Sigur á ÍR í Mjólkurbikarnum

Strákarnir eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum eftir sannfærandi 1-3 sigur gegn ÍR á Hertz vellinum í gær.

Þeir verða því með í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.

Mörk Fjölnis skoruðu þeir Guðmundur Karl Guðmundsson (2) og Jóhann Árni Gunnarsson (1).

Lesa má meira um leikinn á Fótbolti.net

#FélagiðOkkar


Vinningaskrá happdrættis

Því miður voru gerð mistök í fyrri útdrætti og því þurfti að ógilda hann. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Nýjan og gildandi útdrátt má sjá HÉR.

Hægt er að nálgast vinninga á skrifstofu Fjölnis frá og með mánudeginum 6.maí á milli kl. 9-16 frá mánudegi til fimmtudags.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Áfram Fjölnir.


Útdrætti frestað um viku

Útdrætti happdrætti knattspyrnudeildar sem átti að fara fram 22.apríl hefur verið frestað um eina viku eða til mánudagsins 29.apríl. Vinningsnúmer verða birt hér á heimasíðunni.


Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Eftirtaldir leikmenn frá Fjölni hafa verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík.
Æfingarnar fara fram á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum dagana 15. og 17.apríl næstkomandi undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar þjálfara.

Þengill Orrason
Vigfús Þór Helgason
Mikael Breki Jörgensson
Óskar Dagur Jónasson
Jökull Hjaltason
Aron Bjarki Hallsson
Kristinn Gunnar Gunnarsson
Anton Breki Óskarsson
Auður Árnadóttir
Ana Natalia Zikic
Embla Karen Bergmann Jónsd.
Embla María Möller Atladóttir

Sjá nánar hér HÆFILEIKAMÓTUN N1 OG KSÍ

Til hamingju og gangi ykkur vel!


Ferðagjald knattspyrnudeildar 2019

Kæru foreldrar/forráðamenn

Eins og ykkur er kunnugt keppa iðkendur Fjölnis í 5. til 2. flokki á Íslandsmóti sem skipulagt er af KSÍ.  Hluti þessara leikja eru utan stór Reykjavíkursvæðisins og hafa ferðalög á þessa leiki verið skipulögð af foreldrum í samvinnu við viðkomandi þjálfara og í mörgum tilfellum hefur einhvert foreldri keyrt með hópinn.  Slíkt fyrirkomulag leggur mikla ábyrgð á herðar þessara foreldra þó sem betur fer hafi ekki orðið slys.

Kostnaður við þessar ferðir hefur verið mjög mismunandi en í öllum tilfellum greiddur sérstaklega af þeim iðkendum sem fara í viðkomandi ferð, dæmi eru um kostnað upp á allt að 25.000 fyrir iðkanda í ferð á einn leik en algeng tala í þessu er 10.000 – 12.000 fyrir einn leik.  Misjafnt er milli flokka og iðkenda hve mikill kostnaðurinn hefur verið en hann getur verið umtalsverður.

Fjölnir hefur því ákveðið að frá og með komandi sumri (2019) mun félagið rukka iðkendur þessara flokka um sérstakt gjald til að stand straum af þessum kostnaði. Allar ferðir sem eru í meira en einnar klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík verða skipulagðar af yfirþjáfara og íþróttafulltrúa Fjölnis.  Samið hefur verið við fyrirtæki sem mun annast akstur og mun því atvinnubílstjóri keyra hópinn.

Gjaldið fyrir sumarið 2019 er 6.000 krónur og mun greiðsluseðill birtast á heimabanka forráðamanna á næstu dögum.

Vakni einhverjar spurningar um framkvæmd þessa er öllum velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins í 578 2700 eða með tölvupósti á skrifstofa@fjolnir.is

Fjölnis kveðjur,
Stjórn BUR, (barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis)


Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 15. mars

Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið föstudaginn 15. mars í Korpunni. 

