Hrafnhildur leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hrafnhildur, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 50 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark en þetta eina mark verður að teljast ansi mikilvægt. Markið mikilvæga var útivallarmark sem kom gegn Völsungi í úrslitakeppni 2. deildar í sumar og var eitt tveggja marka í síðari leik liðanna sem tryggði okkur sæti í 1. deild á komandi tímabili. Hrafnhildur er öflugur varnarmaður sem getur líka leyst stöðu miðjumanns á vellinum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka og uppaldna leikmanns sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen