Endurreiknuð úrslit Reykjavíkurmótsins

Þau leiðu mistök áttu sér stað á Reykjavíkurmótinu að ekki var notuð rétt útgáfa við útreikning á stigum keppenda og hafði þetta áhrif á úrslit keppenda í keppnisflokkum Skautasambandsins. Tilkynningu varðandi málið í heild sinni má lesa hér. Búið er að endurreikna stig keppenda og hér fyrir neðan má sjá endanleg úrslit mótsins ásamt nýjum protocolum.

Basic Novice

  1. Kristín Jökulsdóttir SR 29,99
  2. Sunna María Yngvadóttir SR 23,40
  3. Tanja Rut Guðmundsdóttir Fjölnir 20,85
  4. Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR 20,52
  5. Rakel Sara Kristinsdóttir Fjölnir 19,40
  6. Dharma Elísabet Tómasdóttir SR 18,93
  7. Sara Kristín Pedersen Fjölnir 18,47
  8. Katrín María Ragnarsdóttir SR 16,72

Basic Novice protocol

Intermediate Novice

  1. Lena Rut Ásgeirsdóttir Fjölnir 25,51
  2. Harpa Karin Hermannsdóttir Fjölnir 24,98
  3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR 23,56

Intermediate Novice protocol

Intermediate Ladies

  1. Hildur Bjarkadóttir Fjölnir 32,91
  2. Sólbrún Erna Víkingsdóttir Fjölnir 30,67
  3. Hildur Hilmarsdóttir Fjölnir 29,90
  4. Þórunn Lovísa Löve SR 26,88

Intermediate Ladies protocol

Advanced Novice

  1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR 46,67
  2. Aníta Núr Magnúsdóttir Fjölnir 39,80
  3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir Fjölnir 37,76
  4. Margrét Eva Borgþórsdóttir SR 37,26
  5. Eydís Gunnarsdóttir SR 36,81

Advanced Novice protocol

Junior

  1. Herdís Birna Hjaltalín Fjölnir 55,20

Junior protocol


Úrslit Reykjavíkurmótsins 2019

Reykjavíkurmótið var haldið í Egilshöll nú um helgina. Mótið gekk vel fyrir sig og það var ánægjuleg viðbót að iðkendur Asparinnar tóku þátt á þessu móti. Á laugardeginum kepptu keppnishópar félaganna en á sunnudeginum kepptu keppnisflokkar Skautasambandsins ásamt SO Level I og II.

Úrslit mótsins voru:

Keppnishópar félaganna:

12 ára og yngri

  1. Thelma Rós Gísladóttir SR
  2. Rakel Kara Hauksdóttir SR
  3. Þórunn Gabríela Rodriguez SR

15 ára og yngri

  1. Amanda Sigurðardóttir SR
  2. Sandra Hlín Björnsdóttir Fjölnir
  3. Bryndís Bjarkadóttir SR

17 ára og yngri

  1. Kolbrún Klara Lárusdóttir Fjölnir
  2. Birta María Þórðardóttir Fjölnir
  3. Vigdís Björg Einarsdóttir Fjölnir

Keppnisflokkar Skautasambandsins:

Basic Novice

  1. Kristín Jökulsdóttir SR 25,07
  2. Sunna María Yngvadóttir SR 18,40
  3. Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR 16,28
  4. Tanja Rut Guðmundsdóttir Fjölnir 15,63
  5. Rakel Sara Kristinsdóttir Fjölnir 15,54
  6. Dharma Elísabet Tómasdóttir SR 14,11
  7. Sara Kristín Pedersen Fjölnir 14,07
  8. Katrín María Ragnarsdóttir SR 12,44

Basic Novice protocol

Intermediate Novice

  1. Harpa Karin Hermannsdóttir Fjölnir 25,95
  2. Lena Rut Ásgeirsdóttir Fjölnir 25,44
  3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir Fjölnir 22,70

Intermediate Novice protocol

Intermediate Ladies

  1. Hildur Bjarkadóttir Fjölnir 32,81
  2. Hildur Hilmarsdóttir Fjölnir 30,06
  3. Þórunn Lovísa Löve SR 29,27
  4. Sólbrún Erna Víkingsdóttir Fjölnir 29,07

Intermediate Ladies protocol

Advanced Novice

  1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR 47,91
  2. Aníta Núr Magnúsdóttir Fjölnir 40,27
  3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir Fjölnir 39,17
  4. Eydís Gunnarsdóttir SR 37,90
  5. Margrét Eva Borgþórsdóttir SR 36,51

Advanced Novice protocol

Junior

  1. Herdís Birna Hjaltalín Fjölnir 57,83

Junior protocol

SO

Level I 8 ára og yngri

  1. Hulda Björk Geirdal Helgadóttir Öspin

Level I 16-21 ára dömur

  1. Gunnhildur Brynja Bergsdóttir Öspin
  2. Anika Rós Árnadóttir Öspin

Level II 9-11 ára stúlkur

  1. Sóldís Sara Haraldsdóttir Öspin

Level II 16-21 ára dömur

  1. Nína Margrét Ingimarsdóttir Öspin
  2. Gabríella Kami Árnadóttir Öspin

Level II 22 ára og eldri konur

  1. Þórdís Erlingsdóttir Öspin

Málmtæknimót Fjölnis

20 ára afmælismót Sunddeildar Fjölnis

 

Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug, laugardaginn 24. nóvember 2018   Keppt verður í 25 metra laug í tveimur hlutum.

Keppnishlutar                     

Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 08:15 Mót kl. 09:00
Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 14:00 Mót kl. 15:00

Verðlaunað samkvæmt aldursflokkum.

12 ára og yngri Meyja- og sveinaflokkur
13 – 14 ára Telpna- og drengjaflokkur
Þátttökuviðurkenning fyrir Hnokkar og Hnátur (10 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum aldursflokki í einstaklingreinum og boðsundum.
Verðlaunaafhending fer fram í loks hvers mótshluta og að auki fá allir 10 ára og yngri þátttöku viðurkenningu.

Mótið fer fram samkvæmt reglum FINA/LEN/IPC og SSÍ og er opið öllum 14 ára og yngri.

Hvetjum þjálfara til að skrá inn tíma þar sem við áskiljum okkur rétt til að takmarka

fjölda riðla í ákveðnum greinum og breyta tímasetningum ef með þarf.

 

Hver keppandi má taka þátt í mesta lagi 6 greinum á mótinu öllu.

 

Upplýsingar og úrslit frá mótinu verða birtar á heimasíðunni https://www.fjolnir.is/sund

Skráningargjald er 500 krónur fyrir einstaklingsgreinar og 800 krónur fyrir boðsundsgreinar.

Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 18. nóvember. og frestur til úrskráninga og breytinga er til fimmtudagsins 22. nóvember.

 

Skráningum skal skila sem Splash/hy-tek skrá á  sundmot.fjolnis@gmail.com

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Jacky Pellerin, yfirþjálfari.  s:845-3156,  jacky@fjolnir.is
I. hluti - Laugadagur 24. nóvember - Upphitun 08:15, Keppni 09:00

 

01. grein - 200m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
02. grein - 200m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

03. grein - 100m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
04. grein - 100m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

05. grein - 50m flugsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
06. grein - 50m flugsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
07. grein - 100m baksund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
08. grein - 100m baksund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar

 

 

 

II. hluti - Laugadagur 24. nóvember - Upphitun 14:00, Keppni 15:00
09. grein - 50m baksund Meyja (12 ára og yngri)
10. grein - 50m baksund Sveina (12 ára og yngri)

11. grein - 100m bringusund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
12. grein - 100m bringusund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

13. grein - 200m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
14. grein - 200m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

15. grein - 100m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
16. grein - 100m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar

17. grein - 4 x 50m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)

18. grein - 4 x 50m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun grein 17.-18.

