FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK ⚽
 
Fjórar ungar stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í gær þegar Fjölnir mætti Fram í æfingarleik sem endaði í 5 – 3 sigri Fjölnis.
 
Stúlkurnar Aldís Tinna Traustadóttir og Freyja Dís Hreinsdóttir báðar 14 ára og Íris Brynja Sigurdórsdóttir og Vala Guðmundsdóttir báðar 15 ára hafa allar æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins. Fjölnisstúlkurnar ungu komu allar inn á stuttu eftir hálfleik, áttu fínustu tilþrif og settu sitt mark á leikinn.
 
Leikurinn var fyrsti æfingarleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna. Sara Montoro var með markaþrennu í leiknum, þar af eitt eftir stoðsendingu frá einni þeirra ungu, Aldísar Tinnu. Fyrirliðinn Hlín Heiðarsdóttir skoraði eitt glæsilegt mark og Aníta Björg Sölvadóttir var með eitt frábært mark. Lið Fjölnis spilaði vel og leikurinn var átaks leikur og ekkert gefið eftir frá upphafi til enda.
 
Auk þeirra sem hér hafa verið upptaldar, spiluðu með og áttu frábæran leik þær: Margrét Ingþórsdóttir markmaður, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Laila Þóroddsdóttir, Ísabella Sara Halldórsdóttir, Marta Björgvinsdóttir, Silja Fanney Angantýsdóttir, Adna Mesetovic, Minela Crnac og Anna María Bergþórsdóttir.
 
Framtíðin er björt, áfram Fjölnir
 
#FélagiðOkkar


Jóhann Árni á reynslu hjá Viborg í Danmörku

Jóhann Árni, sem er fæddur árið 2001, er þessa dagana staddur í Danmörku og mun dvelja þar í viku við æfingar hjá danska efstu deildar liðinu Viborg sem leikur í hinni sterku Superliga.

Jóhann Árni hefur leikið tæplega 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var lykilmaður í liði Fjölnis í sumar og var jafnframt valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar.

Þetta er enn eitt spennandi tækifærið sem býðst erlendis fyrir leikmann félagsins og við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis.

 

#FélagiðOkkar


Helgi Sigurðsson þjálfar 2. flokk karla

Helgi Sig hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu. Félagið lýsir yfir mikilli ánægju með þessari ráðningu og býður hann velkominn til starfa.

Helgi hefur eins og allir þekkja náð góðum árangri bæði sem leikmaður á sínum ferli og sem þjálfari ÍBV og Fylkis. Miklar vonir er um að hans reynsla muni hjálpa leikmönnum okkar að stíga en stærri skref í þróun sinni sem framtíðarleikmenn Fjölnis.

Annar flokkur er fjölmennur flokkur sem býr yfir miklum hæfileikum og verður spennandi að fylgjast með þeim leikmönnum næstu árin.

Ásamt Helga í þjálfarateyminu hjá 2. flokki verður Þórir Karlsson sem var í þjálfarateymi 2. flokks í fyrra og hefur þjálfað hér hjá Fjölni undanfarin ár.


Sara Montoro valin í landsliðsúrtakshóp U19

Sara Montoro leikmaður meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu hefur verið valin til að taka þátt í landsliðsúrtaksæfingum U19 kvenna sem koma saman til æfinga 27-29. Nóvember í Skessunni í Hafnarfirði. Í hópnum eru 25 leikmenn. Leikmenn úr þessum æfingahópi verða svo valdir til að taka þátt í tveimur æfingaleikjum gegn Svíþjóð seinna í þessum mánuði. Sara er uppalin Fjölniskona sem hefur spilað 67 KSÍ leiki og skorað 43 mörk. Við óskum henni góðs gengis í komandi verkefni.

 

ÁFRAM FJÖLNIR!

 

#FélagiðOkkar


Starfskraftur óskast í knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Fjölnis leitar að kraftmiklum leiðtoga í yfirþjálfarastarf til að bætast í hóp knattspyrnudeildar. Viðkomandi heyrir undir Barna- og unglingaráð og stjórn knattspyrnudeildar. Fjölnir hvetur fólk óháð kyni að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stefnumótun og yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum
  • Yfirumsjón með uppeldisstarfi og afreksþjálfun
  • Skipulagning á æfingatöflum í samstarfi við núverandi yfirþjálfara
  • Skipulagning og verkaskipting aðstoðarþjálfara
  • Þjálfun eins til tveggja flokka samhliða hlutverki yfirþjálfara
  • Fylgjast reglubundið með leikjum allra flokka og leiðbeina þjálfurum í faglegu starfi
  • Yfirumsjón með knattspyrnu- og tækniskóla félagsins á sumrin
  • Reglulegir samráðsfundir með þjálfurum yngri flokka
  • Reglulegir stöðufundir með barna- og unglingaráði

Menntunar- og hæfnikröfur

  • UEFA-A þjálfaragráða er skilyrði eða þarf að vera í ferli
  • KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráða
  • Reynsla af þjálfun nauðsynleg
  • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
  • Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
  • Hæfileiki til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
  • Brennandi áhugi á knattspyrnu
  • Hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar veita Sævar Reykjalín, formaður BUR, í síma 858-8173 eða á netfanginu fotbolti@fjolnir.is og Arngrímur Jóhann Ingimundarson, yfirþjálfari, í síma 696-3846 eða á netfangið addi@fjolnir.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. október. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sent á netfangið fotbolti@fjolnir.is


Gunnar Már lætur af störfum sem yfirþjálfari

Gunnar Már Guðmundsson hefur ákveðið að láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka karla í knattspyrnu frá og með 20. október 2021.

Hann mun þó áfram sinna starfi sínu sem þjálfari 4. flokks karla.

