Haustfagnaður Grafarvogs verður með Októberfest þema í ár!

Viðburðurinn verður haldinn í Dalhúsum laugardaginn 28.september. Við ætlum að skemmta okkur saman. Vertu með okkur á Októberfest í Grafarvogi 💛

Glæsileg dagskrá, frábær matur og tryllt ball þar sem Magni úr Á móti sól og Matti Matt úr Pöpunum spila fyrir dansi fram eftir nóttu. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!

Múlakaffi mun sjá um alvöru Októberfest kræsingarnar 😋🍽

-Húsið opnar kl. 19:00 og lokar kl. 20:00.
-Stórglæsilegt happdrætti verður á staðnum.
-Veislustjóri er hinn eini sanni Maggi Hödd.
-Stefán Pálsson sagnfræðingur mun fræða viðstadda um íþróttir og bjór.
-Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur uppi alvöru stemningu.
-Magni og Matti Matt halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Miðaverð matur + ball er einungis kr. 7.900.-
Miðaverð á ball er kr. 3.500.-

kl. 19:00 – Húsið opnar fyrir matargesti
kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti
kl. 20:30 – Borðhald hefst
kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti
kl. 02:00 – Ballinu lýkur

Það eru 10 sæti á borði. Borðapantanir sendast á arnor@fjolnir.is Fyrstur kemur fyrstur fær!

Reynslan sýnir að þar sem Grafarvsogsbúar og vinir koma saman, þar er fjörið og því hart barist um miðana!

#FélagiðOkkar