Stuðningsmannakortin eru komin út og tilbúin fyrir grjótharða Fjölnismenn! Salan er í fullum gangi og eru þrennskonar kort í boði. Um að gera að tryggja sér kort fyrir fyrstu umferð Domino’s deildarinnar sem hefst fimmtudaginn 3. október nk.

Árskortið er miði á alla heimaleiki meistaraflokks kvenna og karla, fyrir utan bikarleiki, ásamt 50% afslætti fyrir einn gest. Verð 20.000 krónur.

Bakhjarl er miði á alla heimaleiki meistaraflokks kvenna og karla, fyrir utan bikarleiki, ásamt 50% afslætti fyrir einn gest. Þar að auki er hægt að boða þjálfara hvers liðs á tvo fundi yfir tímabilið sem og frítt kaffi í leikjum. Verð 35.000 krónur.

Myndakortið er miði á alla heimaleiki meistaraflokks kvenna og karla, fyrir utan bikarleiki, ásamt 50% afslætti fyrir einn gest. Þessu korti fylgir einnig tækifærismyndataka úti eða í stúdíói Ljósmyndir og Myndbönd vorið 2020 (innifaldar 30 fullunnar ljósmyndir í bestu stafrænum gæðum. Verð 40.000 krónur – ath. aðeins 8 kort í boði.

Kortin er hægt að kaupa HÉR og bjóðum við uppá greiðsludreifingu hjá Nóra.

Takk fyrir stuðninginn! Hann skiptir máli.