Frábær dagskrá allt kvöldið:

-Ari Eldjárn verður með uppistand.
-Utanríkisráðherrann sjálfur Guðlaugur Þór er ræðumaður kvöldsins.
-Glæsilegar veitingar frá Hödda kokki.
-Happdrætti og margt fleira.
-Maggi Hödd stýrir veislunni.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Hægt að taka frá borð á góðum stað ef heilt borð er keypt (10 miðar).

Pantið miða sem allra fyrst í gegnum netfangið geir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar


Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 23. mars

Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 23. mars í veislusalnum Veislusmára 
(Sporhömrum 3, 112 Reykjavík)

Frábær dagskrá:

  • Veislustjóri Maggi Hödd
  • Ræðumaður kvöldsins
  • Karen Björg uppistandari úr hópnum Bara Góðar
  • Bragðgóðar veitingar
  • Vörukynning frá Blush
  • Happdrætti og margt fleira!

 

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Hægt er að kaupa bæði staka miða og heil borð (8 manna borð).

ATH miðasala fer mjög vel af stað og því mikilvægt að klára miðkaup sem fyrst.

Svona kaupið þið miða:

1) Fara inn á: https://fjolnir.felog.is/

2) Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í farsíma

3) Smella á texta hægra megin á síðu við nafnið sitt: Skráning í boði

4) Finna viðburðinn og ganga frá greiðslu

5) Kaupandi fær kvittun/staðfestingu senda á netfangi

#FélagiðOkkar


Pepsi-deildar könnun

Kæri félagsmaður Fjölnis,

 

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að ráðast í rannsókn á upplifun áhorfenda Pepsi-deildar karla og kvenna. Kannað verður hvað gengur vel og hvað megi betur fara til að komast að því hvernig megi bæta upplifun áhorfenda.

Könnunin er nafnlaus og svör verða ekki rakin til einstaklinga. Þátttaka tekur um 5-7 mínútur.

Í könnuninni er farið með öll svör sem trúnaðarmál. Zenter rannsóknir sér um alla gagnavinnslu og tryggir að aldrei sé hægt að rekja svör niður á einstaklinga.

Til að taka þátt, vinsamlega afritaðu og límdu eftirfarandi hlekk í þinn  netvafra: https://www.snapsurveys.com/wh/s.asp?k=154686693260  

Ef þú hefur einhverjar spurningar um könnunina er þér velkomið að hafa samband við  Atla hjá Zenter með því að senda tölvupóst á atli@zenter.is eða í síma 511-3900.


Samningur við Hummel endurnýjaður

Knattspyrnudeild Fjölnis og Hummel hafa endurnýjað samstarf til næstu fjögurra ára. 

Fjölnir mun því spila áfram í Hummel búningum til a.m.k. ársins 2022. Samstarfið við Hummel hefur verið farsælt í gegnum árin og hefur þjónustan hjá Hummel sífellt verið að aukast.

Nú nýlega opnuðu forsvarsmenn Hummel á Íslandi verslunina Sport 24 í Sundaborg 1 og þar er nú komin stórglæsileg alhliða íþróttavöruverslun. Samhliða þessari fjögurra ára framlengingu á Hummel samningnum þá gerist Sport 24 myndarlegur styrktaraðili knattspyrnudeildar til næstu fjögurra ára.

Á myndinni, sem tekin var þegar samningurinn var handsalaður, eru Árni Hermannsson formaður knattspyrnudeildar, Ásta Björk Matthíasdóttir búningastjóri knattspyrnudeildar, Júlíus Óskar Ólafsson frá DanSport/Hummel og Georg Birgisson frá SPORT24

#FélagiðOkkar


Getraunakaffi Fjölnis hefst aftur

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 8. september og alla laugardaga eftir það til og með 15. desember á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.

Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.

Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum. Allir sem skrá sig eiga möguleika á þátttökuverðlaunum. Dregið er úr skráningum.

Skráning fer fram á 1x2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.

Við ætlum að vera með 15 vikna hópleik þar sem 12 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589

Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1x2@fjolnir.is - einfalt og þægilegt.

Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/

Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!

#FélagiðOkkar