14 ára (árg. 2006-2009) 5. – 8. bekkur:

 

Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 14:40-15:30

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 16:00-17:30

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11:30

 

Þjálfarar: Matthías Már Heiðarson sími: 8450542 netfang: mattimar95@gmail.com (þri, fim og lau)

Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri)

Elísa Sverrisdóttir (fim og lau)

Signý Hjartardóttir (lau)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

35.000 3 æfingar á viku.

25.000 1-2 æfingar á viku.

 

15 ára og eldri (árg. 2005 og eldri):

 

Mánudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Miðvikudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Föstudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Laugardagar í Laugardalshöll kl 11-13

 

Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is

Tækniþjálfari: Theodór Karlsson (fim.)

Aðstoðarþjálfari: Matthías Már Heiðarson (þri)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

41.000 6 æfingar á viku.

27.000 1-2 æfingar á viku.

 

Fullorðnir:

 

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20

Laugardagar í Laugardalshöll 10-12

 

Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.) 15.000kr

 

Hlaupahópur:

 

Mánudagar og miðvikudagar við Foldaskóla kl 17:30-19

Fimmtudagar í Laugardalshöll á veturnar en úti á sumrin – breytilegur tími

Laugardagar – langt hlaup – breytilegur tími og staðsetning

 

Þjálfarar: Ingvar Hjartarson og Gyða Þórdís Þórarinsdóttir

 

Æfingagjöld:

Ársgjald er 25.000kr

Líka hægt að greiða eina önn í einu þá er gjaldið 10.000 kr (3 annir á ári)

 

Allar upplýsingar um æfingar eru settar inná Facebooksíður æfingahópa:

 

Fjölnir frjálsar 6-9 ára

Fjölnir Frjálsar 11-14 ára

Fjölnir frjálsar

Fjölnir frjálsar fullorðnir

Skokkhópur Fjölnis

 


Helga Guðný í landsliðinu á Evrópubikar

Helga Guðný Elíasdóttir Fjölniskona var valin í landslið Íslands til að keppa í 3000 m hindrunarhlaupi á Evrópubikar. Um er að ræða keppni í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða. Keppnin fór fram í Skopje í Norður Madedóníu. Liðið náði þeim frábæra árangri vinna til gullverðlauna á mótinu og komast þannig upp í 2. deild.

Helga Guðný stóð sig vel í hindrunarhlaupinu og lenti í 7. sæti á tímanum 12:21,11. Hér er linkur á frétt FRÍ um mótið og hér er linkur á öll úrslit mótsins.


Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís vinnur til verðlauna á Helsinki Open

Eydís okkar stóð sig frábærlega á Helsinki Open mótinu í Finnlandi þar sem hún keppti með landsliðinu í Kata.

Í U16 ára vann hún til silfurs og í U18 ára vann hún brons. Þess ber að geta að Eydís keppti upp fyrir sig enda er hún aðeins 14 ára.

Vel gert Eydís!


Íþróttaskóli Fjölnis

Þá höfum við stofnað námskeið fyrir haustönn.
 
„Íþróttaskóli Fjölnis > bæði kyn > 3 – 5“ og ber heitið „Haust“.
 
Tímabil: 7.september til 21.desember.
 
Verð: 16.900 kr.
 
Æfingar fara fram í Fjölnishöll alla laugardaga frá kl. 11:00-11:50.
 
Skráning fer fram í gegnum Nóra á https://fjolnir.felog.is/.
 
Allar nánari upplýsingar varðandi skráningu veitir skrifstofa Fjölnis.
 
#FélagiðOkkar

Íþróttaskóli Fjölnis


FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis

Fullorðins fimleikar Fjölnis - FFF
Skemmtileg hreyfing og félagsskapur fyrir alla 18 ára og eldri, ekki gerðar kröfur um grunn í fimleikum. Þrek, teygjur og fimleikaæfingar fyrir alla.

Skráning er opin inná heimasíðunni okkar, ekki gleyma að skrá þig !

 


Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu

Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 28.september 2019 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið verður svo tengt við Haustfagnaður Grafarvogs 2019 sem er síðar um kvöldið í Dalhúsum.

Yngsti árgangurinn sem bættist við er '99 og við bjóðum þann árgang hjartanlega velkominn.

Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst fyrir hádegi og klárast kl. 16:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Haustfagnaður Grafarvogs 2019 um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Dalhúsum á okkar heimvelli í Grafarvogi!

Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 3.500 kr.
Haustfagnaður (borðhald og ball) = 7.900 kr.
Árgangamót + Haustfagnaður = 9.500 kr.
Árgangamót + Ball = 6.000 kr.

Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.

Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is.

Árgangamótið sló í gegn í fyrra en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!

Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/

#FélagiðOkkar


Skráning er hafin

Haustönn deildanna hefst í næstu viku. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn eða á https://fjolnir.felog.is/.

Boðið verður upp á fjölbreytt starf í 11 deildum þar sem iðkendur geta valið það sem hentar þeirra áhugasviði.

Allar nánar upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni eða á skrifstofa@fjolnir.is

Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

#FélagiðOkkar


Skráning er hafin á haustönn

Haustönn fimleikadeildar hefst miðvikudaginn 21.ágúst og hlökkum við til þess að taka á móti ykkur. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn.

Boðið verður upp á fjölbreyttar fimleikaæfingar þar sem iðkendur valið það sem hentar þeirra áhugasviði.

Allar nánar upplýsingar um hvern hóp fyrir sig er að finna hér á heimasíðunni.

Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið fimleikar@fjolnir.is. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.


Sumaræfingar keppnishópa í ágúst

Hér má sjá æfingatíma fyrir keppnishópa í áhaldafimleikum og hópfimleikum sumarið 2019.

Iðkendur í keppnishóp þurfa að skrá sig sérstaklega og greiða fyrir þessar æfingar.
Athuga að gert er ráð fyrir æfingum í allan ágúst í æfingagjöldum hjá úrvalshópum á haustönn.

Hefðbundnar æfingar hefjast miðvikudaginn 21.ágúst

Hægt að skrá sig HÉR 


Handboltaskóli Fjölnis að hefjast

Á þriðjudaginn hefst Handboltaskóli Fjölnis 2019. Skólinn er ætlaður strákum og stelpum sem eru að fara í 1. - 6.bekk næsta vetur. Boðið er upp á tvær vikur, 6. - 9.ágúst og 12. - 16.ágúst.

Handboltaskóli Fjölnis er frábær undirbúningur fyrir vetrarstarf Fjölni en í honum er fléttað saman skemmtilegum handboltaæfingum í bland við leiki og skemmtun. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir.

Handboltaskólinn stendur yfir frá kl. 09:00 til 12:00 með stuttri nestispásu.

Skólastjóri og aðalleiðbeinandi er Andri Sigfússon yfirþjálfari yngri flokka en auk hans verða þjálfarar hjá deildinni auk leikmanna sem munu aðstoða.

Verð:
6. - 9.ágúst / 5900 kr
12. - 16.ágúst / 6900 kr

Ef báðar vikurnar eru teknar kostar skólinn 9900 kr.

Skráning fer fram í Nóra, skráningarkerfi Fjölnis (http://fjolnir.felog.is)