Sigur hjá meistaraflokki kvk í gærkvöldi
Fjölnir tók á móti SR í Egilshöll í Hertz deild kvenna í gærkvöld.
Bæði lið komu ákveðin til leiks og byrjaði leikurinn jafn.
Fyrsta mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Laura Murphy (13) þegar 7 mín og 10 sek voru liðnar af leiknum.
Baráttan hélt áfram og eftir 17 min og 16 sek jafnaði SR.
Staðan Fjölnir 1 – 1 SR eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta lék Fjölnir á alls oddi og bættu stelpurnar 7 mörkum við fyrra mark.
Mörkin skoruðu:
Harpa Kjartansdóttir (12)
Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Krístínu Ingadóttur (17)
Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Grétu Jónsteinsdóttur (8)
Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Maríönu Birgisdóttur (99)
Sigrún Árnadóttir (7)
Berglind Valdimarsdóttir (24) með stoðsendingu frá Hörpu Kjartansdóttur (12)
Berglind Valdimarsdóttir (24) með stoðsendingu frá Elínu Alexdóttur (25)
Staðan eftir annann leikhluta Fjölnir 8 – 1 SR
Leikhlutinn einkenndist af skemmtilegu samspili og mikilli samstöðu í liði Fjölnis.
Í þriðja leikhluta hélt Fjölnir áfram að herja á mark SR og bættu tveim mörkum við, þau mörk skoruðu:
Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu fráGrétu Jónsteinsdóttur (8)
Maríana Birgisdóttir (99)
Stelpurnar voru hvergi hættar að berjast fyrir fleiri mörkum, þegar aðeins tæpar tvær mín voru eftir af leiknum Skoraði þó SR lokamarkið.
Fjölnir gekk því af velli með 10-2 sigur og geta verið sáttar eftir góðann leik sem einkenndist af leikgleði og samvinnu.
Ásta Hrönn Ingvarsdóttir og Kristján V. Þórmarsson
Myndir Gunnari Jónatanssyni.