Happdrætti herrakvölds knattspyrnudeildar Fjölnis


Sex ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis í unglingalandsliðið
Sex ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa verið valin í Unglingalandslið Frjálsíþróttasambands Íslands en þangað eru valin þau 15-19 ára ungmenni sem hafa náð tilskildum lágmörkum.
Unglingalandsliðfólkið okkar er:
Unnur Birna Unnsteinsdóttir, 15 ára - hástökk
Guðrún Ásgeirsdóttir, 16 ára - kringlukast
Christina Alba Marcus Hafliðadóttir, 17 ára - langstökk
Kjartan Óli Bjarnason, 17 ára – 400m
Pétur Óli Ágústsson, 17 ára – 100m, 200m, 400m og 400m grindahlaup
Grétar Björn Unnsteinsson, 18 ára - stangarstökk
Fjölnir óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Þið eruð frábær <3
Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla í körfubolta

Að auki hefur Baldur komið víða við í þjálfun, þar á meðal hjá Stjörnunni og Breiðablik síðustu ár, sem og starfað sem aðstoðarþjálfari hjá yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og unnið með ungum og efnilegum leikmannahópum.
,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ég átti tvö frábær ár hérna í Grafarvoginum og líður mjög vel að koma aftur inn í Dalhús. Þetta er skemmtilegur leikmannahópur og ég hlakka mikið til að hefjast handa og byrja að vinna með þessum strákum," sagði Baldur við tilefnið.
Við bjóðum Baldur Má velkominn á ný í Grafarvoginn!
Ásgeir Frank Ásgeirsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu
Ásgeir Frank Ásgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni til næstu tveggja ára. Ásgeir, sem er alinn upp í Fossvoginum, lék upp yngri flokkana hjá Víkingum í Reykjavík ogi lék með þeim 2 leiki í Bestu deildinni með uppeldisfélaginu.
Þess utan lék Ásgeir í 3 ár með liði Aftureldingar sem fór upp í efstu deild nú í haust auk þess sem hann þjálfaði lið Hvíta Riddarans í fyrra. Ásgeir á að baki 5 leiki fyrir U-19 ára landslið karla.
Er þetta mikill fengur fyrir Fjölni að fá svona sterkan einstakling og karakter í Grafarvoginn enda mun Ásgeir einnig vinna þvert á flokka og verða leiðandi í afreksstarfi Fjölnis í samstarfi við yfirþjálfara félagsins og þjálfara 2. og 3. flokks karla.
Vill félagið á sama tíma þakka fráfarandi aðstoðarþjálfara félagsins, Einari Jóhannesi Finnbogasyni, fyrir samstarfið undanfarin ár. Einar hefur verið afar vinsæll meðal Fjölnismanna eftir að hafa verið hægri hönd Úlla bæði í 2. flokki karla og í meistaraflokki sl 7 ár.
Eva Karen Sigurdórsdóttir semur við Fjölni

Harpa Sól framlengir við Fjölni
Miðjumaðurinn Harpa Sól Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára.
Harpa sem er afar öflugur og kraftmikill miðjumaður hefur leikið 39 leiki með félaginu í deild og bikar og skorað í þeim 14 mörk.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið því Harpa er ekki bara mikilvægur hlekkur í liðinu heldur uppalin hjá félaginu og hluti af þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan þess.
#FélagiðOkkar 💛💙
Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu 2024
21/10/2024Knattspyrna,Félagið okkar
Staða borða 17.10.24 kl. 18:00
Staða seldra borða á Þorrablót Grafarvogs fimmtudaginn 17. október kl. 18:00
Borðapantanir fara fram á vidburðir@fjolnir.is
Þorrablót Grafarvogs 2025




