Haustönn hefst

Tímasetningu æfinga má finna á heimasíðu deildarinnar undir valmyndinni Hópar.

  • Þau sem eru að byrja núna velja sér Byrjendahóp 5-8 ára, 9-16 ára eða 16+ ára.
  • Þau sem hafa áður lokið önn og gráðun velja sér  Framhaldshóp miðað við aldur.

Fyrstu æfingar byrja 3. september.

Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.

Hvernig skrái ég mig?

Við skráum iðkendur í einn af þremur flokkum; Byrjendur, Framhald og Fjörkálfa.
  •  Byrjendur er einungis fyrir þá sem eru að hefja iðkun.
  •  Framhald er fyrir þá sem lokið hafa einhverri gráðun (beltaprófi) hjá Fjölni.

Muna að skrá frístundastyrk hjá þeim sem geta nýtt hann. https://fjolnir.felog.is/

Drífum skráninguna af núna!


Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020

Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.

Allar skráningar fara fram  í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!

#FélagiðOkkar


NÚ BYRJAR GAMANIÐ! .... AFTUR

Mánudaginn 4.maí hefjum við æfingar aftur í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisráðherra, þó með þeim breytingum sem við útlistum hér að neðan. Í ljósi alls þessa sem gengið hefur á munum við lengja æfingatímabilið frá því sem sem stóð til fram í miðjan júní – en nákvæm lokadagsetning verður auglýst síðar. Markmið okkar er að allir verði áfram með aðstöðu til að taka beltapróf á réttum tíma.

Við byrjum barnastarfið með sama hætti og áður var, samkvæmt sömu stundarskrá. Fyrstu æfingar verða haldnar hjá byrjendum á mánudeginum og svo framhaldshóparnir frá þriðjudeginum. Frístundafylgdin er ekki enn hafin, en við munum tilkynna um hana um leið og hún er i boði og þá hefja Fjörkálfanámskeiðið aftur.

Fullorðinsstarfið (eldri en 16 ára) verður með breyttu sniði. Þar sem ekki er hægt að vera með fleiri en 4 á æfingu innanhúss eða 7 utanhúss, hljóðar núverandi áætlun upp á að þjálfarar boði til æfinga á Facebook hópum félagsins innan dagsins. Þær æfingar verði þá haldnar útivið – á svæðinu við Egilshöll, nema annað sé auglýst sérstaklega. Í ljósi þess að um útiæfingar verður að ræða mun veðurfarið spila einhvern þátt í hversu margar æfingar verður hægt að halda.

Breytingar frá því sem verið hefur:

  • Þeir sem eru að koma í karatesalinn þurfa að ganga um suðurinngang í Egilshöll (aðalinngang). Þannig á að reyna að takmarka samgang eftir því sem hægt er.
  • Enginn kemur inn í sal nema þeir sem eru að fara á æfingu (foreldrar skila iðkendum af sér við innganginn og koma ekki inn í salinn).
  • Við dyrnar í æfingaraðstöðuna verður sótthreinsivarningur, gert er ráð fyrir að iðkendur noti hann bæði fyrir og eftir æfingar. Iðkendur þurfa jafnframt að gæta fyllsta hreinlætis fyrir og eftir æfingar.
  • Á æfingum verður miðað við að gera æfingar þar sem ekki er þörf á miklum líkamlegum snertingum.
  • Þjálfararnir munu aðstoða yngstu iðkendurnar við að virða ofangreint – við óskum jafnframt eftir því að foreldrar ræði þessar breytingar við krakkana.

Beltapróf eru svo fyrirhuguð sem hér segir.

  • Beltapróf – fara fram 2. vikuna í maí. 11.-16. maí
  • Brúnbeltaprófin sem fara áttu fram í apríl, fara fram laugardaginn 30. maí.

Hlökkum ósegjanlega til að sjá ykkur öll aftur.

Hvetjum ykkur til að fylgjast með heimasíðu Fjölnis til að sjá nánari útlistun á hvernig aðgengi að húsinu verður stýrt.

#FélagiðOkkar

Æfingaáætlun Karatedeildar vorið 2020


Góður árangur karatedeildar á RIG

Um helgina lauk keppni í Karate á Reykjavik International Games (RIG), Fjölnisfólki gekk vel og náðist góður árangur.

Eftirfarandi unnu til verðlauna:

Kata Cadet kvenna

Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur

Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, brons

Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons

Kata 13 ára pilta

Kjartan Bjarnason, silfur

Kumite, Senior kvenna +61kg

Rán Ægisdóttir, silfur

Kumite, Cadet kvenna +47kg

Eydís Magnea Friðriksdóttir, brons

Við óskum okkar fólki til hamingju með árangurinn um leið og við þökkum mótsstjórn fyrir góða framkvæmd.


Fríir prufutímar í karate

Vertu velkomin til okkar í næstu viku til að prófa nýja og spennandi íþrótt.


Skráning á vorönn er hafin

Höfum opnað fyrir skráningar. https://fjolnir.felog.is/

Hvenær á ég að mæta á æfingu?

Tímasetning æfinga má finna á heimasíðu deildarinnar undir valmyndinni Hópar. En eru þær sömu og fyrir áramót.

  • Þeir sem byrjuðu iðkun haustið 2019 eða eru að byrja núna velja sér Byrjendahóp 5-8 ára, 9-16 ára eða 16+ ára.
  • Þeir sem hófu æfingar fyrir haustið 2019 velja sér sömuleiðis Framhaldshóp miðað við aldur.
  • Fjörkálfar sem fá strætófylgd frá frístundaheimili æfa samkvæmt áætlun og byrja 8. janúar.
Æfingaáætlun Karatedeildar vorið 2020

Fyrstu æfingar byrja 7. janúar og lýkur 28. maí.

Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.

Hvernig skrái ég mig?

Við skráum iðkendur í einn af þremur flokkum; Byrjendur, Framhald og Fjörkálfa.
  •  Byrjendur er einungis fyrir þá sem hófu iðkun haustið 2019 eða byrja nú eftir áramót.
  •  Framhald er fyrir þá sem hófu iðkun fyrir síðasta haust.
  • Fjörkálfar er fyrir 6-8 ára börn sem fá strætófylgd frá og til frístundaheimilis, hafa þarf samráð við frístundaheimili.

Muna að skrá frístundastyrk hjá þeim sem geta nýtt hann. https://fjolnir.felog.is/

Drífum skráninguna af núna!

Athugið, þar sem vorönnin er tvöfalt lengri en haustönnin eru gjöldin því sem nemur hærri á vorönn.

Eins og á síðustu önn bjóðum við upp á strætófylgd frá frístundaheimili fyrir 6 og 7 ára úr Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal á mánudögum og miðvikudögum. Frábært tækifæri fyrir byrjendur og framhaldsiðkendur að nýta eftirmiðdegið á mánudögum og miðvikudögum.


Karatefólk ársins 2019

Karatekona ársins:
Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís Magnea Friðriksdóttir

Eydís hefur, þrátt fyrir ungan aldur sýnt mikið keppnisvilja. Árið í ár var henni gott, og hún sýndi sig fremsta meðal jafningja þegar hún varð íslandsmeistari í sínum flokki í kata og náði svo skömmu síðar silfurverðlaunum á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite. Auk þessa, vann Eydís til bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í kata.

Eydís starfar sem aðstoðarþjálfari hjá karatedeildinni og er meðlimur í Afrekshópi hennar. Hún er jafnframt fastur meðlimur karatelandsliðsins og var valin til að taka þátt fyrir hönd Íslands á fjölda móta erlendis þetta árið.

Metnaður og Virðing eru þau gildi Fjölnis sem Eydís hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar.

Karatemaður ársins:
Gabríel Sigurður Pálmason

Karatemaður ársins 2019

Þetta árið var mjög hörð samkeppni innan deildarinnar um titilinn Karatemaður ársins. Á árinu náði Gabríel bronsi á Íslandsmeistaramóti bæði í kata og hópkata. Auk tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á GrandPrix mótum ársins. Hann vann jafnframt til fjölda verðlauna á Kobe Osaka mótinu í Skotlandi á seinni hluta ársins. Gabríel er upprennandi afreksíþróttamaður sem sannar að sjálfsagi og einbeiting skilar árangri.

Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.


Smáþjóðaleikarnir í karate um helgina

Um helgina verða Smáþjóðaleikarnir í Karate þar sem 340 iðkendur mæta til leiks. Næstum 100 íslenskum iðkendum gefst færi á að keppa og eigum við Fjölnisfólk 4 þátttakendur. Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að koma og styðja við bakið á okkar fólki.

https://www.visir.is/g/2019190919399?fbclid=IwAR00zGjfzOB1ETwQ_eqXAtwloeAEy3JnURw4F-_qW5H5eNfwmn0BpviiY0Y


Upplýsingar fyrir byrjendur

Sæl ágætu aðstandendur,
Í ljósi þess að nú fara æfingar að hefjast er rétt að upplýsa aðeins nánar um tilhögunina hjá byrjendunum.

Æfingar hefjast mánudaginn 9. september klukkan 17 fyrir 6-8 ára og 17:45 fyrir 9-14 ára byrjendur. Hjá Fjörkálfunum sem fá fylgd í Strætó frá frístundaheimilunum eru æfingarnar milli 14:40 og 15:30. Starfsfólk frístundaheimila mun sjá til þess að krakkarnir komist í strætó þar sem tekið verður á móti þeim (munið að þau  þurfa að hafa strætómiða). Krakkarnir verða svo komnir aftur á frístundaheimilin fyrir kl 16.
Síðustu æfingar annarinnar eru svo mánudaginn 9. desember.

Æfingarnar fara fram í sal Karatedeildarinnar í kjallara Egilshallar. Í anddyri hallarinnar eru merkingar á veggjunum sem eiga að leiða á réttan stað.

Í fyrstu tímunum er í góðu lagi að mæta í léttum íþróttaklæðnaði og berfætt(ur). En fljótlega þarf að verða sér út um karategalla. Þá er hægt að kaupa karategalla í sal hjá þjálfara og millifæra greiðslur á reikning deildarinnar.


Höfum opnað fyrir skráningar

Höfum opnað fyrir skráningar. https://fjolnir.felog.is/

NÝTT: Við bjóðum nú upp á strætófylgd frá frístundaheimili fyrir 6 og 7 ára úr Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal á mánudögum og miðvikudögum. Frábært tækifæri fyrir byrjendur og framhaldsiðkendur að nýta eftirmiðdegið á mánudögum og miðvikudögum.

Hvenær myndir þú æfa?

Byrjendanámskeið eru á mánudögum og miðvikudögum en þeir sem áður hafa verið skráðir í námskeið og farið í einhverja gráðun eru á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.

Fyrstu æfingar byrja 3. september.

Iðkendur geta að sjálfsögðu nýtt frístundastyrk.

Drífum skráninguna af núna! https://fjolnir.felog.is/