Aðalfundur Fjölnis
Aðalfundur Fjölnis fór fram miðvikudaginn 15. mars kl. 17:00 í félagsrými Fjölnis í Egilshöll.
Fyrir fundinn var haldinn fundur með heiðursfélögum, https://fjolnir.is/felagid-okkar/heidursfelagi/ og heiðursforsetum, https://fjolnir.is/felagid-okkar/heidursforsetar/. Mæting var góð og sköpuðust skemmtilegar umræður.
Fundurinn gekk vel og viljum við þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir gott og þarft starf. Við bjóðum nýja stjórnarmeðlimi velkomna en þeir eru, Gunnar Jónatansson, Trausti Harðarson og Gunnar Ingi Jóhannsson. Nýkjörna aðalstjórn má sjá hér, https://fjolnir.is/felagid-okkar/adalstjorn/.
Við viljum einnig þakka gestum okkar, Guðmundi Sigurbergssyni frá UMFÍ og Lilju Sigurðardóttur frá ÍBR.
Gerð var breyting á 15. grein laga félagsins:
“Heiðursveitingar UMFF eru: Silfurmerki, Gullmerki, heiðursfélagi UMFF og heiðursforseti UMFF. Heiðursráð Fjölnis skipa heiðursforsetar félagsins og heiðursfélagar Fjölnis. Heiðursráð er aðalstjórn félagsins til ráðuneytis og kemur saman að óska aðalstjórnar. Aðalstjórn setur nánari reglur um starfsemi heiðursráðs. Stjórn félagsins tekur ákvarðanir um heiðursveitingar og setur nánari reglur um þær. Tilkynna skal um heiðursveitingar á aðalfundi.”
Eftirfarandi breytingatillaga var lögð fram og samþykkt á fundinum:
“Heiðursveitingar Fjölnis eru: silfurmerki, gullmerki, heiðursfélagi Fjölnis og heiðursforseti Fjölnis. Heiðursráð Fjölnis skipa heiðursforsetar félagsins og heiðursfélagar Fjölnis. Heiðursráð er aðalstjórn félagsins til ráðuneytis og kemur saman að óska aðalstjórnar. Aðalstjórn setur nánari reglur um starfsemi heiðursráðs. Stjórn félagsins tekur ákvarðanir um heiðursveitingar og setur nánari reglur um þær. Tilkynna skal um heiðursveitingar á aðalfundi og/eða á sérstakri uppskeruhátíð félagsins ár hvert.”
——————————
Aðalfundur Fjölnis fer fram miðvikudaginn 15. mars kl. 17:00. Fundurinn verður í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll.
Framboð stjórnarmanna þarf að berast til gummi@fjolnir.is eigi síðar en 10. mars.
Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 10. mars.
Dagskrá:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál
8. grein
Stjórn félagsins er skipuð sjö mönnum og allt að tveimur til vara. Kosning til stjórnar skal fara þannig fram:
1. a) kosning formanns til eins árs,
2. b) kosning sex meðstjórnenda til tveggja ára, þannig að þrír eru kosnir á hverju ári,
3. c) kosning tveggja manna í varastjórn til eins árs.
Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar. Tilkynningar um framboð til formanns og meðstjórnenda félagsins skulu berast framkvæmdarstjóra félagsins minnst 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.
Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga.
Á aðalfundi skulu einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa einn löggiltan endurskoðanda.
Lög Fjölnis má finna hér
Sunddeild Fjölnis leitar að þjálfara!
Sunddeild Fjölnis leitar að metnaðarfullum þjálfara. Mikið uppbyggingarstarf er hjá deildinni þar sem megin markmið eru að fjölga iðkendum og bjóða upp á fyrsta flokks æfingaumhverfi fyrir það unga og efnilega sundfólk sem æfir hjá sunddeild Fjölnis. Um er að ræða 30-50% starf, með möguleika á hærra starfshlutfalli.
Starfslýsing þjálfara
Helstu verkefni þjálfara eru að:
- þjálfa hópa á aldursbilinu 7-13 ára
- aðstoða yfirþjálfara í þeim verkefnum sem hann setur fyrir, leysa af í sundskóla og vera á mótum sé þess óskað
- taka virkan þátt í uppbyggingu deildarinnar, afla sér faglegrar þekkingar og styðja
sundfólkið í að ná framförum í sinni íþrótt.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- þekking og reynsla af sundi og sundþjálfun og/eða menntun á sviði sundþjálfunar er kostur
- þjálfararéttindi 1 og 2 frá ÍSÍ
- góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
- metnaður og frumkvæði
- góð íslenskukunnátta
- hreint sakavottorð
- lágmarksaldur 20 ára
Nánari upplýsingar veitir stjórn deildarinnar á netfanginu sund@fjolnir.is og formaður deildarinnar Aníka Lind Björnsdóttir s. 867-4371.
Senda skal umsóknir ásamt menntunar- og ferilskrá á netfangið sund@fjolnir.is fyrir 1. apríl 2023. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Frítt að æfa sund fyrir börn á aldrinum 7-10 ára í mars!
Sunddeild Fjölnis býður börnum á aldrinum 7-10 ára að æfa frítt í mars í útilaug Grafarvogslaugar. Þau sem vilja halda áfram að æfa eftir mars borga 40% af æfingagjöldum annarinnar sem eru 27.000 kr.
Kristinn þjálfari tekur vel á móti ykkur.
Tilkynna má þátttöku til Kristins með skilaboðum í síma 848-8566 með nafni barns eða bara mæta á staðinn.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Íshokkínámskeið fyrir stelpur
Íshokkídeild Fjölnis býður öllum stelpum fæddum 2010-2017 á frítt stelpunámskeið 20.-27. mars. Skipt verður í tvo hópa, eldri og yngri hóp.
Eldri hópurinn er fyrir stelpur fæddar 2010-2013 og yngri hópurinn fyrir stelpur fæddar 2014-2017
Dagskrá:
Mánudagur
18:00-18:50 – Báðir hópar
Þriðjudagur
18:00-19:00 – Báðir hópar
Fimmtudagur
17:45-18:30 – Yngri hópur
18:30-19:20 – Eldri hópur
Laugardagur
11:00-12:00 – Báðir hópar og veisla eftir á!
Hvetjum allar áhugasamar stelpur til að nýta sér þetta tækifæri til að prófa íshokkí FRÍTT, hægt er að fá lánaðar allar græjur! HÉR fer skráning fram
Hlökkum til að sjá ykkur!
Fjáröflun Fjölnis 15. ferbúar til 3. mars 2023
Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst iðkendum að selja flottar vörur í fjáröflun til að safna fyrir næstu keppnum og leikjum og styðja við sína deild og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.
Vegleg verðlaun í boði fyrir þrjá söluhæstu:
1. Stolt Grafarvogs peysa og gjafabréf fyrir 4 í MiniGarðinn
2. Keppnistreyja A landsliðs kvenna í handbolta frá Andreu Jacobsen
3. Puma varningur
Iðkendur sem æfa fleiri en eina íþrótt geta safnað fyrir fleiri en eina deild.
Sölutímabilið stendur yfir frá 15. febrúar – 3. mars. Nánari upplýsingar er að finna HÉR
Nýkjörnar stjórnir, framboð og næstu fundir
Aðalfundir fimleika-, íshokkí-, körfubolta- og sunddeilda fóru fram síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag.
Á fundi fimleikadeildar var einhver breyting á en nöfn stjórnarinnar koma inn seinna.
Á aðalfundi íshokkídeildar var nokkuð um breytingar á stjórninni. Elín D. Guðmundsdóttir tekur við sem formaður. Þau Margrét H. Ásgeirsdóttir, Karvel Þorsteinsson, Hallur Árnason, Kristján V. Þórmarsson og Birkir Björnsson hlutu öll sæti í meðstjórnenda og Ásta Hrönn Ingvarsdóttir skipar sæti varamanns stjórnar.
Á aðalfundi körfuboltadeildar var ný stjórn kosin. Salvör Þóra Davíðsdóttir tekur við sem formaður deildarinnar. Þau Magnús Dagur Ásbjörnsson, Jón Pétur Zimsen, Marteinn Þorvaldsson, Smári Hrafnsson, Arnar B. Sigurðsson, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson og Alexander Þór Hafþórsson hlutu sæti meðstjórnenda.
Fjölnir býður nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna og þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Aðalfundur sunddeildarinnar fór fram fimmtudaginn 9. febrúar, ekki tókst að kjósa formann né meðstjórnendur og verður því boðað til framhaldsaðalfundar mánudaginn 20. febrúar kl. 20:00.
Í næstu viku fara fram aðalfundir knattspyrnu-, listskauta-, karate- og handboltadeildar.
Á mánudag kl. 17:00 fer aðalfundur knattspyrnudeildar fram. Þau framboð sem hafa borist eru eftirfarandi:
Björgvin Bjarnason gefur kost á sér sem formaður knattspyrnudeildar
Eftirfarandi hafa gefið kost á sér í stjórn:
Árni Hermannsson
Hjörleifur Þórðarson
Trausti Harðarson
Arnar Freyr Reynisson
Sigursteinn Brynjólfsson
Sigríður María Jónsdóttir
Til varamanns stjórnar:
Brynjar Bjarnason
Frestur til framboða í stjórn knattspyrnudeildar er liðinn en framboð til stjórna verða að berast fimm dögum fyrir aðalfund. Hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.
Aðalfundur listskautadeildar fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18:00. Engin framboð til stjórnar hafa borist en frestur til framboða lýkur í dag (föstudaginn 10. febrúar).
Aðalfundur karatedeildar fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20:00. Allir gefa kost á sér að nýju í stjórn deildarinnar að undanskildum Friðriki Magnússyni. Sigríður Jóna Ólafsdóttir gefur kost á sér sem meðstjórnandi.
Aðalfundur handknattleiksdeildar fer fram fimmtudaginn 16. febrúar kl. 18:00. Engin framboð hafa borist en frestur til framboða lýkur á morgun (laugardaginn 11. febrúar). Öll framboð skulu sendast á gummi@fjolnir.is
Við minnum á að hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.
