Fjölnisfólk Íslandsmeistarar barnaskólasveita 1.-3. bekkjar 2024

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekkjar fór fram laugardaginn 26. febrúar í Rimaskóla. Tefldar voru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 5+2 á hvern keppenda. Alls tóku 110 krakkar þátt á mótinu, eða 26 skáksveitir.

Fjölnisfólkið okkar í Rimaskóla kom, sá og sigraði – en Fjölnir sendi fjórar sveitir til keppni.

A sveit Rimaskóla landaði Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð mótsins.

B sveit var efst B sveita og í 4. sæti yfirhöfuð.

D sveit var efst D sveita og í 6. sæti yfirhöfuð.

C sveit lenti í 12. sæti.

Helmingur þessara afrekssveita eru nemendur í 1. bekk og er augljóst að skákæfingar Fjölnis eru aldeilis að skila sér.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með þennan frábæra árangur!

 

#FélagiðOkkar 💛💙

A sveit Rimaskóla Íslandsmeistarar barnaskólasveita 2024 ásamt Birni Ívari Karlssyni skákkennara. f.v. Patrekur, Alexander Leó, Alexander Felipe og Erlendur.
Íslandsmeistararnir ásamt Birni Ívari og Helga.
Langbesta B sveitin og allir í 1. bekk. Sævar Svan, Kristófer Jökull, Mikael Már og Óskar Leó.
Þrír af fjórum í A sveitinni með borðaverðlaun. Erlendur hér fremstur vann allar sínar skákir.
Sterkar skákstelpur á yngsta stigi og í 6. sæti af 26 skáksveitum. Þóra Kristín, Lea, Elsa María og Gunnhildur.

Þjálfari óskast til að hafa umsjón með leikskólahópum

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara til að hafa yfirumsjón með leiksskólahópum deildarinnar veturinn 2020 – 2021.

Um er að ræða æfingar sem fara fram á sunnudagsmorgnum. Hóparnir eru fimm talsins og eru iðkendur frá tveggja ára aldri.

Í tímunum er lögð áhersla á hreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Óskað er eftir ábyrgum aðila með menntun sem nýtist í starfi s.s íþróttafræðimenntun eða aðra sambærilega menntun.
Nánari upplýsingar veitir Íris Svavarsdóttir á iris@fjolnir.is eða í síma 694-8451.

Umsóknarfrestur er 6. ágúst 2020.


Dagur Ragnarsson sigurvegari MÓTEX skákhátíðarinnar 2020

Skákmaður Fjölnis 2018 og 2019 Dagur Ragnarsson (2457) varð sigurvegari á sterku 7 umferða MÓTEX skákhátíðarmóti sem er nýlokið. Tefldar voru 7 umferðir. Dagur tapaði fyrir Guðmundi Kjartanssyni í 2. umferð en vann síðan allar 5 skákir mótsins, m.a. Hjörvar Stein Grétarsson stigahæsta skákmann landsins. Með þessari góðu frammistöðu kemst Dagur upp í 2400 skákstig sem viðmið aðþjóðlegs skákmeistara. Liðsmenn Fjölnis eru aldeilis að gera það gott í skákinni því fyrir stuttu vann Sigurbjörn J. Björnsson félagi Dags hjá Fjölni öruggan sigur á meistaramóti Reykjavíkur og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2020.


Skákmeistari Reykjavíkur 2020 er Fjölnismaður

Sigurbjörn J. Björnsson Skákdeild Fjölnis sigraði glæsilega á hinu árlega Skákþingi Reykjavíkur með ótrúlegri frammistöðu. Sigurbjörn vann allar sínar 9 skákir en svo afgerandi sigur hefur ekki unnist síðan árið 1993. Sigurbjörn teflir með A sveit Fjölnis á Íslandsmóti skákfélaga og er þar „reynsluboltinn“ í annars ungri og stórefnilegri skáksveit sem endað hefur í verðlaunasæti í 1. deild á sl. þemur árum. Fjölnismenn óska Sigurbirni til hamingju með titilinn og sigurinn.


Nýr yfirþjálfari Skautaskólans

Listhlaupadeildin hefur ráðið Sólbrúnu Ernu Víkingsdóttur sem yfirþjálfara Skautaskólans. Sólbrún hefur æft skauta hjá deildinni í 15 ár, tekið þátt á mótum og æfingabúðum hér heima og erlendis. Hún var íþróttakona deildarinnar árið 2018. Sólbrún hefur þjálfararéttindi 1 og 1A í sérgreinahluta. Hún hefur þjálfað í Skautaskólanum og yngri iðkendum í framhaldshópum deildarinnar í nokkur ár samhliða háskólanámi og æfingum.

 


Skákæfingar fram að jólaleyfi

Síðustu skákæfingar ársins

Skákæfingar Fjölnis alla fimmtudaga kl. 16:30 - 18.00 hafa verið vel sóttar í vetur og í hópnum leynast skákmeistarar framtíðarinnar, drengir og stúlkur.
Fram að jólum verða eftirtaldar æfingar í boði:

Fimmtudagur 28. nóv. kl. 14:00 - 16:00 Borgir Spönginni
Fimmtudagur 5. des. kl. 16:30 - 18:00 Rimaskóli - gengið inn um íþróttahús
Fimmtudagur 12. des. kl. 16:30 - 18:00 Rimaskóli - Jólaskákæfing

Gleðilegt skákár 2020.


Dagur Ragnarsson valinn í landsliðshópinn

Skákmaðurinn efnilegi, Dagur Ragnarsson (2388)  Fjölni fær eldskírn sína með landsliði Íslands á komandi Evrópumóti landsliða í skák sem fram fer í Batuni í Georgíu nú í október. Dagur er einn fjölmargra afreksnemenda Rimaskóla í gengum árin en áður höfðu þau Hjörvar Steinn Grétarsson stigahæsti skákmaður Íslands, Hrund Hauksdóttir og  Nansý Davíðsdóttir fv. nemendur Rimaskóla teflt með landsliði Íslands. Dagur Ragnarsson hefur verið afar virkur við skákborðið undanfarin tvö ár og siglt hratt upp ELO stigalistann. Hann vakti mikla athygli í fyrra þegar hann sigraði á aljóðlega skákmótinu í Västerås í Sviþjóð ásamt stórmeistaranum Yuri Solodovini (2554) og síðar á Reykjavík Open 2019 þegar hann sigraði m.a. stórmeistarann Matthien Cornette. Frammistaða og árangur Dags og nú val í landsliðið er enn ein skrautfjöðrin í skákstarfi Fjölnis í Grafarvogi.  (HÁ)


Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís vinnur til verðlauna á Helsinki Open

Eydís okkar stóð sig frábærlega á Helsinki Open mótinu í Finnlandi þar sem hún keppti með landsliðinu í Kata.

Í U16 ára vann hún til silfurs og í U18 ára vann hún brons. Þess ber að geta að Eydís keppti upp fyrir sig enda er hún aðeins 14 ára.

Vel gert Eydís!


FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis

Fullorðins fimleikar Fjölnis - FFF
Skemmtileg hreyfing og félagsskapur fyrir alla 18 ára og eldri, ekki gerðar kröfur um grunn í fimleikum. Þrek, teygjur og fimleikaæfingar fyrir alla.

Skráning er opin inná heimasíðunni okkar, ekki gleyma að skrá þig !

 


Þorrablót happdrætti

Búið er að draga í Þorrablóts happdrættinu.

Hér má sjá vinningaskránna.

Vinninga ber að vitja fyrir 30. apríl 2019.

Vinningar eru afhentir á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll á opnunartíma skrifstofu.

Upplýsingar um opnunartíma má finna hér.

Þökkum fyrir stuðninginn, kær kveðja Þorrablótsnefndin