Æfingar heimilar á ný

Uppfært 13.04.2021 kl. 20:30:

Stjórnvöld kynntu tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á fundi sínum í dag sem taka gildi frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

Nánar má lesa um aðgerðinar með því að smella HÉR.

Allt æfinga og mótahald er HEIMILT frá og með 15. apríl en í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur m.a. fram að:

„Það er fagnaðarefni að fólk geti nú farið að reima á sig íþróttaskóna og finna til sundfötin – hreyfing er okkur gríðarlega mikilvæg og ég veit að margir eru mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingar. Það er lýðheilsumál að halda Íslandi á hreyfingu og þó íþróttastarf verði ákveðnum takmörkunum háð áfram er þetta afar jákvætt skref.“ 

Hvaða þýðir þetta fyrir okkur?

• Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar og hámarksfjöldi fullorðinna miðast við 50 manns en fjöldi barna við hliðstæðan fjölda í skólastarfi. Keppnir verða heimilar með allt að 100 skráðum áhorfendum. Sjá nánar HÉR.

Æfinga- og félagssvæði Fjölnis opnar fimmtudaginn 15. apríl. Æfingar fara fram samkvæmt stundatöflu nema annað sé tekið fram hjá deildunum.

#FélagiðOkkar


Hertar aðgerðir stjórnvalda

Stjórnvöld kynntu stórhertar sóttvarnaraðgerðir á fundi sínum í Hörpu í gær sem tóku gildi á miðnætti og munu gilda í 3 vikur eða til og með 15. apríl næstkomandi.

Nánar má lesa um aðgerðinar með því að smella HÉR.

Allt æfinga og mótahald er óheimilt á þessu tímabili en fram kom í ræðu heilbrigðisráðherra að:

“Inni- og útiíþróttir verða óheimilar þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra bil milli fólks eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, sundstaðir verða lokaðir sem og líkamsræktarstöðvar. Sviðslistastarf verður óheimilt, bæði æfingar og sýningahald.” 

Hvaða áhrif hafa þessar hertu aðgerðir á okkur?

Æfinga- og félagssvæði Fjölnis er lokað frá og með 25. mars og til og með 15. apríl.

Þetta nær yfir:

  • Æfinga- og keppnissvæði í og við Dalhús og Egilshöll
  • Skrifstofu Fjölnis og félagaðstöðu í Egilshöll

Við beinum því til þjálfara félagsins að hvetja iðkendur til að sinna æfingum heima, halda fjaræfingar og leggja fyrir verkefni til að stytta biðina. Við kunnum þetta.

Starfsfólk Fjölnis eru til taks á skrifstofunni fyrir félagsmenn sem þurfa að ná í eigur. Vinsamlega hafið samband við Guðmund á gummi@fjolnir.is eða Arnór á arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Fréttatilkynning vegna komandi takmarkanna

Við viljum beina því til þjálfara, foreldra og iðkenda að vísa í fréttir af komandi takmörkunum á heimasíðu félagsins sem og FB síðu. Við munum uppfæra stöðuna um leið og ráðuneytið og ÍSÍ gefur út á sínum miðlum.

Eins og við höfum gert vel þá þurfum við að bretta upp ermar, standa þétt saman og koma okkur í gegnum komandi takmarkanir.

#FélagiðOkkar


Íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19

Vinsamlegast ath. að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. apríl og gildir fyrir skráningar á haustönn 2020 og vorönn 2021.

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum.

Markmiðið er að jafna tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir eru óháðir hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

Við kynningu á styrknum sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra: ,,Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og það á sérstaklega við um fjölskyldur í neðri hluta tekjudreifingarinnar. Rannsóknir sýna að íþróttir og frístundir hafa forvarnargildi og því er gríðarlega mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir brottfall hjá krökkum í íþróttum og tómstundum vegna faraldursins.”

Svona má sækja um styrk

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum.

Afreiðsla styrkumsókna er á höndum sveitarfélaga landsins eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Island.is.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má sjá hér.

Styrkina er m.a. hægt að nýta til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun stykjanna og getur fyrirkomulag verið breytilegt. Kynningarefni vegna styrksins hefur verið útbúið á fjölda tungumála.

Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna og hefur því verið komið af stað kynningarátaki á fjölda tungumála um íþrótta- og tómstundastyrkina.

Félagsmálaráðuneytið hefur gert myndbönd á níu tungumálum til kynningar á styrkjunum og má finna þau á linknum hér fyrir neðan / Ministry of Social Affairs has published videos in nine languages to introduce the subsidy and can be found on the link below:

https://www.youtube.com/channel/UC-Kaj_-DYRuKbbs_PKS2CqQ/videos


Aðalfundur Fjölnis 2021

Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 9. mars kl. 17:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.

