Getraunakaffi Fjölnis hefst á laugardaginn

Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 15. janúar og alla laugardaga eftir það til og með 19. mars. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.

Þetta er nýr 10 vikna hópleikur þar sem 8 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu.

ATH – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog

Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.

Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir! #FélagiðOkkar


Aníta framlengir til 2024

Aníta Björg Sölvadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Aníta, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 28 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Aníta er öflugur sóknarmaður sem getur leyst hinar ýmsu stöður framarlega á vellinum. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt áberandi hlutverki í bæði 2. flokk og meistaraflokki félagsins.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


Hjördís Erla framlengir til 2024

Hjördís Erla Björnsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Hjördís, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt sjötta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 42 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim tvö mörk. Hjördís er öflugur miðjumaður sem hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt stóru hlutverki í bæði 2. flokki og meistaraflokki félagsins. Árið 2019 lék Hjördís fjóra leiki með U17 landsliði Íslands.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Hafliði Breiðfjörð


Laila framlengir til 2024

Laila Þóroddsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Laila, sem er fædd árið 2001, er að hefja sitt þriðja tímabil í Grafarvoginum og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í meistaraflokknum síðan hún gekk til liðs við Fjölni. Laila hefur leikið 41 KSÍ leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hún er sterkur varnarmaður sem spilar öllu jafnan í hjarta varnarinnar.

Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við þennan öfluga leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Hafliði Breiðfjörð


Anna María semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Önnu Maríu Bergþórsdóttur til 2024. Anna María, sem er fædd árið 2003, kemur frá Selfossi þar sem hún er uppalin. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki og hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki í Pepsi Max deild kvenna og bikarkeppni KSÍ, þar af 10 á nýafstöðnu tímabili. Anna María er sterkur miðjumaður sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður á vellinum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga leikmann sem mun koma til með að styrkja liðið og gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til næstu tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


Jóladagatal Fjölnis 2021

Dregið var fyrir 13.-24. desember í Jóladagatali KND Fjölnis í dag. Þá er búið að draga fyrir alla dagana.

Vinninga má nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Alla útdrætti má sjá á heimasíðu www.fjolnir.is sem og neðar í þessum pósti.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. Takk fyrir stuðninginn og áfram Fjölnir!

Hér að neðan á sjá öll vinningsnúmer í Jóladagatalinu:

Vinningsnúmer Desember Vinningur Verðmæti
146 1.des Nings gjafabréf 10,500
228 2.des Fyririsland.is gjafabréf 5,000
137 3.des Plan B Burger – 2 x Fjölskyldutilboð fyrir 4 8,900
126 4.des Barbarinn klipping 5,950
50 5.des Horfnar eftir Stefán Mána og 11.000 volt, þroskasaga Guðmundar Felix Grétarssonar eftir Erlu Hlynsdóttur – Sögur útgáfa 14,480
43 6.des Bókin Bjór – umhverfis jörðina á 120 tegundum 4,790
225 7.des Bókin Vín – umhverfis jörðina á 110 flöskum 5,990
234 8.des fyririsland.is gjafabréf 5,000
29 9.des Mjólkursamsalan pakki 7,990
173 10.des Golfvöllur Þorlákshafnar 5 hringir 13,000
195 11.des Barbarinn klipping 5,950
253 12.des Gullkort knattspyrnudeildar 25,000
250 13.des Pizzaveisla á Natalía Pizzería 10,000
77 14.des Nings gjafabréf 10,500
53 15.des Heima hjá lækninum í eldhúsinu, matreiðslubók og Leikskólalögin 2, undirleikur Jón Ólafsson – Sögur útgáfa 13,980
3 16.des Húsasmiðjan gjafabréf 15,000
238 17.des Audio-technica M20x heyrnatól 11,500
122 18.des Gyðjan Snyrtistofa – fótsnyrting 11,900
31 19.des Pizzaveisla á Natalía Pizzería 10,000
100 20.des Nings gjafabréf 10,500
78 21.des Golfvöllur Þorlákshafnar 5 hringir 13,000
150 22.des Gullkort knattspyrnudeildar 25,000
127 23.des Öryggismiðstöðin – Eldvarnarpakki 19,900
57 24.des Hreyfing – 3 mánaða kort 39,900


Guðrún Helga framlengir til 2024

Guðrún Helga Guðfinnsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Guðrún Helga, sem er fædd árið 2002, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 36 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Guðrún Helga er sterkur leikmaður sem getur leyst allar stöður I vörninni og hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir bæði meistaraflokk og 2. flokk á síðustu árum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Ísabella semur til 2024

Ísabella Sara Halldórsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis. Ísabella, sem er fædd árið 2002, kom á láni til okkar fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu eftir að hafa leikið líka með Fylki tímabilið 2020. Þar að auki á hún leiki með Selfossi í meistaraflokk þar sem hún er uppalin. Ísabella hefur leikið samtals 23 KSÍ leiki, þar af 10 með Fjölni á síðasta tímabili. Hún er öflugur varnarmaður sem spilar yfirleitt í stöðu bakvarðar.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


Eva María framlengir til 2024

Eva María Smáradóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Eva María, sem er fædd árið 2003, gekk til liðs við okkur fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu en hún gekk upp alla yngri flokka hjá Breiðablik. Hún hefur samtals leikið 21 KSÍ leiki en þar af 9 leiki með Fjölni. Eva María er öflugur varnarmaður sem er að koma til baka eftir meiðsli en getur líka leyst ýmsar stöður ofar á vellinum með góðu móti. Endurhæfingin lofar góðu og við væntum mikils af þessum öfluga leikmanni í endurkomunni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Dregið var fyrir 6.-12. desember í Jóladagatali KND Fjölnis. Eftirfarandi númer voru dregin út:

Vinnigsnúmer Desember Vinningur Verðmæti
43 6.des Bókin Bjór – umhverfis jörðina á 120 tegundum 4,790
225 7.des Bókin Vín – umhverfis jörðina á 110 flöskum 5,990
234 8.des fyririsland.is gjafabréf 5,000
29 9.des Mjólkursamsalan pakki 7,990
173 10.des Golfvöllur Þorlákshafnar 5 hringir 13,000
195 11.des Barbarinn klipping 5,950
253 12.des Gullkort knattspyrnudeildar 25,000

Vinninga má nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.
Næsti og síðasti dráttur er 19. desember. Takk fyrir stuðninginn og áfram Fjölnir!