Júlía á Junior Grand Prix í Tyrklandi

Júlía Sylvía og Benjamín lögðu af stað í gærmorgunn til keppni á Junior Grand Prix móti í Istanbul, Tyrklandi. Í dag var dregið í röðina um hvenær Júlía stígur á stokk og verður hún seinust af 35 keppendum. Verður seinasta upphitunin fyrir hennar innkomu klukkan 12:26 og á Júlía að skauta klukkan 13:03.

Hægt verður að horfa á keppnina á YouTube síðu ISU, https://www.youtube.com/watch?v=WMofnsKWw1o, og mælum við með því að stilla inn á síðuna tímanlega svo þið missið ekki af þessari veislu!

#FélagiðOkkar