Nýverið framlengdu sjö ungir leikmenn samninga sína við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Þetta eru þær Aníta Björg Sölvadóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Lilja Hanat, Lilja Nótt Lárusdóttir og María Eir Magnúsdóttir. Allar eiga þær sameiginlegt að vera uppaldar hjá Fjölni og munu vera mikilvægur partur af liðinu sem mun leika í 2. deild á komandi sumri. Samningar leikmannanna gilda til loka árs 2022.

Aníta Björg Sölvadóttir: 18 ára sóknarmaður / 25 KSÍ leikir í meistaraflokki

Ásdís Birna Þórarinsdóttir: 18 ára miðjumaður / 26 KSÍ leikir í meistaraflokki

Hjördís Erla Björnsdóttir: 18 ára miðjumaður / 29 KSÍ leikir í meistaraflokki / 4 leikir fyrir U17 landslið Íslands

Hrafnhildur Árnadóttir: 17 ára varnar- og miðjumaður / 39 KSÍ leikir í meistaraflokki

Lilja Hanat: 18 ára varnarmaður / 3 KSÍ leikir í meistaraflokki

Lilja Nótt Lárusdóttir 19 ára sóknarmaður / 41 KSÍ leikir í meistaraflokki

María Eir Magnúsdóttir 19 ára miðju- og sóknarmaður / 17 KSÍ leikir í meistaraflokki

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Fjölni að semja við þessa uppöldu leikmenn. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir jafnframt mikils af þessum góðu og efnilegu leikmönnum sem eiga svo sannarlega bjarta framtíð hjá félaginu.

#FélagiðOkkar