20 ára afmælismót Sunddeildar Fjölnis

 

Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug, laugardaginn 24. nóvember 2018   Keppt verður í 25 metra laug í tveimur hlutum.

Keppnishlutar                     

Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 08:15 Mót kl. 09:00
Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 14:00 Mót kl. 15:00

Verðlaunað samkvæmt aldursflokkum.

12 ára og yngri Meyja- og sveinaflokkur
13 – 14 ára Telpna- og drengjaflokkur
Þátttökuviðurkenning fyrir Hnokkar og Hnátur (10 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum aldursflokki í einstaklingreinum og boðsundum.
Verðlaunaafhending fer fram í loks hvers mótshluta og að auki fá allir 10 ára og yngri þátttöku viðurkenningu.

Mótið fer fram samkvæmt reglum FINA/LEN/IPC og SSÍ og er opið öllum 14 ára og yngri.

Hvetjum þjálfara til að skrá inn tíma þar sem við áskiljum okkur rétt til að takmarka

fjölda riðla í ákveðnum greinum og breyta tímasetningum ef með þarf.

 

Hver keppandi má taka þátt í mesta lagi 6 greinum á mótinu öllu.

 

Upplýsingar og úrslit frá mótinu verða birtar á heimasíðunni https://www.fjolnir.is/sund

Skráningargjald er 500 krónur fyrir einstaklingsgreinar og 800 krónur fyrir boðsundsgreinar.

Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 18. nóvember. og frestur til úrskráninga og breytinga er til fimmtudagsins 22. nóvember.

 

Skráningum skal skila sem Splash/hy-tek skrá á  sundmot.fjolnis@gmail.com

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Jacky Pellerin, yfirþjálfari.  s:845-3156,  jacky@fjolnir.is
I. hluti – Laugadagur 24. nóvember – Upphitun 08:15, Keppni 09:00

 

01. grein – 200m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
02. grein – 200m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

03. grein – 100m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
04. grein – 100m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

05. grein – 50m flugsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
06. grein – 50m flugsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
07. grein – 100m baksund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
08. grein – 100m baksund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar

 

 

 

II. hluti – Laugadagur 24. nóvember – Upphitun 14:00, Keppni 15:00
09. grein – 50m baksund Meyja (12 ára og yngri)
10. grein – 50m baksund Sveina (12 ára og yngri)

11. grein – 100m bringusund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
12. grein – 100m bringusund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

13. grein – 200m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
14. grein – 200m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

15. grein – 100m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
16. grein – 100m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar

17. grein – 4 x 50m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)

18. grein – 4 x 50m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun grein 17.-18.

 

 

Með sundkveðju
Stjórn Sunddeildar