Jólanámskeið handboltans

Handknattleiksdeild Fjölnis býður upp á ókeypis handboltanámskeið milli jóla og nýárs í öllum flokkum. Allar æfingarnar fara fram í báðum sölunum í Fjölnishöllinni.

Engin þörf er að skrá sig – það er nóg að mæta á svæðið. Þjálfarar viðkomandi flokka sjá um þjálfunina og taka vel á móti þeim sem vilja prófa handbolta.

Vonandi sjáum við sem flesta – bæði núverandi iðkendur og þá sem vilja prófa.

Með jólakveðju,
Handknattleiksdeild Fjölnis