Upplýsingar fyrir byrjendur

Sæl ágætu aðstandendur,
Í ljósi þess að nú fara æfingar að hefjast er rétt að upplýsa aðeins nánar um tilhögunina hjá byrjendunum.

Æfingar hefjast mánudaginn 9. september klukkan 17 fyrir 6-8 ára og 17:45 fyrir 9-14 ára byrjendur. Hjá Fjörkálfunum sem fá fylgd í Strætó frá frístundaheimilunum eru æfingarnar milli 14:40 og 15:30. Starfsfólk frístundaheimila mun sjá til þess að krakkarnir komist í strætó þar sem tekið verður á móti þeim (munið að þau  þurfa að hafa strætómiða). Krakkarnir verða svo komnir aftur á frístundaheimilin fyrir kl 16.
Síðustu æfingar annarinnar eru svo mánudaginn 9. desember.

Æfingarnar fara fram í sal Karatedeildarinnar í kjallara Egilshallar. Í anddyri hallarinnar eru merkingar á veggjunum sem eiga að leiða á réttan stað.

Í fyrstu tímunum er í góðu lagi að mæta í léttum íþróttaklæðnaði og berfætt(ur). En fljótlega þarf að verða sér út um karategalla. Þá er hægt að kaupa karategalla í sal hjá þjálfara og millifæra greiðslur á reikning deildarinnar.


Fjölnisfólkið stóð sig vel í Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram laugardaginn 24. ágúst í ágætu hlaupaveðri. Margir hlauparar frá Fjölni tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig vel. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð önnur íslenska konan í mark í 10 km hlaupinu á tímanum 37:19.

Í hálfu maraþoni var Rósa Friðriksdóttir fyrsta íslenska konan í aldursflokknum 60-69 ára á tímanum 1:52:26. Lilja Ágústa Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir urðu fyrstu konur í mark í aldursflokknum 70-79 ára á tímanum 2:09:04. Aldeilis glæsilegur árangur hjá þessum konum sem láta aldurinn ekki stoppa sig!

Öll úrslit úr hlaupinu eru hér.

Á myndinni er Arndís Ýr.


Höfum opnað fyrir skráningar

Höfum opnað fyrir skráningar. https://fjolnir.felog.is/

NÝTT: Við bjóðum nú upp á strætófylgd frá frístundaheimili fyrir 6 og 7 ára úr Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal á mánudögum og miðvikudögum. Frábært tækifæri fyrir byrjendur og framhaldsiðkendur að nýta eftirmiðdegið á mánudögum og miðvikudögum.

Hvenær myndir þú æfa?

Byrjendanámskeið eru á mánudögum og miðvikudögum en þeir sem áður hafa verið skráðir í námskeið og farið í einhverja gráðun eru á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.

Fyrstu æfingar byrja 3. september.

Iðkendur geta að sjálfsögðu nýtt frístundastyrk.

Drífum skráninguna af núna! https://fjolnir.felog.is/


Fjölnir í Craft

Síðastliðinn föstudag undirrituðu þeir Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, umboðsaðila Craft, samstarf til næstu þriggja ára.

Samstarf þetta felur í sér að allar deildir innan félagsins sem eru ekki með samning við aðra búningaframleiðendur geta nú keypt vörur á góðum kjörum frá Craft.

Fimleikadeildin var fyrsta deildin til að semja við Craft og mun frá og með haustinu 2019 klæðast Craft.

Sérstakur mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Á sama tíma mun fimleikadeildin kynna nýja vörulínu.

Samningurinn er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og bindum við miklar vonir við farsælt samstarf við NWI til næstu ára.

Á myndinni frá vinstri: Haraldur Jens Guðmundsson, Guðmundur L Gunnarsson, iðkendur fimleikadeildar.

Frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson, markaðsfulltrúi á netfangið arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar

Mynd: Þorgils G

Tennisæfingar fyrir byrjendur

Nú eru æfingar vetrarins að hefjast og á sunnudögum verða í boði æfingar fyrir byrjendur í tennis: kl. 16:30 fyrir börn og kl. 18:30 fyrir fullorðna. Æfingarnar verða haldnar í Tennishöllinni í Kópavogi og verður fyrsta æfingin 1. september. Verð fyrir önnina er 29.400 kr.

Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt. Skráning og frekari upplýsingar  hjá Carolu: brazilian_2001@hotmail.com.

 

 


Þríþraut hjá Fjölni

Þríþraut; hlaup, sund og hjól.

Kynningarfundur fimmtudaginn 29.ágúst kl. 18:00 í Egilshöll.

Hjólafólk, hlauparar og sundmenn, komið í nýjan hóp hjá Fjölni og æfið undir leiðsögn þjálfara.


Októberfest í Grafarvogi

Haustfagnaður Grafarvogs verður með Októberfest þema í ár!

Viðburðurinn verður haldinn í Dalhúsum laugardaginn 28.september. Við ætlum að skemmta okkur saman. Vertu með okkur á Októberfest í Grafarvogi 💛

Glæsileg dagskrá, frábær matur og tryllt ball þar sem Magni úr Á móti sól og Matti Matt úr Pöpunum spila fyrir dansi fram eftir nóttu. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!

