Silja Fanney Angantýsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Silja, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 38 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk Fjölnis og skorað í þeim tvö mörk. Silja býr yfir miklum hraða og er með mikið markanef sem sannaði sig heldur betur í sumar, þegar hún skoraði 15 mörk í 16 leikjum með 2. flokki kvenna. Það er því bjart framundan hjá þessum unga og öfluga leikmanni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan hæfileikaríka og uppaldna leikmann sem mun gegna lykilhlutverki í Fjölnisliðinu á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen