Aðalfundir fimleika-, íshokkí-, körfubolta- og sunddeilda fóru fram síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag.

Á fundi fimleikadeildar var einhver breyting á en nöfn stjórnarinnar koma inn seinna.

Á aðalfundi íshokkídeildar var nokkuð um breytingar á stjórninni. Elín D. Guðmundsdóttir tekur við sem formaður. Þau Margrét H. Ásgeirsdóttir, Karvel Þorsteinsson, Hallur Árnason, Kristján V. Þórmarsson og Birkir Björnsson hlutu öll sæti í meðstjórnenda og Ásta Hrönn Ingvarsdóttir skipar sæti varamanns stjórnar.

Á aðalfundi körfuboltadeildar var ný stjórn kosin. Salvör Þóra Davíðsdóttir tekur við sem formaður deildarinnar. Þau Magnús Dagur Ásbjörnsson, Jón Pétur Zimsen, Marteinn Þorvaldsson, Smári Hrafnsson, Arnar B. Sigurðsson, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson og Alexander Þór Hafþórsson hlutu sæti meðstjórnenda.

Fjölnir býður nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna og þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Aðalfundur sunddeildarinnar fór fram fimmtudaginn 9. febrúar, ekki tókst að kjósa formann né meðstjórnendur og verður því boðað til framhaldsaðalfundar mánudaginn 20. febrúar kl. 20:00.

Í næstu viku fara fram aðalfundir knattspyrnu-, listskauta-, karate- og handboltadeildar.

Á mánudag kl. 17:00 fer aðalfundur knattspyrnudeildar fram. Þau framboð sem hafa borist eru eftirfarandi:
Björgvin Bjarnason gefur kost á sér sem formaður knattspyrnudeildar
Eftirfarandi hafa gefið kost á sér í stjórn:
Árni Hermannsson
Hjörleifur Þórðarson
Trausti Harðarson
Arnar Freyr Reynisson
Sigursteinn Brynjólfsson
Sigríður María Jónsdóttir
Til varamanns stjórnar:
Brynjar Bjarnason

Frestur til framboða í stjórn knattspyrnudeildar er liðinn en framboð til stjórna verða að berast fimm dögum fyrir aðalfund. Hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.

Aðalfundur listskautadeildar fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18:00. Engin framboð til stjórnar hafa borist en frestur til framboða lýkur í dag (föstudaginn 10. febrúar).

Aðalfundur karatedeildar fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20:00. Allir gefa kost á sér að nýju í stjórn deildarinnar að undanskildum Friðriki Magnússyni. Sigríður Jóna Ólafsdóttir gefur kost á sér sem meðstjórnandi.

Aðalfundur handknattleiksdeildar fer fram fimmtudaginn 16. febrúar kl. 18:00. Engin framboð hafa borist en frestur til framboða lýkur á morgun (laugardaginn 11. febrúar). Öll framboð skulu sendast á gummi@fjolnir.is

Við minnum á að hægt verður að gefa kost á sér í laus sæti á aðalfundinum og í kjölfarið verður einnig kosið um þau sæti á fundinum.