Múlakaffi mun sjá um alvöru Októberfest kræsingarnar 😋🍽

-Húsið opnar kl. 19:00 og lokar kl. 20:00.
-Stórglæsilegt happdrætti verður á staðnum.
-Veislustjóri er hinn eini sanni Maggi Hödd.
-Stefán Pálsson sagnfræðingur mun fræða viðstadda um íþróttir og bjór.
-Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur uppi alvöru stemningu.
-Magni og Matti Matt halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Miðaverð matur + ball er einungis kr. 7.900.-
Miðaverð á ball er kr. 3.500.-

kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
kl. 02:00 – Ballinu lýkur

Það eru 10 sæti á borði. Borðapantanir sendast á arnor@fjolnir.is Fyrstur kemur fyrstur fær!

Reynslan sýnir að þar sem Grafarvsogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!

#FélagiðOkkar


Æfingatafla, þjálfarar og æfingagjöld í frjálsum haustið 2019

Æfingar í frjálsum hefjast 3. sept. hjá 6-9 ára og 10-14 ára hópunum. Upplýsingar um æfingar hjá öðrum hópum eru birtar á facebooksíðum hópanna.

 

Fjölnir frjálsar 6-9 ára

Fjölnir Frjálsar 11-14 ára

Fjölnir frjálsar

Fjölnir frjálsar fullorðnir

Skokkhópur Fjölnis

 

6-9 ára (árg. 2010-2013) 1.-4. bekkur:

 

Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 15:30-16:30

Fimmtudagar í Fjölnishöll salur 1 kl 16:15-17:15

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11

 

Þjálfarar: Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri og fim)

Daði Arnarson (fim og lau)

Signý Hjartardóttir (þri)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

29.000 3 æfingar á viku.

22.000 1-2 æfingar á viku.

 

10-14 ára (árg. 2006-2009) 5. – 8. bekkur:

 

Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 14:40-15:30

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 16:00-17:30

Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11:30

 

Þjálfarar: Matthías Már Heiðarson sími: 8450542 netfang: mattimar95@gmail.com (þri, fim og lau)

Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri)

Elísa Sverrisdóttir (fim og lau)

Signý Hjartardóttir (lau)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

35.000 3 æfingar á viku.

25.000 1-2 æfingar á viku.

 

15 ára og eldri (árg. 2005 og eldri):

 

Mánudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Miðvikudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30

Föstudagar í Laugardalshöll kl 17-19

Laugardagar í Laugardalshöll kl 11-13

 

Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is

Tækniþjálfari: Theodór Karlsson (fim.)

Aðstoðarþjálfari: Matthías Már Heiðarson (þri)

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):

41.000 6 æfingar á viku.

27.000 1-2 æfingar á viku.

 

Fullorðnir:

 

Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20

Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20

Laugardagar í Laugardalshöll 10-12

 

Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is

 

Æfingagjöld haustönn (sept.-des.) 15.000kr

 

Hlaupahópur:

 

Mánudagar og miðvikudagar við Foldaskóla kl 17:30-19

Fimmtudagar í Laugardalshöll á veturnar en úti á sumrin – breytilegur tími

Laugardagar – langt hlaup – breytilegur tími og staðsetning

 

Þjálfarar: Ingvar Hjartarson og Gyða Þórdís Þórarinsdóttir

 

Æfingagjöld:

Ársgjald er 25.000kr

Líka hægt að greiða eina önn í einu þá er gjaldið 10.000 kr (3 annir á ári)

 

Allar upplýsingar um æfingar eru settar inná Facebooksíður æfingahópa:

 

Fjölnir frjálsar 6-9 ára

Fjölnir Frjálsar 11-14 ára

Fjölnir frjálsar

Fjölnir frjálsar fullorðnir

Skokkhópur Fjölnis

 


Helga Guðný í landsliðinu á Evrópubikar

Helga Guðný Elíasdóttir Fjölniskona var valin í landslið Íslands til að keppa í 3000 m hindrunarhlaupi á Evrópubikar. Um er að ræða keppni í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða. Keppnin fór fram í Skopje í Norður Madedóníu. Liðið náði þeim frábæra árangri vinna til gullverðlauna á mótinu og komast þannig upp í 2. deild.

Helga Guðný stóð sig vel í hindrunarhlaupinu og lenti í 7. sæti á tímanum 12:21,11. Hér er linkur á frétt FRÍ um mótið og hér er linkur á öll úrslit mótsins.


Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís vinnur til verðlauna á Helsinki Open

Eydís okkar stóð sig frábærlega á Helsinki Open mótinu í Finnlandi þar sem hún keppti með landsliðinu í Kata.

Í U16 ára vann hún til silfurs og í U18 ára vann hún brons. Þess ber að geta að Eydís keppti upp fyrir sig enda er hún aðeins 14 ára.

Vel gert Eydís!