Fjölnisjaxlinn 2019

Það var mögnuð stemning um helgina þegar fyrsti „FJÖLNISJAXLINN“ fór fram. Um hundrað íþróttaiðkendur, foreldrar, þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugasamir tóku þátt í að gera þessa íþróttaþrekraun að veruleika. Boðið var upp á tvær útfærslur fyrir íþróttaiðkendur krakka og foreldra þ.e. synt 200 metra, hjólað 3km og hlaupið 1km. Fyrir íþróttaiðkendur unglinga, foreldra, þjálfara, leikmenn og þá sem æfa þríþraut var synt 400 metra, hjólað 10km og hlaupið 3km. Það var tvöfalt meiri þátttaka en gert hafði verið ráð fyrir, mögnuð stemning allan tímann og gríðarlega mikil ánæga með fyrsta jaxlinn. Áfram Fjölnir og áfram Fjölnisjaxlinn - Allir með á næsta ári!!!

Aðalstyrktaraðili Fjölnisjaxlins er eitt nýjasta og besta fyrirtækið í hverfinu Fanntófell og myndir er hægt að skoða hjá besta hverfisfjölmiðlinum okkar “Grafarvogsbúar”

https://www.facebook.com/Grafarvogsb%C3%BAar-111119802396520/

Knattspyrnudeild, Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Fjölnis vilja sérstaklega þakka öllum fyrir sitt framtak til að gera Fjölnisjaxlinn að veruleika þ.e. þátttakendum/keppendum, starfsmönnum/sjálfboðaliðum, ÍTR og Grafarvogssundlaug, starfsmönnum Grafarvogslaugar, áhorfendum, öllum styrktaraðilum og hverfisfjölmiðlinum Grafarvogsbúar fyrir ljósmyndatöku.

Myndir frá jaxlinum má sjá hér.


Toppslagur á EXTRA vellinum

TOPPSLAGUR Á EXTRA VELLINUM!

Á laugardaginn getur #FélagiðOkkar tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni.

Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana í baráttunni💪🏻


Fjölnisjaxlinn 2019

Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.

Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link

Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link

#FélagiðOkkar


Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu

Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 28.september 2019 við toppaðstæður inni í Egilshöll. Árgangamótið verður svo tengt við Haustfagnaður Grafarvogs 2019 sem er síðar um kvöldið í Dalhúsum.

Yngsti árgangurinn sem bættist við er '99 og við bjóðum þann árgang hjartanlega velkominn.

Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst fyrir hádegi og klárast kl. 16:00.
-Hver leikur er 1x 12 mín
-6 á móti 6 (1 í markmaður og 5 útileikmenn)
-Mótinu verður aldursskipt
-Verðlaunaafhending og lokahóf á Haustfagnaður Grafarvogs 2019 um kvöldið
-Dansiball frameftir nóttu í Dalhúsum á okkar heimvelli í Grafarvogi!

Verð og pakkadílar:
Árgangamót = 3.500 kr.
Ball = 3.500 kr.
Haustfagnaður (borðhald og ball) = 7.900 kr.
Árgangamót + Haustfagnaður = 9.500 kr.
Árgangamót + Ball = 6.000 kr.

Allir velkomnir. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir.

Fyrirliðar hvers árgangs, sem verða kynntir á næstu dögum, sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is.

Árgangamótið sló í gegn í fyrra en hátt í 250 manns á öllum aldri af báðum kynjum tóku þátt sem gerir það af einu stærsta árgangamóti Íslands. Ekki láta þig vanta í ár!

Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/

#FélagiðOkkar


Happdrætti knattspyrnudeildar

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja vinninga í happdrætti knattspyrnudeildar.

Dregið var út þann 30.apríl eins og sjá má hér: https://fjolnir.is/2019/04/30/vinningaskra-happdraettis/.

Vinninga ber að vitja í seinasta lagi föstudaginn 2.ágúst kl. 16:00 á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.


Fjölnir Open 2019

Opna golfmót knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 24. ágúst n.k. og hefst kl. 10:00. Mótið fer fram á golfvellinum í Þorlákshöfn annað árið í röð.

Mæting í skála er í síðasta lagi kl. 9:15. Ræst verður af af öllum teigum kl. 10:00.

Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi og verðlaun verða sem hér segir:
Texas scramble - verðlaun fyrir 3 efstu liðin.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Teiggjöf - fyrir alla.
Dregið úr skorkortum.

Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Dæmi: Ef aðili er ekki með forgjöf þá er skráð 24 í karlaflokki en 28 í kvennaflokki.
Verðlaunaafhending fer fram að móti loknu,í golfskálanum.

Þátttökugjald:
5.490.-
6.490.- með grilluðum hamborgara og drykk.

Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið leifur33@gmail.com

Rita skal ,,Fjölnir Open 2019” í ,,efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt símanúmeri og netfangi. Ennfremur skal taka fram ef fólk óskar eftir skráningum saman í holl.
Mótið er öllum opið og við lofum góðri skemmtun og blíðskaparveðri.

Hér má sjá Facebook viðburðinn:
https://www.facebook.com/events/206987890225962/

Takið daginn frá!

#FélagiðOkkar


N1 og Fjölnir endurnýja samning

Á dögunum endurnýjaði N1 samning sinn við Ungmennafélagið Fjölni. Samningurinn er til þriggja ára og gerir N1 að einn af aðal styrktaraðilum knattspyrnudeildar Fjölnis. 

” Það er okkur hjá Fjölni mikil ánægja að framlengja samning okkar við öflugan bakhjarl eins og N1 sem hefur stutt við bakið á Fjölni til fjölda ára”, segir Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis.

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1 segir að N1 leggi mikið upp úr því að styðja og styrkja við uppbyggingu við íþróttastarf ungmenna í landinu og að samningurinn við Fjölni er af þeim liðum.  

“Það er okkur því sönn ánægja að framlengja samning okkar við Fjölni” segir Þyrí Dröfn Markaðsstjóri N1.

Á myndinni má sjá Guðmund L Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóra N1


Bílalind býður á völlinn

Bílalind bíður á völlinn, 30 fyrstu sem koma til okkar á Bílalind fá frítt á völlinn, einn miði á mann. Leikurinn hefst kl 19:15 í Dalhúsum.

Upphitun fyrir leik Fjölnis og Víkings Ó. í Inkasso-deild karla fer fram á Gullöldinni (Hverafold 5) og hefst kl. 17:30. Það verða tilboð handa Fjölnisfólki á mat og drykk. Allir velkomnir.

Þá er kjörið að rölta beint á Extra völlinn en leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

 

Bílalind er öflugur stuðningsaðili meistaraflokka knattspyrnudeildar, kíktu á www.facebook.com/bilalind.is eða www.bilalind.is


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Óskar Dagur keppir á móti í Stokkhólmi

Óskar Dagur Jónasson leikmaður 4.flokks var valinn í Reykjavíkurúrvalið til að keppa fyrir Íslands hönd á grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna.

Hann er fulltrúi Fjölnis og Grafarvogs á þessu móti.

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2019 fer fram í Stokkhólmi dagana 20.-24.maí. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og hefur lið frá Reykjavík tekið þátt síðan 2006.

Nánari upplýsingar má nálgast HÉR!