 

 

Með sundkveðju
Stjórn Sunddeildar


Fréttir frá Kristalsmóti

Um helgina var Kristalsmótið haldið í Egilshöllinni. Alls voru 79 keppendur skráðir til leiks. Allir keppendur stóru sig mjög vel og mega þeir vera stoltir af sinni frammistöðu um helgina en þess ber að geta að sumir keppendanna voru að taka þátt á sínu fyrsta móti.

Á laugardeginum var keppni í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri, 8 ára og yngri drengir og 10 ára og yngri. Allir keppendur fengu verðlaunapening og viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu.

Á sunnudeginum var svo keppt í flokkum 12 ára og yngri, stúlknaflokki og unglingaflokki.

Úrslit 12 ára og yngri:

1. Sandra Hlín Björnsdóttir Listskautadeild Fjölnis

2. Andrea Marín Einarsdóttir Listskautadeild Fjölnis

3. Þórunn Gabríella Rodriguez Skautafélag Reykjavíkur

Úrslit í stúlknaflokki:

1. Amanda Sigurðardóttir Skautafélag Reykjavíkur

2. Emilía Dögg Stefánsdóttir Skautafélag Reykjavíkur

3. Bryndís Bjarkardóttir Skautafélag Reykjavíkur

Úrslit í unglingaflokki:

1. Helga Xialan Haraldsdóttir Skautafélag Reykjavíkur


Fréttir frá Bikarmóti ÍSS 2018

Bjarnarskautarar gerðu sér ferð um síðustu helgi í Laugardalinn og tóku þátt í Bikarmóti Skautasambands Íslands. Mótið er annað mótið þeirra á tímabilinu og mikil vinna búin að eiga sér stað. Björninn átti keppendur í öllum keppnisflokkum á mótinu, margir að keppa í fyrsta sinn í nýjum keppnisflokkum og mikil eftirvænting og spenna í okkar herbúðum.

Á laugardeginum var keppt í Intermediate novice og Intermediate ladies og réðust úrslit rétt um kl 10. Í Intermediate ladies landaði Berglind Óðinsdóttir 2. sæti og Hildur Bjarkadóttir 3. sæti og að auki lentu Hildur Hilmarsdóttir 4. sæti og Sólbrún Víkingsdóttir í 6. sæti. Í Intermediate novice röðuðu Harpa Karin Hermannsdóttir, Lena Rut Ásgeirsdóttir og Valdís María Sigurðardóttir sér í 5., 6. og 7. sæti.

Eftir verðlaunaafhendingu hófst keppni í Advanced novice, junior og senior með stutta prógramið. Aníta Núr Magnúsdóttir og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir kepptu í Advanced novice. Eftir prógramið var Júlía Sylvía í 2. sæti og Aníta Núr í 7. sæti. Í Junior ladies kepptu Helga Karen Pedersen og Herdís Birna Hjaltalín. Helga Karen átti stórgóðan sprett og sat í 2. sæti eftir daginn og Herdís Birna í því fimmta, einnig með gott prógram. Eva Dögg Sæmundsdóttir keppti í senior ladies. Evu Dögg gekk ágætlega í stutta prógraminu og vermdi fyrsta sætið þegar keppni lauk í flokkinum.

Á sunnudegi var keppt í Chicks, Cubs og Basic novice ásamt keppni í frjálsu prógrami hjá Advanced novice, junior og senior.

Í Chicks og Cubs stóðu allir Bjarnarkeppendur, Sunneva, Brynja, Emelíana og Elva, sig mjög vel og sýndi snilldar tilþrif á ísnum. Í Basic novice átti Björninn fjóra keppendur. Því miður gat einn ekki lokið keppni vegna veikinda en úrslit voru þau að Tanja Rut Guðmundsdóttir nældi í 3. sæti, Þórdís Helga Grétarsdóttir varð í 5. sæti og Rakel Sara Kristinsdóttir í því 6.