Aðalfundir deilda - framboð og næstu fundir
Aðalfundir skák- og frjálsíþróttadeildar fóru fram síðasta mánudag. Á fundi skákdeildar var öll stjórn endurkjörin. Helgi Árnason var endurkjörinn formaður, Erlingur Þorsteinsson varaformaður, Margrét Cela ritari, Jóhann Arnar Finnsson gjaldkeri og Gunnlaugur Egilsson meðstjórnandi. Til varamanns stjórnar var Aneta Kamila Klimaszweska kjörin.
Á aðalfundi frjálsíþróttadeildar voru fjórir nýir stjórnarmeðlimir kjörnir. Sigurgeir Björn Geirsson tekur við sem formaður, Auður Aðalbjarnardóttir var endurkjörin varaformaður, Kristín Rut Kristinsdóttir kemur ný inn sem meðstjórnandi, Vilhjálmur Jónsson tekur við sem fulltrúi skokkhóps og Ágúst Jónsson var endurkjörinn í meðstjórn.
Fjölnir býður nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna og þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Hinar níu deildir Fjölnis halda sína aðalfundi nú á næstu dögum. Í dag, miðvikudag, verða fundir fimleika- og íshokkídeildar og á morgun, fimmtudag, verða fundir körfuknattleiks- og sunddeildar. Frestur til framboða í þær deildir er liðinn en framboð til stjórna verða að berast fimm dögum fyrir aðalfund. Hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.
Þau framboð sem hafa borist í stjórn fimleikadeildar Fjölnis eru eftirfarandi:
Helga Ásdís Jónasdóttir gefur kost á sér á ný sem formaður deildarinnar.
Gunnar Bjarnason og Álfheiður Sif Jónasdóttir gefa einnig kost á sér á ný í stöðu meðstjórnenda.
Tanya Helgason gefur kost á sér í stöðu meðstjórnanda
Þau framboð sem borist hafa í stjórn íshokkídeildar Fjölnis eru eftirfarandi:
Elín D. Guðmundsdóttir gefur kost á sér í stöðu formanns
Gróa Björg Gunnarsdóttir býður sig fram sem meðstjórnanda.
Þau framboð sem borist hafa í stjórn Körfuknattleiksdeild Fjölnis eru eftirfarandi:
Í stöðu formanns hafa borist tvö framboð, Salvör Þóra Davíðsdóttir og Jón Ólafur Gestsson
Eftirfarandi hafa boðið sig fram sem meðstjórnendur:
Magnús Dagur Ásbjörnsson
Smári Hrafnsson
Jón Pétur Zimsen
Marteinn Þorkelsson
Arnar B. Sigurðsson
Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson
Jón Ólafur Gestsson (ef ekki formaður)
Til varamanns stjórnar:
Alexander Þór Hafþórsson
Jón Ólafur Gestsson (ef ekki í stjórn)
Á mánudag, 13. febrúar, verður aðalfundur knattspyrnudeildar haldinn. Þau framboð sem hafa borist eru eftirfarandi:
Björgvin Bjarnason gefur kost á sér sem formaður knattspyrnudeildar
Eftirfarandi hafa öll gefið kost á sér í stjórn:
Árni Hermannsson
Hjörleifur Þórðarson
Trausti Harðarson
Arnar Freyr Reynisson
Sigursteinn Brynjólfsson
Sigríður María Jónsdóttir
Til varamanns stjórnar:
Brynjar Bjarnason
Enn er hægt að bjóða sig fram í stjórn knattspyrnudeildar en tekið er á móti framboðum þar til 5 dögum fyrir aðalfund. Við minnum einnig á að hægt verður að bjóða sig fram í laus sæti á aðalfundunum sjálfum.
Guðlaug Ásgeirsdóttir gengur til liðs við Fjölni
Guðlaug Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við Fjölni. Guðlaug, sem er fædd árið 2005, er uppalin hjá Val en kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Guðlaug er kantmaður, fljót og vinnusöm og með auga fyrir mörkum og stoðsendingum. Hún á að baki 30 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 4 mörk.
Knattspyrnudeild Fjölnis fagnar komu Guðlaugar og bindur miklar vonir við þennan hæfileikaríka leikmann.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Lovísa María Hermannsdóttir
Fjölnir hefur samið við Lovísu Maríu Hermannsdóttur út tímabilið 2024. Lovísa, sem er fædd árið 2001, er uppalin hjá FH en lék á síðasta tímabili með ÍH í 2. deild. Hún hefur samtals leikið 17 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark. Lovísa er sókndjarfur hægri bakvörður og er frábær viðbót við þann unga og spennandi sem við erum að byggja upp.
Það er því mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka leikmann sem verður spennandi að fylgjast með í sumar. Knattspyrnudeild Fjölnis hlakkar til komandi tíma saman og væntir mikils af samstarfinu
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis
Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis fer fram miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.
Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn.
Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál
Hlökkum til að sjá ykkur