Fréttabréf listskautadeildar
08/10/2024Listskautar,Félagið okkar
Upphaf tímabils
Upphaf tímabilsins hefur gengið vel og gaman að koma til baka eftir sumarfríið. Æfingar hafa gengið vel fyrir sig og eru iðkendur að leggja mikið á sig til að bæta sig fyrir komandi vetur.
Ef þið eigið eftir að skrá ykkur þá er það gert inn á XPS appinu eða þá að fara í gegnum fjolnir.is og klára skráninguna þar.
Nýjir þjálfarar
Nýir þjálfarar hófu störf hjá okkur á þessari önn en það eru Elísabet sem er yfirþjálfari skautaskólans og Diljá sem sér um danskennslu hjá okkur. Er þetta frábær viðbót við okkar starf og vonumst við eftir farsælu og góðu samstarfi með þeim báðum.
Skautaskóli: Vinadagur og almennt
Vinadagur skautaskólans var haldinn 7. september og var gaman að sjá vonandi framtíðar iðkendur skautaskólans koma og prófa íþróttina. Mikil gleði og stuð var á þessum degi.
Einnig hafa iðkendur verið að spreyta sig í því að fá skautanælur. En nælurnar eru gefnar þeim sem hafa náð ákveðinni hæfni og þegar iðkandi hefur safnað nægilega mörgum nælum er hægt að færa sig upp um hóp þar sem flóknari æfingar eru framkvæmdar. Styttist því í það hjá nokkrum að hægt sé að taka næsta skref í skautaferlinu.
Haustmót
Fyrsta mót haustsins var Haustmótið sem haldið var í Laugardal helgina 27.-29. september. Fjölnis skautarar stóðu sig alveg hreint glæsilega: Í flokknum Cubs kepptu Elsa Kristín, Karlína og Elisabeth Rós, en í þeim fólki eru ekki gefin upp stig og fengu þær allar þátttökuverðlaun. Í flokkkum Basic Novice lentu báðir okkar keppendur á palli en Ermenga Sunna endaði með 30,82 stig sem skilaði silfur medalíunni og Maxime fékk 29,80 stig og fékk brons. Í flokknum Intermediate Woman tók Elva Ísey fyrsta sætið með 31,94 stig og í flokknum Advanced Novice landaði Elín Katla fyrsta sæti með 98,16 stig og Arna Dís því öðru með 81,89 stig. Þetta var fyrsta mótið hennar Örnu Dísar í þessum keppnisflokki en með þessum stigafjölda náði hún landsliðsviðmiðum og óskum við henni til hamingju með þann frábæra árangur. Í félagalínunni 10 ára og yngri kepptu Linda Maria og Unnur, en í þeim fólki eru ekki gefin upp stig. Í flokknum 12 ára og yngri kepptu Lea Elisabeth, Steinunn Embla, Inga Dís og Perla Gabríela sem landaði þriðja sætinu. Í flokknum 14 ára og yngri fékk Guðríður Ingibjörg brons og í flokknum 15 ára og eldri fékk Líva gullið.
Óskum við öllum sem tóku þátt til hamingju með flottan árangur og hlökkum til að sjá næstu mót!
Framundan og þakkir
Alþjóðlegt mót
Helgina 25. – 27. október fer fram alþjóðlegt mót í Egilshöllinni sem ber nafnið Northern Lights Trophy. Koma keppendur allsstaðar að til að keppa og verður þetta frábær skemmtun og reynsla fyrir alla sem á því taka þátt. Munum við þurfa alla hjálp sem í boði er í kringum það mót. Einnig hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með og hvetja stelpurnar okkar. Aðgangur er ókeypis. Nokkrir keppendur eru einnig þjálfarar í Skautaskólanum og gaman fyrir yngri iðkendur að fylgjast með þjálfurunum sínum keppa.
Hrekkjavökuball
Á laugardeginum 2. nóvember verður hrekkjavökuball listskautadeildar Fjölnis haldið. Munu frekari upplýsingar um það ball koma þegar nær dregur en endilega takið daginn frá!
Þakkir
Að lokum viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa nú þegar hjálpað til við hin ýmsu verkefni og vonumst við eftir því að enn fleiri hjálpi til í komandi verkefnum.
Þann 25.september var alþjóðlegur dagur þjálfarans og viljum við vekja athygli á góðu starfi þjálfaranna okkar og þakka þeim fyrir sín störf.