Keppni lauk svo í eldri flokkunum í mikilli spennu enda var mjótt á mununum eftir fyrri daginn. Í Advanced novice krækti Júlía Sylvía sér í 3. sætið en Aníta Núr varð því miður að hætta keppni sökum óhapps sem hún varð fyrir í prógraminu.

Í Junior luku þær Helga Karen og Herdís Birna keppni í 4. og 6. sæti í geysisterkum flokki þar sem miklar sviptingar urðu á sætaröð milli daga. Eva Dögg Sæmundsdóttir lauk svo keppnisdeginum í senior flokki með silfurverðlaunum.

Eins og áður sagði átti Björninn 20 keppendur í öllum keppnisflokkum á mótinu og komu okkar stúlkur heim með 2 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun í farteskinu reynslunni ríkari og fullar eldmóði fyrir Íslandsmótinu sem haldið verður í Egilshöllinni í lok nóvember.


Autumn Classic International

Í síðustu viku tóku þær Eva Dögg Sæmundsdóttir og Júlía Grétarsdóttir úr Listskautadeild Bjarnarins þátt á Autumn Classics International sem haldið var í Oakville í Kanada. Mótið er hluti af ISU Challenger series mótaröðinni og eru þær fyrstu íslensku keppendurnir sem tekið hafa þátt á þessari mótaröð. Margir af bestu skauturum heims tóku þátt og öttu íslensku stúlkurnar meðal annars kappi við Evgeniu Medvedeva sem vann til tvennra silfurverðlauna á Ólympíuleikunum fyrr á þessu ári. Eva og Júlía stóðu sig með mikilli prýði og hafnaði Eva Dögg í 21. sæti og Júlía í því 22.


Ungbarnasund

Ungbarnasund sunddeildar Fjölnis í Grafarvogslaug

Sunddeild Fjölnis fer nú aftur af stað með ungbarnasund í Grafarvogslaug, en það hefur legið niðri í nokkur ár.  Fabio La Marca er íþrótta- og heilsufræðingur og grunnskólakennari sem gengið hefur í hóp þjálfara Fjölnis og mun bjóða upp á námskeið á laugardagsmorgnum frá kl 10 til 12.  Námskeiðin verða 3 og eru þau skipt upp eftir aldri.  Fyrstu tvö námskeiðin eru fyrir börn 3 til 6 mánaða en síðan er eitt námskeið fyrir börn 6 til 12 mánaða.  Um tilraunaverkefni er að ræða og vonumst við til að nýorðnir foreldrar taki vel í þetta og stundi sund í sínu hverfi en mikil aðsókn hefur verið í þessi námskeið þar sem þau eru í boði.


Haustmót 2018

Haustmót ÍSS var haldið á Akureyri um helgina. Tuttugu keppendur frá Listskautadeild Bjarnarins tóku þátt á mótinu. Keppt var í 8 keppnisflokkum og átti Björninn keppendur í öllum flokkum. Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði á mótinu. Úrslit flokkanna voru:

Intermediate Ladies

1. Eva Björg Halldórsdóttir SA

2. Hildur Hilmarsdóttir SB

3. Hugrún Anna Unnarsdóttir SA

Basic Novice

1. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir SA

2. Kristín Jökulsdóttir SR

3.  Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR

Intermediate Novice

1. Harpa Karin Hermannsdóttir SB

2. Valdís María Sigurðardóttir SB

3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR

Advanced Novice

1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR

2. Rebekka Rós Ómarsdóttir SR

3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir SB

Junior:

1. Viktoría Lind Björnsdóttir SR

2. Aldís Kara Bergsdóttir SA

3. Herdís Birna Hjaltalín SB

Senior:

1. Eva Dögg Sæmundsdóttir SB


Hera Björk íslandsmeistari í tennis 2018

Okkar frábæru tennisstelpur Hera Björk og Georgina Athena unnu góða sigra á íslandsmótinu í tennis um helgina, aðrir keppendur stóðu sig líka vel.

Hera Björk Brynjarsdóttir varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari í tennis, bæði í einliða- og í tvíliðaleik.

Hún vann á laugardaginn í undanúrslit á móti Iris Staub 6-2/6-3.

Á sunnudeginum spilaði hún í úrslitaleik á móti Önnu Soffiu Grönholm og var það mjög spennandi leikur sem endaði með því að Hera sigraði, 1-6/ 6-3/ 7-6 (7-1)

Hera Björk var svo líka íslandsmeistari í tvíliðaleik með Önnu Soffíu.

Á miðvikudaginn fer Hera aftur út í  Háskólann í Bandaríkjunum (Valdosta Stata í Georgiu) til náms og æfinga.

 

Georgina Athena Erlendsdóttir stóð sig mjög vel og átti frábært mót.  Hún endadi í 2. sæti í tvíliðaleik þar sem hún spilaði með Sofíu Sóley Jónasdóttur og svo endaði hún í  2 sæti í einliðaleik í  U16.

Frábært mót hjá okkar tennisfólki og þetta sýnir að  við verðum að fara bæta aðstöðuna hjá okkur í Egilshöll svo að okkar ungu iðkendur hafi tækifæri til að feta í fótspor þessara frábæru fyrirmynda.

#FélagiðOkkar


Sumarbúðum Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar lokið

Æfingabúðirnar í júní 2018 voru á vegum Skautafélags Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tvö félög hafa farið í samstarf með æfingabúðir og má með sanni segja að vel hafi tekist til. Góð þátttaka var frá skauturum beggja félaga á öllum stigum og skemmtileg stemming myndaðist milli iðkenda félaganna. Óhætt er að segja að mörg vináttusambönd hafi skapast og verður skemmtilegt fyrir iðkendurna að rækta vináttuna í framtíðinni.
Fyrstu vikuna sáu George Kenchadze, yfirþjálfari á Akureyri og Christina Phipps skautastjóri Bjarnarins um kennsluna ásamt gestaþjálfaranum Kevin Curtis sem kemur frá Bandaríkjunum. Gaman var fyrir iðkendurna að fá til sín utanaðkomandi þjálfara því slíkt eykur aðlögunarhæfni þeirra og gefur þeim aðra sýn inn í æfingarnar.
Í annarri og þriðju viku fór Kevin heim en í stað hans kom Gennady Kaskov, yfirþjálfari Bjarnarins auk Christinu og Georgs. Ásamt þeim kom að auki Adelina Sotnikova, en hún er Ólympíumeistari í listskautum frá Ólympíuleikunum í Sochi 2014. Það þarf ekki að tíunda hve mikill heiður það er að fá skautara á þessu kalíberi til að vinna með öllum skaututunum okkar enda urðu gífulegar framfarir í túlkun og öllum hreyfingun iðkendanna á ísnum svo ekki sé minnst á grunnskautum og framfarir í stökkum. Adelina hannaði prógröm fyrir skautarana og verður gaman að sjá hvernig þau taka sig út á ísnum í fyrstu keppni tímabilsins í september.
Mikill metnaður var lagður í afísþjálfun í þessum búðum enda er afísþjálfun jafn mikilvæg skauturum eins og ísþjálfun ef maður ætlar að ná árangri. Afísþjálfarar voru Íris og Arnór en að auki sá Sara Dís um danskennslu.
Það var einnig ákveðið að vera með fræðslufyrirlestra og í fyrstu vikunni sagði Indíana okkur allt um sjálfsímynd á samfélagsmiðlum. Í viku tvö kom Sif Garðars með fyrirlestur og verkefni tengt mataræði og í viku þrjú vorum við með fyrirlestur um íþróttasálfræði fyrir eldri stelpurnar.
Allar vikurnar var æft fyrir lokasýninguna sem var haldin á föstudagskvöldið 29. júní. Þemað var myndin The Greatest Showman. Upptöku af sýningunni má finna á Youtube.
Styrktaraðilar á þessum sumarbúðum voru: Krumma, Macron og Subway.