Sara Montoro leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Sara, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 60 KSÍ leiki og skorað í þeim 32 mörk. Sara býr yfir miklum hraða og er með mikið markanef. Hún hefur farið vel af stað á undirbúningstímabilinu en á dögunum skoraði hún þrennu í sitthvorum æfingaleiknum. Sara hefur leikið 3 landsleiki með U-16 ára landsliði Íslands og skorað í þeim eitt mark. Á árinu var hún tvívegis valin í æfingahóp U-19 ára landsliðsins.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen