Ísabella Sara Halldórsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis. Ísabella, sem er fædd árið 2002, kom á láni til okkar fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu eftir að hafa leikið líka með Fylki tímabilið 2020. Þar að auki á hún leiki með Selfossi í meistaraflokk þar sem hún er uppalin. Ísabella hefur leikið samtals 23 KSÍ leiki, þar af 10 með Fjölni á síðasta tímabili. Hún er öflugur varnarmaður sem spilar yfirleitt í stöðu bakvarðar.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen