Jólafjáröflun Fjölnis

Jólafjáröflun Fjölnis, 10. – 24. nóvember.

Hér má nálgast sölublað fyrir einstaklinga til að halda betur utan um eigin sölu: https://tinyurl.com/solublad.
ATH! Í excel skjalinu eru formúlur og mikilvægt er að vista skjalið á tölvu til að geta unnið með það.
Sokkarnir koma í fjórum stærðum; 35-38, 39-42, 43-46 og 47-49.

Afhending fer fram í Egilshöll þriðjudaginn 19. desember milli kl. 14 og 18 í austurendanum (við Fjölnishellinn).

Sölutölum er skilað inn í gegnum rafrænt eyðublað, sjá hér: https://forms.office.com/e/j0aL8wxSzx.

#FélagiðOkkar


Samstarfssamningur meistaraflokka handknattleiksdeildarinnar og Blikklausna!

Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila handknattleiksdeildar Fjölnis, Blikklausnir. Blikklausnir verða á búningum meistaraflokka handknattleiksdeildar Fjölnis.

Við þökkum Blikklausnum kærlega fyrir og hlökkum mikið til samstarfsins á komandi árum.

Á myndinni eru Sverrir Jóhann og Gauti Fannar, eigendur Blikklausna ásamt Hildi Scheving markaðsstjóra Fjölnis.


Hinsegin íþróttakönnun fyrir mennta-og barnamálaráðuneytið

Samtökin ’78 eru að vinna að því að bæta upplifun hinsegin fólk í skólaíþróttum, líkamsrækt og skipulögðu íþróttastarfi. Við erum því að safna upplýsingum um særandi orðræðu og frasa, birtingamyndum mismununar og hvaða skref við þurfum að taka til að bæta upplifun hinsegin fólks á þessum stöðum. Meðfylgjandi er könnun þar sem þið getið skrifað inn ykkar upplifun eða annara, nafnlaust.

https://samtokin78.is/ithrottakonnun/?fbclid=IwAR3zT4Ib25BhtwysZFEFV4w7xso9E5FpHnOE-dq5bGD89mJQqTjybC4aNfw (Könnunin)


Fjölnismótið fer fram um helgina 11.-12. nóvember!

Nú um helgina fer Fjölnismótið fram! Fjölmargir þátttakendur eru skráðir til leiks og mikil spenna í mannskapnum.

HÉR er hægt að finna upplýsingar um mótið


Gummi Kalli framlengir!

Leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur framlengt samningi sínum við Félagið Okkar!


Fréttabréf Listskautadeildar

Landsliðsfréttir

Um miðjan október var landsliðsverkefni á vegum ÍSS á Diamond Spin mótinu í Katowice, Póllandi. Áttum við í Fjölni þrjá keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Íslands á því móti en það voru Elín Katla í advanced novice flokki, Lena Rut í Junior flokki og Júlía Sylvía í Senior flokki.

Við óskum þeim til hamingju með valið í landsliðið!

Elín Katla endaði í 13.sæti með 77.25 stig í advanced novice flokkinum.
Lena Rut endaði í 12.sæti með 94.06 stig í Junior flokkinum.
Júlía Sylvía endaði í 3.sæti með 112.21 stig í Senior flokki.

Volvo Cup

Helgina 3.-5. nóvember fóru 8 keppendur á vegum Fjölnis á Volvo Cup í Riga, Lettlandi. Elva Ísey, Berglind Inga og Elín Katla kepptu í advanced Novice flokki. Ermenga Sunna, Sóley Björt og Arna Dís kepptu í basic Novice flokki. Lena Rut keppti í junior flokki og Júlía Sylvía í senior flokki.

Advanced Novice hópurinn fór fyrst á svellið af okkar keppendum. Berglind Inga endaði með því að fá 60.65 stig og endaði í 27.sæti, Elín Katla endaði með 83.27 stig og bætti sig frá bæði Haustmótinu sem haldið var í septmber sem og landsliðs verkefninu sem hún fór í í október. Endaði Elín í 10.sæti. Elva Ísey fékk 62.57 stig, bætti hún sig frá haustmótinu og endaði í 25.sæti á Volvo Cup.

Basic Novice hópurinn keppti á sunnudeginum. Arna Dís fékk 31.76 stig og endaði í 18.sæti, Ermenga Sunna var með 28.35 stig í 23.sæti og Sóley Björt fékk 19.04 stig í 29.sæti. Bættu þær sig allar frá því á Haustmótinu sem var haldið í september.

Junior og Senior flokkarnir fóru fram á föstudegi og laugardegi. Lena Rut fékk 106.10 stig og endaði hún í 19.sæti í Junior flokkinum. Júlía Sylvía fékk 127.94 stig og endaði í 8.sæti í Senior flokki. Bæði Lena og Júlía bættu sig frá haustmótinu sem og frá landsliðsverkefninu sem þær fóru í um miðjan október.

Allar stelpurnar fengu góða reynslu af þessum tveimur mótum seinasta mánuðinn og nýtist þeim klárlega fyrir framtíðarverkefni.

