Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Hreinn árangur

Lyfjaeftirlit Íslands stendur fyrir samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni "Hreinn árangur". Átakið snýst um að stuðla að heilbrigði í líkamsrækt og í íþróttum þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna.

Leiðbeiningar:

- Hér er linkur á svokallaðan Facebook filter (opnast í síma): www.facebook.com/fbcameraeffects/tryit/834319780280135/ Einnig er hægt að opna Facebook filterinn í gegnum Facebook síðu Hreins árangurs: www.facebook.com/hreinnarangur

- Einnig eru til svokallaðar GIF-myndir f. Instagram. Til að setja GIF-in ofan á myndir í Instagram-story er nóg að leita eftir „Hreinn“ og þá koma þeir upp.

Nánar má lesa um átakið á slóðinni www.hreinnarangur.is

Facebook síðan: www.facebook.com/hreinnarangur


Viðburðarík helgi að baki

Það má með sanni segja að um stóra helgi hafi verið að ræða fyrir #FélagiðOkkar.

Íslandsmeistarar, sigur í fyrsta leik í Inkasso, mótahald og vorsýning á svellinu er flokkar og deildir félagsins iðuðu af lífi.

Fjölnir er stórt félag, með frábæra aðstöðu, sjálfboðaliða úr öllum áttum og umgjörð á hæsta stigi.

 

Íslandsmeistarar í 3.fl karla í handbolta og 8.fl karla í körfubolta

Fjölnir eignaðist Íslandsmeistara í handbolta og körfubolta í gær.

3.fl karla í handbolta lék gegn Val í úrslitum við mikinn fjölda áhorfenda í Kaplakrikanum. Strákarnir höfðu undirtök allan leikinn og þrátt fyrir gott áhlaup Valsmanna í seinni hálfleik, tryggðu strákarnir okkar sigurinn í lokin. Lokatölur 23-20 og er niðurstaða tímabilsins frábær; Íslands- og bikarmeistarar.

8.fl karla í körfubolta lék á heimavelli í úrslitum A riðils. Fjölmargir lögðu leið sína í Dalhúsin og það hefur greinilega gefið strákunum okkar aukinn kraft enda Nánast fullt hús var báða leikdaga og svo fór að strákarnir okkar unnu alla 4 leiki sína og þar með tryggðu þeir sér Íslandsmeistarartitilinn.

 

Sigur í fyrsta leik í Inkasso deild karla

Allar aðstæður voru frábærar fyrir góðan fótbolta. Grasið grænt, Kárapallurinn klár og sólin skein. Það má með sanni segja að strákarnir okkar höfðu góð tök á leiknum og uppskáru tvo flott mörk, frá þeim Alberti Brynjari Ingasyni og Hans Viktori Guðmundssyni. Gestirnir náðu reyndar að klóra í bakkann í lok leiks en niðurstaðan var góður 2-1 sigur fyrir framan rúmlega 500 manns á Extra-vellinum.

 

Mótahald í Dalhúsum og Fjölnishöllinni

Það var mikið um að vera í báðum íþróttahúsum Fjölnis alla helgina þegar fjölliðamót í 6.fl karla yngra ár í handbolta og úrslitakeppni A-riðils í 8.fl karla í körfubolta fóru fram. Það má áætla að um 1000 manns hafi komið í íþróttahúsum Fjölnis þar sem fjörið var mikið. Fjöldinn allur af sjálfboðaliðum sá til þess að öll umgjörð var með besta móti.

 

Vorsýning skautaskólans

Skautaskóli Fjölnis hélt frábæra vorsýningu á laugardaginn þar sem iðkendur sýndu listir sínar undir merkjum fjölmargra þjóða og fóru með áhorfendum heimshornanna á milli.

 

Myndir: Baldvin B., Þorgils G. og Gunnar Jónatansson


Sumarnámskeið 2019

Við opnum fyrir skráningu á sumarnámskeið á morgun, fimmtudaginn 25.apríl

Allar nánari upplýsingar hér: https://fjolnir.is/felagid-okkar/sumarnamskeid-2019/

 


Nýr opnunartími skrifstofu félagsins

Nýr opnunartími skrifstofu félagsins.

Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 13:00 - 16:00, símatími skrifstofu er á sama tíma.

Skrifstofan er staðsett í Egilshöll.

Sími 578-2700, netfang skrifstofa@fjolnir.is

Kær kveðja starfsfólk skrifstofu.


Aðalfundur Fjölnis 2019

Aðalfundur Fjölnis fór fram í Egilshöllinni í gærkvöldi. Fundurinn var vel sóttur, en rúmlega 40 manns mættu. Fundarsköp voru með hefðbundnum hætti auk frumsýningar á nýrri heimasíðu félagsins. Mikil ánægja ríkir með hana og hlökkum við til að vinna með betri tæki og tól.

 

Ársskýrsla Fjölnis 2018

 

Jón Karl Ólafsson var kjörinn formaður félagsins.

 

Ein breyting varð á aðalstjórn félagsins frá síðasta kjöri en Sveinn Ingvarsson fer út og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir kemur inn í hans stað. Sveini eru þökkuð góð og vel unnin störf síðustu ár.

Aðalstjórn Fjölnis:

Elísa Kristmannsdóttir

Styrmir Freyr Böðvarsson

Ásta Björk Matthíasdóttir

Hreinn Ólafsson

Jósep Grímsson

Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir

 

Jónas Gestur Jónasson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

 

Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ kynnti hvað væri á döfinni á næstu árum og hvatti viðstadda til að mæta á Landsmótin.

 

Heiðrun félagsmanna, silfur- og gullmerki auk í fyrsta sinn heiðursfélagi Fjölnis.

Silfurmerki:

166. Þorgrímur H Guðmundsson – Frjálsar

167. Svavar Valur Svavarsson – Frjálsar

168. Snæbjörn Willemsson Verheul – Karate

169. Magnús Valur Willemsson Verheul – Karate

170. Arnar Páll Garðarsson – Knattspyrna

171. Viðar Karlsson – Knattspyrna

172. Guðfinnur Helgi Þorkelsson – Knattspyrna

173. Ester Alda Sæmundsóttir – Karfa

174. Halldór Steingrímsson – Karfa

175. Birgir Guðfinnsson – Karfa

176. Einar Hansberg Árnason – Karfa

177. Gunnar Jónatansson – Karfa

178. Sveinn Ingvarsson – Handbolti

179. Brynjar Loftsson – Handbolti

180. Ingvar Kristinn Guðmundsson – Handbolti

181. Guðlaug Björk Karlsdóttir – Karfa

182. Þórarinn Halldór Kristinsson – Sund

 

Gullmerki:

30. Jón Karl Ólafsson

 

Heiðursfélagi:

1. Guðmundur G. Kristinsson

2. Kári Jónsson

3. Birgir Gunnlaugsson

 

#FélagiðOkkar


Aðalfundur í kvöld

Minnum á aðalfund Fjölnis klukkan 18:30 í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.

Dagskrá
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál

Eins og undanfarin á verður skýrslan einungis aðgengileg hér á heimasíðunni.

Fjölnir ársskýrsla 2018


Þorrablót happdrætti

Búið er að draga í Þorrablóts happdrættinu.

Hér má sjá vinningaskránna.

Vinninga ber að vitja fyrir 30. apríl 2019.

Vinningar eru afhentir á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll á opnunartíma skrifstofu.

Upplýsingar um opnunartíma má finna hér.

Þökkum fyrir stuðninginn, kær kveðja Þorrablótsnefndin