Gunni Már betur þekktur sem “Herra Fjölnir” hefur verið viðloðinn félagið sem iðkandi eða starfsmaður í tæp 30 ár. Það verður því ónetjanlega mikil eftirsjá af honum. Hann er svo sannarlega Fjölnismaður í húð og hár.

Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf í hlutverki yfirþjálfara og óskum honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

#FélagiðOkkar


Gummi Kalli framlengir!

Gummi Kalli framlengir!

Það er knattspyrnudeild Fjölnis mikil ánægja að tilkynna að Guðmundur Karl Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir félagið enda er um að ræða einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár og verður það vafalaust áfram. Gummi Kalli, sem er einn allra leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur spilað 278 leiki fyrir Fjölni og skorað í þeim 42 mörk, er að vonum ánægður með framlenginguna: “Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samning minn við Fjölni. Mjög spennandi tímabil framundan með nýjum þjálfara sem verður skemmtilegt að vinna með. Einnig verður gaman að fylgjast með þeim fjölmörgu ungu og spræku strákum sem í Fjölni eru þróa sinn leik á næstu árum.”

#FélagiðOkkar


Getraunakaffið hefst aftur á laugardaginn

RAFRÆNT GETRAUNAKAFFI!

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 16. október og alla laugardaga eftir það til og með 18. desember. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.

Við ætlum að vera með 10 vikna hópleik þar sem 8 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is). Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Einfaldast er að tippa í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login. Einnig er hægt að senda raðirnar á 1×2@fjolnir.is fyrir þá sem ekki hafa tök á að tippa gegnum vefsíðurnar.

Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum

Hér má finna sérstaka Facebook grúbbu fyrir Getraunakaffi Fjölnis

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir!

#FélagiðOkkar


Knattspyrnudeild auglýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild aulgýsir eftir þjálfurum

Knattspyrnudeild Fjölnis leitar af metnaðarfullum þjálfurum fyrir 7. flokk kvenna og 2. flokk karla, tvö mjög spennandi verkefni hjá félaginu.

Knattspyrnudeild Fjölnis er ein fjölmennasta deild landsins og starfrækir alla þá karla og kvenna flokka sem í boði eru. Mikill metnaður er hjá knattspyrnudeild Fjölnis sem býr við frábæra aðstöðu fyrir þjálfara og iðkendu á æfingasvæðum félagsins í Egilshöll og Dalhúsum.

Við leitum af áhugasömum og metnaðarfullum þjálfurum að öllum kynjum með framtíðarstarf í huga.

  • 2. flokkur karla samanstendur af yfir 50 iðkendum með tvö A-lið og eitt B-lið en að auki er flokkurinn undirstaða Vængja Júpíters sem mun líklega spila í 3. deild næsta sumar.
  • 7. flokkur kvenna rr ört stækkandi flokkur hjá Fjölni með um 40 iðkendur og æfir við topp aðstæður í Egilshöll.

Áhugasömum er bent á senda ferliskrá á addi@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar

Virðing – Samkennd – Heilbrigði – Metnaður


Uppfært: Strætófylgd í vetur 2021

Við verðum með fylgd í strætó fyrir 1. – 2. bekk í vetur eins og undanfarin ár frá öllum frístundarheimilum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal á æfingar sem eru klukkan 14:40 – 15:30 í Egilshöll. Fylgdin hófst miðvikudaginn 1. september. Greinar sem eru í boði eru fimleikar, handbolti, knattspyrna og körfubolti.

Skráning í fylgdina fer fram á fjolnir.felog.is. Vetrargjald (1. september – 31. maí) er 7.900 kr.

Einnig þarf að upplýsa sínu frístundaheimili. Frítt er í strætó fyrir 11 ára og yngri.

Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilisins hvaða daga barnið á að fara á æfingu. Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni má sjá hér neðar á síðunni. Vinsamlegast skráið barnið í fylgdina og látið frístundaheimilið vita í síðasta lagi deginum áður en æfingin er, ekki er nóg að tilkynna þátttöku samdægurs.

Gott er ef foreldrar hafi tök á að fara með krökkunum í strætó frá frístundarheimilinu og til baka áður en þau fara í sýna fyrstu fylgd.

Við verðum með krakkana úr fylgdinni sér í búningsklefum svo auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.

Fylgdin verður með sama sniði og fyrri ár. Ath. gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á leiðakerfi Strætó. Krakkar sem koma úr Regnbogalandi og Kastala þurfa að labba sjálf út á stoppustöð og til baka frá stoppustöð í frístund eftir æfingar, en það er tekið á móti þeim í vagninum, þeim fylgt á æfingu og til baka aftur. Fylgdarmaður passar upp á að þau fari út á réttri stoppustöð. Sama gildir með Galdraslóð, Fjósið og Úlfabyggð. Starfsfólk frístundarheimilana hafa aðstoðað okkur með fylgdina á stoppustöðvarnar ef þau hafa tök á því. Aðrir skólar fá fylgd frá Frístundarheimilum og til baka. Á mánudögum geta iðkendur úr 7.fl. kk yngri í knattspyrnu komið í fylgdina á æfingu sem hefst kl. 15:30 en foreldrar sækja börnin í Egilshöll eftir æfingu.

Við hvetjum svo foreldra barna í 3. bekk og eldri til að kenna börnum sínum á Strætó.

Í ár er í fyrsta sinn lögð gjaldtaka á fylgdina. Þrátt fyrir styrk frá ÍBR (Íþróttabandalagi Reykjavíkur) þá er kostnaður sem fylgir þessu verkefni of mikill fyrir félagið þar sem styrkurinn nær aðeins yfir hluta kostnaðar.

Upplýsingar um leiðakerfi Fjölnis og Strætó má finna hér