Viktor Máni Steffensen hefur framlengt samning sinn við Fjölni og mun leika áfram með liðinu á næsta tímabili.  Viktor, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur jafnframt  verið valinn í æfingahópa yngri landsliða KKÍ.

Viktor hefur verið mikið frá vegna hnémeiðsla síðustu tvö tímabil en átti frábæra innkomu í lok síðasta keppnistímabils og segir liðið í stakk búið að fara upp í Subway deildina.  ,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir komandi vetri og mér líst vel á hópinn sem samanstendur af ungum og efnilegum strákum undir stjórn virkilega góðs þjálfara.  Við ætlum okkur alla leið og hlakka ég virkilega til að hefjast handa á því verkefni,” sagði Viktor þegar hann skrifaði undir á dögunum.

 

Kkd Fjölnis