Skráning á fundinn fer fram HÉR.

Við verðum einnig með beint streymi frá fundinum. Smelltu HÉR til að fylgjast með streyminu.

Athugið að þeir sem horfa á streymið eru ekki beinir þátttakendur fundarins og hafa því ekki tillögu- eða atkvæðisrétt.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál

Tillaga að lagabreytingu hefur verið móttekin, sjá HÉR.

Lög Fjölnis er að finna hér: https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Fjölnir og Tryggja

Ungmennafélagið Fjölnir og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr. Fjölnir hvetur því félagsmenn að kynna sér þetta  en Tryggja mun sjá um alla úrvinnslu og standa skil á greiðslum.

  1. Vernda barnatrygging er ódýr sjúkra- og slysatrygging – 1990 kr. á mánuði.
  2. Styrkur til íþróttafélags.
  3. Ekkert heilsufarsmat.
  4. Gildir út um allan heim.
  5. Dagpeningar til foreldra við umönnun.
  6. Hæstu bætur við örorku.
  7. Tryggingin gildir:
    1. við æfingar
    2. í keppni
    3. í frítíma
    4. í leik og starfi

Smelltu á meðfylgjandi hlekk til að kaupa tryggingu: https://www.tryggja.is/vernda-barnatryggingar/sport.

“Tryggjum börnin okkar sérstaklega, það verðmætasta sem við eigum, alltaf, alls staðar í leik og starfi”

Nánari upplýsingar veitir Stefán Þórðarson stefanth@tryggja.is.


Fjáröflun Fjölnis 1. - 12. febrúar

Við erum öll #FélagiðOkkar og nú býðst þér að kaupa vörur og styrkja öflugt starf Fjölnis í leiðinni.

Við bjóðum einnig upp á þann valmöguleika að eyrnamerkja kaupin einni eða fleiri deildum.

Ef kaupin eru t.d. merkt knattspyrnudeildinni þá fer allur hagnaður af sölu til hennar.

Ef tvær deildir eru valdar þá skiptist hagnaðurinn í tvennt og svo framvegis.

Þeir iðkendur sem halda sjálfir utan um sölu frá 500 kr af hverri seldri vöru. Sölublað og skjöl má finna neðst.

 

Sölutímabilið stendur yfir frá og með mánudeginum 1. febrúar til og með föstudeginum 12. febrúar.

 

Afhending á vörum fer fram fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 16-18 við Egilshöll. Starfsfólk skrifstofu, þjálfarar og sjálfboðaliðar munu sjá til þess að afhenda þér vörurnar beint í bílinn.

 

Við bjóðum einnig upp á heimsendingu á pöntunum yfir 10.000 kr. gegn 1.000 kr. viðbótargjaldi.

 

Þetta er einfalt! Þú velur þær vörur sem þér líst best á, hakar við deild og heimsendingu ef það á við, leggur inn á fjáröflunarreikning Fjölnis og bíður spennt/ur eftir vörunum.

 

rknr. 0133-15-200689

kt. 631288-7589

skýring: nafn kaupanda

kvittun á skrifstofa@fjolnir.is

 

Skjöl

Sölublað docx – tinyurl.com/2nr3rwzs

Vöruúrval pdf – tinyurl.com/7k3vcxg8

Vöruúrval png – tinyurl.com/1txfq3y9

Fjáröflun á netinu – tinyurl.com/33nlwj9n

 

#FélagiðOkkar


Aðalfundir deilda

Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.

Tillaga að formanni þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar deildar

d)      Kjör formanns

e)      Kjör stjórnarmanna

g)      Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög Fjölnis má finna hér

Tímasetning funda er eftirfarandi:

  • Tennis: 4. febrúar kl. 19:30-21:00 (Tennishöllin) 
  • Körfubolti: 9. febrúar kl. 17:45-19:30 
  • Sund: 9. febrúar kl. 20:00-21:30
  • Íshokkí: 10. febrúar kl. 20:00-21:30 
  • Knattspyrna: 11. febrúar kl. 17:45-19:15 
  • Fimleikar: 11. febrúar kl. 19:30-21:00 
  • Karate: 15. febrúar kl. 20:00-21:30
  • Skák: 16. febrúar kl. 17:30-19:00 
  • Listskautar: 16. febrúar kl. 19:30-21:00
  • Frjálsar: 17. febrúar kl. 20:00-21:30 
  • Handbolti: 18. febrúar kl. 18:00-19:30


Skráningar opna 1. janúar

Skráningar á vorönn 2021 opna föstudaginn 1. janúar.

Allar upplýsingar um fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni má finna á fjolnir.felog.is.

Aðgangur að XPS Network appinu fæst þegar skráningu er lokið.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofan á skrifstofa@fjolnir.is.