Sunddeild Fjölnis býður börnum á aldrinum 7-10 ára að æfa frítt í mars í útilaug Grafarvogslaugar. Þau sem vilja halda áfram að æfa eftir mars borga 40% af æfingagjöldum annarinnar sem eru 27.000 kr.
Kristinn þjálfari tekur vel á móti ykkur.
Tilkynna má þátttöku til Kristins með skilaboðum í síma 848-8566 með nafni barns eða bara mæta á staðinn.
Hlökkum til að sjá ykkur!