Getraunakaffi Fjölnis hefst aftur

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 8. september og alla laugardaga eftir það til og með 15. desember á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.

Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.

Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum. Allir sem skrá sig eiga möguleika á þátttökuverðlaunum. Dregið er úr skráningum.

Skráning fer fram á 1x2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.

Við ætlum að vera með 15 vikna hópleik þar sem 12 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589

Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1x2@fjolnir.is - einfalt og þægilegt.

Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/

Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!

#FélagiðOkkar


30 ára afmælistreyja til sölu

Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis er sérstök og falleg afmælistreyja til sölu. Afmælistreyjan er endurgerður fyrsti keppnisbúningur félagsins.

Treyjan er fáanleg í öllum stærðum - einnig í barnastærðum. Á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll eru treyjur í S, M, L og XL ef fólk vill koma og máta. Eins verður hægt að máta treyjurnar á öllum næstu heimaleikjum meistaraflokks kvenna og karla.

Á myndunum, til viðmiðunar, þá er Gunnar Már í large treyju og Kristjana er í small treyju.

Verð: 6.990 kr. (ekkert númer eða 88 á bakinu).
Verð: 7.490 kr. (með sérstöku númeri, t.d #4).

Tekið er við pöntunum á netfangið geir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar


Árgangamót

Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis verður haldið glæsilegt árgangamót, sem verður svo árlegt, laugardaginn 11. ágúst á heimavellinum okkar í Dalhúsum. Þetta verður 21 árganga mót, fyrir bæði kynin auðvitað, sá elsti er '78 og yngsti er '98. Spilað verður á fallega grasinu okkar!

Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst kl. 16:00 eftir að Extra mótið klárast sem er fyrr um daginn.
-Allir grasvellir uppsettir með mörkum, merktir og klárir eftir Extra mótið.
-Leikmenn meistaraflokks karla Fjölnis eru ekki gjaldgengir í mótinu sjálfu.
-Spilað verður 1x 12 mín leikur 5 á 5.
-Árgangamótið klárast kl. 17:30.
-Grillaðir hamborgarar&kaldur, verðlaunaafhending og lokahóf á Gullöldinni um kvöldið.
-Tryllt GullaldarPartý langt frameftir nóttu.
-Verð: 3.000 kr. per einstakling. Innifalið grillaðir hamborgarar, kaldur, meldingar og frábær skemmtun.

Allir velkomnir. Ekki láta þig vanta. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir. Ræðið við fyrirliða.

Fyrirliðar hvers árgangs sem sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is. Þá verða einnig sérstakir heiðursgestir sem þið öll þekkið kynntir til leiks bráðlega.

KK
‘98 – Jónas Breki Svavarsson
'97 – Georg Guðjónsson
’96 – Þorgeir Örn Tryggvason
’95 – Jón Andri Guðmundsson
‘94 – Nökkvi Fjalar Orrason
'93 – Hjörleifur Þórðarson
’92 - Páll Dagbjartsson
’91 – Steinar Örn
‘90 – Marinó Þór Jakobsson
'89 – Elvar Örn Guðmundsson
’88 – Ottó Marinó Ingason
’87 – Haukur Lárusson
‘86 – Ingimundur Níels Óskarsson og Þórir Hannesson
'85 – Ivar Bjornsson
’84 – Halldór Fannar Halldórsson
’83 – Gunnar Már Guðmundsson og Andri Steinn Birgisson
‘82 – Óli Páll Snorrason og Ingi Þór Finnsson
'81 – Hinrik Arnarson
’80 – Júlíus Ingi Jónsson
’79 – Jón Trausti Kárason
’78/77 – Gunnar Þór Jóhannesson og Steinar Gudmundsson

KVK
‘98 – Rakel Marín Jónsdóttir
'97 – Agnes Guðlaugsdóttir
’96 – Kamilla Einarsdóttir
’95 – Jónína Björk Bogadóttir
‘94 – Erla Valgerður Birgisdóttir
'93 – Katrín Ragnarsdóttir
’92 – Margrét Kristjánsdóttir og Sigríður Katrín Stefánsdóttir
’91 – Katrín Elfa Arnardóttir
‘90 – Erna Björk Þorsteinsdóttir og Sólveig Daðadóttir
'89 – Dóra Sveinsdóttir
’88 – Jódís Lilja Jakobsdóttir og Oddný Karen Arnardóttir
’87 – Hrefna Lára Sigurðardóttir
‘86 – Gerður Anna Lúðvíksdóttir
'85 – Helena Konradsdottir
’84 – Arna Þórhallsdóttir
’83 – Erla Thorhallsdottir
‘82 – Ása Jónsdóttir og Arna Frímannsdóttir
'81 – Brynja Árnadóttir
’80 – Elín Heiður Gunnarsdóttir
’79 – Sara McGuinness og Ásdís Kristinsdóttir
’78 – Elsý Villa

Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/

#FélagiðOkkar