Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram laugardaginn 24. ágúst í ágætu hlaupaveðri. Margir hlauparar frá Fjölni tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig vel. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð önnur íslenska konan í mark í 10 km hlaupinu á tímanum 37:19.

Í hálfu maraþoni var Rósa Friðriksdóttir fyrsta íslenska konan í aldursflokknum 60-69 ára á tímanum 1:52:26. Lilja Ágústa Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir urðu fyrstu konur í mark í aldursflokknum 70-79 ára á tímanum 2:09:04. Aldeilis glæsilegur árangur hjá þessum konum sem láta aldurinn ekki stoppa sig!

Öll úrslit úr hlaupinu eru hér.

Á myndinni er Arndís Ýr.