Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 8. september og alla laugardaga eftir það til og með 15. desember á milli kl. 10:00 og 12:00 í Egilshöll.

Það eru allir velkomnir, t.d. kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Alltaf heitt á könnunni og bakkelsi frá Bakarameistaranum á boðstólnum.

Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum. Allir sem skrá sig eiga möguleika á þátttökuverðlaunum. Dregið er úr skráningum.

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Það er algjör mýta að þetta sé bara fyrir karla því viljum við bjóða konur sérstaklega velkomnar.

Við ætlum að vera með 15 vikna hópleik þar sem 12 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er einungis 4.990 kr. per hóp eða 2.495 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589

Ef liðin komast ekki þá er alltaf hægt að senda seðlana í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is – einfalt og þægilegt.

Reglur og frekari upplýsingar í leiknum má finna hér:
https://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/

Sérstök Facebook grúbba fyrir Getraunakaffi Fjölnis má finna hér:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun!

#FélagiðOkkar