Sæl ágætu aðstandendur,
Í ljósi þess að nú fara æfingar að hefjast er rétt að upplýsa aðeins nánar um tilhögunina hjá byrjendunum.

Æfingar hefjast mánudaginn 9. september klukkan 17 fyrir 6-8 ára og 17:45 fyrir 9-14 ára byrjendur. Hjá Fjörkálfunum sem fá fylgd í Strætó frá frístundaheimilunum eru æfingarnar milli 14:40 og 15:30. Starfsfólk frístundaheimila mun sjá til þess að krakkarnir komist í strætó þar sem tekið verður á móti þeim (munið að þau  þurfa að hafa strætómiða). Krakkarnir verða svo komnir aftur á frístundaheimilin fyrir kl 16.
Síðustu æfingar annarinnar eru svo mánudaginn 9. desember.

Æfingarnar fara fram í sal Karatedeildarinnar í kjallara Egilshallar. Í anddyri hallarinnar eru merkingar á veggjunum sem eiga að leiða á réttan stað.

Í fyrstu tímunum er í góðu lagi að mæta í léttum íþróttaklæðnaði og berfætt(ur). En fljótlega þarf að verða sér út um karategalla. Þá er hægt að kaupa karategalla í sal hjá þjálfara og millifæra greiðslur á reikning deildarinnar.