Þrír nýir leikmenn skrifuðu undir samning við félagið á dögunum.

Azra Cosic fædd 1999. Gríðarlega fljótur vinstri hornamaður sem spilaði 5 leiki í Olís deildinni og 20 leiki í Grill 66 deildinni þar sem hún skoraði 53 mörk.

Ada Kozicka fædd 1999. Gróður sóknarlínumaður og flottur varnarmaður sem á eftir að styrkja okkur verulega. Spilaði 6 leiki í Olís deildinni og 19 leiki í Grill 66 deildinni og skoraði í þeim 76 mörk.

Kolbrún Arna Garðarsdóttir fædd 1996 uppalin í HK og hefur verið viðloðandi meistaraflokk hjá þeim frá því 2015 (7 leikir). Í fyrra spilaði hún 6 leiki í Olís deildinni og 19 leiki í Grill 66 deildinni þar sem hún skoraði 54 mörk. Sterkur leikstjórnandi sem hefur fjölbreyttar árásir og getur leyst margar stöður á vellinum.

Sigurjón þjálfari hafði þetta að segja við undirskriftina; “þetta er frábær viðbót við ungt lið okkar og á eftir að styrkja okkur verulega í komandi átökum. Allar þessar stelpur smellpassa inn í leikstíl liðsins og hvernig við ætlum okkur að spila í vetur og hlakka ég til þess að sjá þær í Fjölnistreyjunni í næsta leik.

Við minnum á tvíhöfðann á morgun þar sem stelpurnar taka á móti ÍBV U kl. 18:00 og strákarnir spila gegn Fram kl. 20:00.

#FélagiðOkkar