Skautaskólinn

Skautaskólinn hefur farið vel af stað og er góð stemming og góð mæting á þær æfingar. Algerir byrjendur eru að stíga sín fyrstu skref í listskautum í skautastkólanum ásamt þeim sem eru nýlega byrjuð og eru að þróa sína hæfni á skautum. Skautaskólinn er á miðvikudögum klukkan 16:20-17:00 og laugardaga klukkan 12:20-13:00. Hægt er að skrá sig í skautaskólann í gegnum XPS appið. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig er hægt að skrá sig hér.

Halloween skautapartí

Laugardaginn 4.nóvember héldum við svo Halloween skautapartí á skautasvellinu í Egilshöll. Það var góð mæting og var mjög skemmtilegt og hræðilegt á sama tíma hjá okkur og þeim sem lögðu leið sína til okkar. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í Egilshöllina og höfðu gaman með okkur.

Hvað er framundan?

Það er nóg um að vera hjá okkur á næstunni fyrir utan auðvitað venjulegar æfingar. Íslandsmót ÍSS verður haldið á Akureyri helgina 24.-26. nóvember og munum við að sjálfsögðu senda keppendur þangað.

Það verður svo jólasýning hjá okkur 16. desember og vonumst við eftir því að sjá sem flest á þeirri sýningu. Hún verður auglýst þegar nær dregur og þá með meiri upplýsingum.

Nýr þjálfari

Eins og margir hafa vafalaust tekið eftir hóf nýr þjálfari störf hjá okkur í byrjun þessa tímabils. Hún Viktória Šabová kom til liðs við okkur frá Slóvakíu. Þar hafði hún verið að þjálfa seinustu ár ásamt því að hafa sjálf verið að æfa listskauta í yfir 12 ár.

Hún er ásamt því að vera þjálfari hjá okkur í fjarnámi í lögfræði við háskólann í Manchester.

Við erum mjög glöð með að hún hafi ákveðið að koma til liðs við okkur og er hún góð viðbót í þjálfara teymið okkar. Við bjóðum hana að sjálfsögðu velkomna til Íslands og í Fjölni!


Guðný Lára í unglingalandslið í víðavangshlaupum

Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fer fram í Laugardalnum sunnudaginn 5.nóvember. Fjölniskonan Guðný Lára Bjarnadóttir var valin sem ein af þremur fulltrúum Íslands í stúlknaflokki mótsins.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis óskar Guðnýju Láru til hamingju með landsliðsvalið!


Þorrablót Grafarvogs 2024 - Staða á seldum borðum

RISA ÞORRABLÓT GRAFARVOGS
Fjölnishöllin í Egilshöll 20. janúar 2024
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn eru borð laus. Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis.
Dagskrá kvöldsins er í smíðum og verður kynnt fljótlega:
kl. 18:00 – Húsið opnar
——
kl. 02:00 – Blóti lýkur
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball (aðeins seld 12 manna borð).
Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!


Efnilegir leikmenn skrifa undir hjá knattspyrnudeild Fjölnis

Rafael Máni Þrastarson og Birgir Þór Jóhannsson hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við Fjölni. Báðir eru þeir fæddir 2007.

Birgir Þór Jóhannsson er öflugur bakvörður sem var fyrirliði 3. flokks karla sem unnu USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla í sumar. Birgir spilaði 20 leiki og skoraði í þeim eitt mark þrátt fyrir að vera ennþá í 3. flokki. Einnig var Birgir í hóp í bikarleiknum gegn Breiðablik og lokaleik tímabilsins gegn Njarðvík.

Rafael Máni Þrastarson er sóknarsinnaður miðjumaður sem eins og Biggi var lykilleikmaður í 3. flokki sem vann USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla. Rafael spilaði 8 leiki með 2. flokki en hann var að glíma við erfið meiðsli fyrri hluta sumars sem hann jafnaði sig af og stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar strákunum til hamingju með samningana og hlakkar til að fylgjast með þeim á næstu árum!


Tilkynning - Nýr fimleikabolur fyrir yngri stráka

Tilkynning frá Fimleikadeild Fjölnis

Keppnisbolur fyrir stráka sem hefur verið í notkun síðan haustið 2019 er hættur í framleiðslu hjá GK, það er hægt að sérpanta bolinn en verðið á honum margfaldast við það og teljum við því ekki þess virði að halda í hann áfram.

Við höfum því tekið ákvörðum um að fara í einfaldan en mjög flottan strákabol fyrir yngri þrep (6. -4.þrep, sjá á mynd.)
Bolurinn er á góðu verði og hentar því vel sem keppnisbolur fyrir yngri iðkendur og flottur æfingabolur fyrir allan aldur.

3.þrep og lengra komnir strákar keppa út keppnistímabilið 2023/2024 í bolnum sem þeir eiga núna og fá síðan nýjan keppnisgalla næsta haust, haustið 2024.

Við ætlum að hafa mátunar og pöntunardag fyrir nýja yngri þrepa bolinn,  mánudaginn 6. nóvember kl 16:00-17:00
Greiða þarf á staðnum þegar pantað er, verðið á bolnum eru 6.000 kr

Endilega merkið það hjá ykkur í dagatalið – sjáumst þá !