Eva María framlengir til 2024

Eva María Smáradóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Eva María, sem er fædd árið 2003, gekk til liðs við okkur fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu en hún gekk upp alla yngri flokka hjá Breiðablik. Hún hefur samtals leikið 21 KSÍ leiki en þar af 9 leiki með Fjölni. Eva María er öflugur varnarmaður sem er að koma til baka eftir meiðsli en getur líka leyst ýmsar stöður ofar á vellinum með góðu móti. Endurhæfingin lofar góðu og við væntum mikils af þessum öfluga leikmanni í endurkomunni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Silja framlengir til 2024

Silja Fanney Angantýsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Silja, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 38 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk Fjölnis og skorað í þeim tvö mörk. Silja býr yfir miklum hraða og er með mikið markanef sem sannaði sig heldur betur í sumar, þegar hún skoraði 15 mörk í 16 leikjum með 2. flokki kvenna. Það er því bjart framundan hjá þessum unga og öfluga leikmanni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan hæfileikaríka og uppaldna leikmann sem mun gegna lykilhlutverki í Fjölnisliðinu á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Marta framlengir til 2024

Marta Björgvinsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Marta, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki fyrir félagið og skorað í þeim fjögur mörk. Marta býr yfir miklum hraða og getur leyst af flestar stöður framarlega á vellinum en hún fer vel af stað núna á undirbúningstímabilinu þar sem hún skoraði meðal annars í æfingaleik gegn Gróttu á dögunum. Hún hefur einnig verið drjúg við markaskorun í 2. flokknum síðustu ár þannig von er á góðu frá þessum unga og hæfileikaríka leikmanni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna lykilhlutverki í Fjölnisliðinu á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Anna Kolbrún semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Önnu Kolbrúnu Ólafsdóttur til ársins 2024. Anna Kolbrún, sem er fædd árið 2003, kemur frá Aftureldingu eftir að hafa verið á láni hjá okkur síðasta sumar. Hún hefur leikið 14 KSÍ leiki í meistaraflokki, þar af 2 leiki í Pepsi Max deildinni með Fylki þar sem hún er uppalin. Anna Kolbrún er sterkur miðjumaður sem er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Endurhæfingin lofar okkur og við væntum mikils af þessum öfluga leikmanni í endurkomunni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan efnilega leikmenn sem mun gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á næstu tímabilum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tíma saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Hafliði Breiðfjörð


Hrafnhildur framlengir til 2024

Hrafnhildur leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hrafnhildur, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 50 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark en þetta eina mark verður að teljast ansi mikilvægt. Markið mikilvæga var útivallarmark sem kom gegn Völsungi í úrslitakeppni 2. deildar í sumar og var eitt tveggja marka í síðari leik liðanna sem tryggði okkur sæti í 1. deild á komandi tímabili. Hrafnhildur er öflugur varnarmaður sem getur líka leyst stöðu miðjumanns á vellinum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka og uppaldna leikmanns sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Adna framlengir til 2024

Adna Mesetovic leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Adna, sem er fædd árið 1998, gekk til liðs við Fjölni fyrir síðasta tímabil frá Fjarðab/Höttur/Leiknir F. Hún hefur samtals leikið 78 KSÍ leiki og skorað í þeim 15 mörk. Adna er framsækin miðjumaður sem býr yfir flottum hæfileikum. Í sumar var Adna kölluð inn í landsliðsverkefni með A-landsliði Bosníu og Hersegóvínu en þar fékk hún tækifæri til að sýna hæfileika sína í 1-0 sigri í vináttulandsleik við Búlgaríu.

Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við þennan sterka leikmann sem mun halda áfram að gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Sara framlengir til 2024

Sara Montoro leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Sara, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 60 KSÍ leiki og skorað í þeim 32 mörk. Sara býr yfir miklum hraða og er með mikið markanef. Hún hefur farið vel af stað á undirbúningstímabilinu en á dögunum skoraði hún þrennu í sitthvorum æfingaleiknum. Sara hefur leikið 3 landsleiki með U-16 ára landsliði Íslands og skorað í þeim eitt mark. Á árinu var hún tvívegis valin í æfingahóp U-19 ára landsliðsins.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Elvý Rut framlengir til 2024

Elvý Rut framlengir til 2024

Elvý Rut Búadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Elvý, sem er fædd árið 1997, mun hefja sitt tíunda tímabil í meistaraflokki á komandi tímabili. Hún hefur samtals leikið 125 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk Fjölnis. Elvý er sterkur varnarmaður sem býr yfir mikilli yfirvegun og getur leyst allar stöður í vörninni. Hún fer vel af stað á undirbúningstímabilinu þar sem hún hefur leikið í hjarta varnarinnar í sigrum á bæði Fram og Gróttu. Árið 2020 var Elvý valin Knattspyrnukona ársins hjá Fjölni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar


Hlín framlengir til 2024

Hlín Heiðarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hlín, sem er fædd árið 1999, er fyrirliði meistaraflokks kvenna en þrátt fyrir ungan aldur náði hún þeim merka áfanga 3. júlí síðastliðinni að spila sinn hundraðasta leik fyrir meistaraflokk Fjölnis. Hún hefur samtals leikið 107 KSÍ leiki og skorað í þeim 20 mörk. Hlín býr yfir miklum hraða og getur leyst margar stöður á vellinum en hún fer vel af stað núna á undirbúningstímabilinu og á dögunum skoraði hún tvö mörk í sitthvorum æfingaleiknum. Hún var valin Knattspyrnukona ársins hjá Fjölni árið 2019.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen