Heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem taka gildi frá og með 7. október og til og með 19. október.

Áhrif þeirra á starf Fjölnis:

Íþróttir utandyra

  • Íþróttir utandyra þ.m.t. æfingar og keppnir eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu.
  • Nánari útlistun fyrir börn fædd 2005 og síðar er neðar í fréttinni.

Íþróttir innandyra

  • Íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
  • Nánari útlistun fyrir börn fædd 2005 og síðar er neðar í fréttinni.

Börn fædd 2005 og síðar

  • Æfingar eru heimilar, utan- og innandyra.
  • Keppnisviðburðir eru óheimilir, utan- og innandyra.
  • Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldatakmörk ekki við um þennan hóp.

Svæði Fjölnis

  • Skrifstofa: hefðbundinn opnunartími en við beinum því til fólks að hafa samband á skrifstofa@fjolnir.is eða á símatíma á þriðjudögum milli kl. 9 og 12.
  • Egilshöll: æfingar samkvæmt ofangreindum reglum.
  • Dalhús: æfingar samkvæmt ofangreindum reglum.
  • Fundabókanirbóka þarf sérstaklega í gegnum arnor@fjolnir.is.

 

Æfingatafla – Dalhús

Æfingatafla – Egilshöll

 

Við minnum á almennar sóttvarnir. Gerum þetta vel og þá sjáum við vonandi starfið fara aftur á fullt innan skamms.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar