Átakið #BreytumLeiknum

Handknattleikssamband Íslands hóf í síðustu viku átakið Breytum leiknum sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum.

Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja að æfa handbolta, og stunda íþróttir lengur og skapa þannig heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eigi sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir. Með átakinu vill HSÍ ýta undir iðkun ungra stúlka bæði með meiri umfjöllun og betri umgjörð.

Einungis 4% af allri íþróttaumfjöllun í heiminum er um konur sem vekja óneitanlega upp margar spurningar. Þær einskorðast ekki einungis við íþróttavöllinn, heldur eiga rætur að rekja til stærra samfélagslegs samhengis og rótgróinna venja.

Fjórtán ára stelpur eru tvisvar sinnum líklegri til að hætta í íþróttum en strákar og þegar þær ná sautján ára aldri er helmingur stelpna alveg hættur að æfa, samkvæmt erlendri tölfræði. Um 78% af þeim stelpum sem hættu sáu ekki neina framtíð fyrir sér í íþróttum eða töldu sig ekki nægilega góðar.

Samfélagslegur ávinningur af aukinni þátttöku stelpna í íþróttum er mikill. Rannsóknir sýna að íþróttir ýta undir sterkari sjálfsímynd krakka og eru mikilvæg forvörn gegn neyslu vímuefna. Jákvæð tengsl eru jafnframt á milli íþrótta og góðrar andlegrar heilsu, þær byggja upp aga og félagsfærni en nýlegar kannanir benda til þess að þar séu íslensk börn eftirbátar annarra.

https://www.youtube.com/watch?v=XbCMXq84_FE


Fjölnir semur við Egil og Elvar

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur skrifað undir tveggja ára samninga við tvo unga og efnilega leikmenn; Egil Val R. Michelsen og Elvar Þór Ólafsson. Báðir leikmennirnir voru hluti af frábærum árangri 3.flokks karla árið 2019 þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari.
Egill Valur er fæddur árið 2000 og er markvörður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Egill leikið þrjú tímabil í meistaraflokki. Hann staldraði stutt við í Gróttu tímabilin 2016-2018 þar sem hlaut eldskírn sína með meistaraflokki, bæði í 2.deildinni og í Olísdeildinni. Undanfarin tvö árin hefur hann verið mikilvægur hlekkur í Fjölni U ásamt að hafa leikið þrjá leiki í Olísdeildinni með Fjölni í fyrra.
Elvar Þór er fæddur árið 2001 og getur spilað báðar skyttustöðurnar. Elvar hóf sinn meistaraflokkferil með Fjölni U í Grill 66-deildinni í fyrra. Þar skoraði hann þrjú mörk í fimm leikjum.
Guðmundur Rúnar Guðmundsson er ánægður með leikmennina og undirritun samninga við þá: "Egill og Elvar eru bráðefnilegir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru harðduglegir og munu uppskera samkvæmt því í vetur. Ég er ánægður með að þeir verði hjá okkur næstu tvö árin".

Handboltaæfingar hefjast

Æfingar hjá yngstu flokkum Handknattleiksdeildar Fjölnis hefjast mánudaginn 24.ágúst. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á töflunni frá því að hún var fyrst gefin út.
 
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur verið í örum vexti undanfarin ár og er það frábærum og vel menntuðum þjálfurum okkar að þakka.
 
Við hlökkum til að taka á móti krökkum sem vilja koma og prófa handboltann hjá okkur. Krakkarnir munu ekki sjá eftir því !
 
Allar upplýsingar um starfið er hægt að finna á heimasíðu Fjölnis eða með því að senda tölvupóst á netfangið handbolti@fjolnir.is.
Áfram Fjölnir !
 

Afreksskóli Fjölnis 2020

Afreksskóli Fjölnis í handbolta fer fram 4. - 20.ágúst í Fjölnishöllinni. Skráningin fer fram í gegnum vefverslun Fjölnis (https://fjolnir.felog.is/verslun). Hægt er að skrá sig á einstakar vikur.

Verð og námskeiðsdagar:

4. - 6.ágúst / 5900 kr

11. - 13.ágúst / 5900 kr

18. - 20.ágúst / 5900 kr
Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 12.900 kr

**ATH BREYTING**

Æfingarnar eru kl. 12:00-13:00 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og henta vel samhliða hefðbundnum handboltaæfingum sem hefjast eftir verslunarmannahelgi. Afreksskólinn verður sambland af fræðsluerindum og handboltaæfingum.

Afreksskólinn er fyrir þá sem verða í 7. - 10.bekk næsta vetur eða í 5. og 4.flokki félagsins.

Þjálfari Afreksskólans er Andri Sigfússon yfirþjálfari handknattleiksdeildar.


Handboltaskóli Fjölnis 2020

**ATH BREYTING**

Skólinn er frá kl. 09:00-12:00.

Handboltaskóli Fjölnis fer fram 4. - 21.ágúst nk. í Fjölnishöllinni. Skólinn er jafnt fyrir þá sem æfa hjá Fjölni og líka fyrir byrjendur.

DAGSETNINGAR OG VERÐ

4. - 7. ágúst / 5520 kr

10. - 14.ágúst / 6900 kr

17. - 21.ágúst / 6900 kr
Ef allar vikurnar eru teknar kostar það 15.900 kr

KLUKKAN HVAÐ?
13:00-16:00

HVAR?
Fjölnishöllin (nýja íþróttahúsið í Egilshöll)

HVERJA?
Stráka og stelpur sem eru að fara í 1. - 6.bekk næsta vetur. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir

ÞJÁLFARAR
Dóra Sif Egilsdóttir er aðalleiðbeinandi. Andri Sigfússon er skólastjóri. Auk þeirra koma þjálfarar deildarinnar að þjálfun á námskeiðinu.

SKRÁNING
Fer fram í vefverslun Fjölnis (https://fjolnir.felog.is/verslun)

Byrjum veturinn með stæl og tökum þátt í handboltaskóla þar sem skemmtilegar og gagnlegar æfingar verða í fyrirrúmi.

Hægt er að skrá sig á einstakar vikur í handboltaskólnum. Einnig er hægt að skrá sig á heils dags námskeið og para þá námskeiðið með frístund sem yrði þá fyrir hádegi.


Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020

Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.

Allar skráningar fara fram  í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!

#FélagiðOkkar


Vorhátíð handknattleiksdeildar

Það voru hressir iðkendur sem mættu á Vorhátíð Fjölnis og Fjölnirs/Fylkis til að fagna lokum handboltatímabilsins í Dalhúsum 3. júní sl. Vorhátíðin er árlegur viðburður sem handhnattleiksdeildin stendur fyrir og var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana.

Iðkendum var skipt upp í þrjá hópa og komu yngstu iðkendurnir fyrstir. Veðrið leik við okkur þennan daginn og hægt var að njóta útverunnar í skemmtilegum leikjum. Flestir spreyttu sig á hraðskotamælingu og skemmtu sér vel í hoppukastalanum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og með því og því engin átt að fara svangur heim.

Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjöl og einnig voru veittar einstaklings viðkenningar m.a. fyrir góðar framfarir, ástundun og fyrir að skara fram úr á öðrum sviðum. Þeir iðkendur sem voru valdir í afrekshópa á vegum HSÍ og í landsliðshópa á tímabilinu voru heiðraðir með rós fyrir góða frammistöðu.

Handknattleiksdeild Fjölnis óskar iðkendum og forráðamönnum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá alla aftur í ágúst.


Þrjár stelpur semja við Fjölni/Fylki

Þrjár stelpur fæddar 2003 hafa samið við Fjölni/Fylki í handbolta.

Þær koma allar frá ÍR.

Aníta Rut Sigurðardóttir – skytta

Elín Kristjánsdóttir – miðja

Margrét Þórhallsdóttir – horn

Þær urðu deildameistarar í efstu deild fyrir ári síðan og komust í úrslit í bikarkeppni yngri flokka.

#FélagiðOkkar


Vorhátíð handknattleiksdeildar

Vorhátíð handknattleiksdeildar fer fram miðvikudaginn 3.júní nk. Vorhátíðin fer fram í hátíðarsalnum í Dalhúsum og verður þrískipt þetta árið.

Flokkunum verður skipt upp eftirfarandi:

8. - 7. flokkur karla og kvenna / kl. 17:30-18:30

6. - 5. flokkur karla og kvenna / kl. 18:30-19:30

4. - 3. flokkur karla og kvenna / kl. 19:30-20:30

Eins og áður fara fram stutt ræðuhöld, þjálfarar fara stuttlega yfir veturinn hjá hverjum flokki, viðurkenningar verða veittar, farið verður í leiki og í lokin er grillveisla fyrir alla.

Hvetjum alla til að mæta og skemmta sér saman.


Æfingar hefjast að nýju í handboltanum

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast aftur í dag eftir langt hlé. Tímataflan fyrir maí-mánuð er örlítið breytt þeirri sem var í vetur.

Við hvetjum alla krakka til að mæta, þjálfararnir taka vel á móti þeim.

Áfram Fjölnir!