Uppskeruhátið Fjölnis fór fram þann 13. desember að viðstöddum stórum hópi íþrótta- og stuðningfólks. Stóru fréttirnar voru þar að okkar maður, Gabríel Sigurður Pálmason afreksmaður hjá Karatedeild Fjölnis var valinn íþróttakarl ársins. Það var sérlega ánægjulegt að sjá Gabríel hljóta þessa viðurkenningu fyrir þá miklu vinnu sem hann hefur lagt í undanfarin ár. En á meðal sigra hans árið 2023 voru Íslandsmeistaratitill í kata, ásamt fjölda verðlauna sem hann hlaut á hinum ýmsu mótum innanlands og utan.

Við óskum Gabríel innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Mynd: Kristján U Kristjánsson.