Æfingatafla, þjálfarar og æfingagjöld í frjálsum haustið 2019
Æfingar í frjálsum hefjast 3. sept. hjá 6-9 ára og 10-14 ára hópunum. Upplýsingar um æfingar hjá öðrum hópum eru birtar á facebooksíðum hópanna.
Fjölnir frjálsar 6-9 ára
Fjölnir Frjálsar 11-14 ára
Fjölnir frjálsar
Fjölnir frjálsar fullorðnir
Skokkhópur Fjölnis
6-9 ára (árg. 2010-2013) 1.-4. bekkur:
Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 15:30-16:30
Fimmtudagar í Fjölnishöll salur 1 kl 16:15-17:15
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11
Þjálfarar: Hafdís Rós Jóhannesdóttir sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri og fim)
Daði Arnarson (fim og lau)
Signý Hjartardóttir (þri)
Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):
29.000 3 æfingar á viku.
22.000 1-2 æfingar á viku.
10-14 ára (árg. 2006-2009) 5. – 8. bekkur:
Þriðjudagar í Fjölnishöll salur 2 kl 14:40-15:30
Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 16:00-17:30
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11:30
Þjálfarar: Matthías Már Heiðarson sími: 8450542 netfang: mattimar95@gmail.com (þri, fim og lau)
Hafdís Rós Jóhannesdóttir sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri)
Elísa Sverrisdóttir (fim og lau)
Signý Hjartardóttir (lau)
Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):
35.000 3 æfingar á viku.
25.000 1-2 æfingar á viku.
15 ára og eldri (árg. 2005 og eldri):
Mánudagar í Laugardalshöll kl 17-19
Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30
Miðvikudagar í Laugardalshöll kl 17-19
Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 17:30-19:30
Föstudagar í Laugardalshöll kl 17-19
Laugardagar í Laugardalshöll kl 11-13
Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is
Tækniþjálfari: Theodór Karlsson (fim.)
Aðstoðarþjálfari: Matthías Már Heiðarson (þri)
Æfingagjöld haustönn (sept.-des.):
41.000 6 æfingar á viku.
27.000 1-2 æfingar á viku.
Fullorðnir:
Þriðjudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20
Fimmtudagar í Laugardalshöll kl 18:30-20
Laugardagar í Laugardalshöll 10-12
Þjálfari: Óskar Hlynsson, sími 6933026, netfang: oskarhlyns@simnet.is
Æfingagjöld haustönn (sept.-des.) 15.000kr
Hlaupahópur:
Mánudagar og miðvikudagar við Foldaskóla kl 17:30-19
Fimmtudagar í Laugardalshöll á veturnar en úti á sumrin – breytilegur tími
Laugardagar – langt hlaup – breytilegur tími og staðsetning
Þjálfarar: Ingvar Hjartarson og Gyða Þórdís Þórarinsdóttir
Æfingagjöld:
Ársgjald er 25.000kr
Líka hægt að greiða eina önn í einu þá er gjaldið 10.000 kr (3 annir á ári)
Allar upplýsingar um æfingar eru settar inná Facebooksíður æfingahópa:
Fjölnir frjálsar 6-9 ára
Fjölnir Frjálsar 11-14 ára
Fjölnir frjálsar
Fjölnir frjálsar fullorðnir
Skokkhópur Fjölnis
Helga Guðný í landsliðinu á Evrópubikar
Helga Guðný Elíasdóttir Fjölniskona var valin í landslið Íslands til að keppa í 3000 m hindrunarhlaupi á Evrópubikar. Um er að ræða keppni í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða. Keppnin fór fram í Skopje í Norður Madedóníu. Liðið náði þeim frábæra árangri vinna til gullverðlauna á mótinu og komast þannig upp í 2. deild.
Helga Guðný stóð sig vel í hindrunarhlaupinu og lenti í 7. sæti á tímanum 12:21,11. Hér er linkur á frétt FRÍ um mótið og hér er linkur á öll úrslit mótsins.
Eydís vinnur til verðlauna á Helsinki Open
17/08/2019Karate
Eydís okkar stóð sig frábærlega á Helsinki Open mótinu í Finnlandi þar sem hún keppti með landsliðinu í Kata.
Í U16 ára vann hún til silfurs og í U18 ára vann hún brons. Þess ber að geta að Eydís keppti upp fyrir sig enda er hún aðeins 14 ára.
Vel gert Eydís!

Íþróttaskóli Fjölnis
FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis
Fullorðins fimleikar Fjölnis - FFF
Skemmtileg hreyfing og félagsskapur fyrir alla 18 ára og eldri, ekki gerðar kröfur um grunn í fimleikum. Þrek, teygjur og fimleikaæfingar fyrir alla.
Skráning er opin inná heimasíðunni okkar, ekki gleyma að skrá þig !
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu
Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 28.september 2019 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið verður svo tengt við Haustfagnaður Grafarvogs 2019 sem er síðar um kvöldið í Dalhúsum.
Yngsti árgangurinn sem bættist við er '99 og við bjóðum þann árgang hjartanlega velkominn.
Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst fyrir hádegi og klárast kl. 16:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Haustfagnaður Grafarvogs 2019 um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Dalhúsum á okkar heimvelli í Grafarvogi!
Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 3.500 kr.
Haustfagnaður (borðhald og ball) = 7.900 kr.
Árgangamót + Haustfagnaður = 9.500 kr.
Árgangamót + Ball = 6.000 kr.
Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.
Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is.
Árgangamótið sló í gegn í fyrra en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!
Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/
Skráning er hafin
Haustönn deildanna hefst í næstu viku. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn eða á https://fjolnir.felog.is/.
Boðið verður upp á fjölbreytt starf í 11 deildum þar sem iðkendur geta valið það sem hentar þeirra áhugasviði.
Allar nánar upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni eða á skrifstofa@fjolnir.is
Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
#FélagiðOkkar
Skráning er hafin á haustönn
Haustönn fimleikadeildar hefst miðvikudaginn 21.ágúst og hlökkum við til þess að taka á móti ykkur. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn.
Boðið verður upp á fjölbreyttar fimleikaæfingar þar sem iðkendur valið það sem hentar þeirra áhugasviði.
Allar nánar upplýsingar um hvern hóp fyrir sig er að finna hér á heimasíðunni.
Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið fimleikar@fjolnir.is. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
Sumaræfingar keppnishópa í ágúst
Hér má sjá æfingatíma fyrir keppnishópa í áhaldafimleikum og hópfimleikum sumarið 2019.
Iðkendur í keppnishóp þurfa að skrá sig sérstaklega og greiða fyrir þessar æfingar.
Athuga að gert er ráð fyrir æfingum í allan ágúst í æfingagjöldum hjá úrvalshópum á haustönn.
Hefðbundnar æfingar hefjast miðvikudaginn 21.ágúst
Hægt að skrá sig HÉR
Handboltaskóli Fjölnis að hefjast
Á þriðjudaginn hefst Handboltaskóli Fjölnis 2019. Skólinn er ætlaður strákum og stelpum sem eru að fara í 1. - 6.bekk næsta vetur. Boðið er upp á tvær vikur, 6. - 9.ágúst og 12. - 16.ágúst.
Handboltaskóli Fjölnis er frábær undirbúningur fyrir vetrarstarf Fjölni en í honum er fléttað saman skemmtilegum handboltaæfingum í bland við leiki og skemmtun. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir.
Handboltaskólinn stendur yfir frá kl. 09:00 til 12:00 með stuttri nestispásu.
Skólastjóri og aðalleiðbeinandi er Andri Sigfússon yfirþjálfari yngri flokka en auk hans verða þjálfarar hjá deildinni auk leikmanna sem munu aðstoða.
Verð:
6. - 9.ágúst / 5900 kr
12. - 16.ágúst / 6900 kr
Ef báðar vikurnar eru teknar kostar skólinn 9900 kr.
Skráning fer fram í Nóra, skráningarkerfi Fjölnis (http://fjolnir.felog.is)