Upphitun. Fjölnir - Valur

Pepsi Max deild karla

9. umferð

Fjölnir - Valur

Mánudaginn 27. júlí kl. 19:15 á Extra vellinum

Í síðustu umferð náði Fjölnir í sitt þriðja stig í sumar er liðið gerði 2-2 jafntefli við KR í Vesturbænum (hlekkur á mörkin úr leiknum). Frammistaðan gegn KR var til fyrirmyndar og þarf baráttan, aginn og viljinn sem liðið sýndi í síðasta leik að einkenna Fjölni í öllum leikjum sem eftir eru af tímabilinu. Margt jákvætt var við spilamennsku Fjölnis gegn KR. Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæra fyrirgjöf Hallvarðs Óskars Sigurðarsonar. Hitt mark Fjölnis gerði Jóhann Árni Gunnarsson. Einnig var ánægjulegt að sjá Torfa Tímoteus Gunnarsson koma aftur inn á völlinn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Torfi lék síðustu fimmtán mínúturnar gegn KR. Viktor Andri Hafþórsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild. Viktor lék fyrstu sextíu mínútur leiksins. Gera þurfti breytingu á byrjuarliði Fjölnis skömmu fyrir leikinn gegn KR þar sem Christian Sivebæk meiddist í upphitun. Undirrituðum er ekki kunnugt um alvarleika meiðslanna. Orri Þórhallsson sem var frá vegna meiðsla í leiknum á undan kom inn í byrjunarliðið í stað Danans.

Jafnteflið dugði þó ekki til að minnka bilið upp í öruggt sæti, á milli umferða hefur bilið upp í 10. sæti aukist um eitt stig. KA og Grótta náðu bæði einu stigi úr sínum viðureignum og HK vann sinn leik. Áfram stöndum við Fjölnismenn í brekku og reikna má með að baráttan fyrir sæti í deildinni að ári standi alveg til loka mótsins. Því verður að leggja allt í sölurnar á mánudaginn þegar Valur kemur í heimsókn.

Andstæðingurinn

Aðra umferðina í röð mætir Fjölnir toppliði deildarinnar. Valur skaut sér í 1. sæti með sigri á Fylki í síðustu umferð. Valur hefur leikið átta leiki í sumar; fimm sigrar, eitt jafntefli og tvö töp. Staðan í deildinni mun þó eitthvað breytast áður en flautað verður til leiks í Grafarvogi á mánudag þar sem tveir leikir fara fram á sunnudag. Valur er annað af tveimur liðum deildarinnar sem er með fullt hús stiga á útivöllum. Því verður að breyta á mánudaginn. Öll stig Fjölnis í sumar hafa komið á útivöllum. Valur er það lið sem skorað hefur flest mörk í deildinni í sumar (ásamt ÍA). Þriðjung marka Vals hefur Patrick Pedersen skorað. Pedersen fór meiddur af velli í síðasta leik Vals, óvíst er hvort hann taki þátt í leiknum á mánudag. Þjálfari Vals er Heimir Guðjónsson.

Fyrri viðureignir félaganna

Alls hafa Fjölnir og Valur mæst sextán sinnum í deildarkeppni. Valur hefur unnið helming viðureignanna, Fjölnir unnið þrjár og fimm hafa endað með jafntefli. Leikir Fjölnis og Vals hafa oftar en ekki einkennst af mikilli markaskorun. Að meðaltali eru skoruð tæplega fjögur mörk í leikjum félaganna. Aldrei hafa liðin gert markalaust jafntefli. Í ljósi sögunnar má því búast við markaleik. Fjölmennum á völlinn, styðjum okkar lið og vinnum saman að því að gulir skori fleiri mörk en rauðir á mánudaginn.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér. Einnig verður hægt að kaupa miða við inngang.

Staðan í deildinni áður en 9. umferðin hefst.

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

21 – Christian Sivebæk

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson


Upphitun. KR - Fjölnir

Pepsi Max deild karla

8. umferð

KR - Fjölnir

Miðvikudaginn 22. júlí kl. 20:15 á Meistaravöllum

Áfram erum við Fjölnismenn staddir í brekku eftir 0-3 tap gegn FH í síðustu umferð. Þrátt fyrir dapurt gengi í upphafi móts er það jákvætt að ennþá er stutt upp í öruggt sæti. HK og Grótta hafa einnig verið í töluverðu basli í upphafi móts, það er jákvætt í annars dapurri byrjun Fjölnis á Íslandsmótinu. Fjölnir situr í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig eftir sjö leiki. HK situr í 10. sæti deildarinnar með fimm stig, einu stigi meira en Grótta. Staðan á botni deildarinnar getur því breyst skyndilega.

Andstæðingurinn

KR er ríkjandi Íslandsmeistari og situr á toppi deildarinnar með fimmtán stig eftir sex leiki. KR hefur tapað einum leik í sumar. Þá tapaði liðið mjög óvænt 0-3 gegn HK á heimavelli. Í síðustu umferð vann KR 0-3 sigur í Árbæ. Miðjumaðurinn Pablo Punyed hefur verið atkvæðamesti leikmaður KR í ár. Pablo, sem hóf feril sinn á Íslandi með Fjölni sumarið 2012, hefur skorað fjögur mörk í deildinni í sumar. Þjálfari KR er Rúnar Kristinsson. Markmið Rúnars og KR er að verja Íslandsmeistaratitil sinn, það hefur KR aldrei tekist undir stjórn Rúnars. Vonandi tekst Fjölni hindra Vesturbæinga í titilvörn sinni. Leikurinn á miðvikudag verður fyrri viðureign félaganna á aðeins átta dögum. KR og Fjölnir drógust saman í 16-liða úrsltum bikarkeppninnar og mætast á þeim vettangi fimmtudaginn 30. júlí.

Fyrri viðureignir liðanna

Síðustu þrír leikir Fjölnis og KR í A-deild hafa endað með jafntefli. Alls hafa liðin mæst fjórtán sinnum í efstu deild. KR hefur unnið helming viðureignanna, þrjár hafa endað með sigri gulra og fjórar með jafntefli. Fjölnir hefur áður komið á óvart á móti KR. Fyrsti heimaleikur Fjölnis í efstu deild var gegn Vesturbæjarliðinu. Fjölnir hafði lagt Þrótt í fyrstu umferð Íslandsmótsins sumarið 2008. Í annarri umferð komu KR-ingar í Grafarvog. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Pétur Markan jafnaði fyrir Fjölni fimm mínútum síðar. Allt stefndi í jafntefli en í uppbótartíma síðari hálfleiks var víti dæmt á leikmann KR sem notað hafði hönd sína til að verja skalla Fjölnismanna. Úr vítaspyrnunni skoraði Gunnar Már Guðmundsson og allt ætlaði um koll að keyra í Grafarvogi. Lokatölur 2-1.

Fjölmennum í Vesturbæinn og hvetjum okkar pilta til sigurs.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

21 – Christian Sivebæk

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson


Upphitun. Fjölnir - FH

Pepsi Max deild karla

7. umferð

Fjölnir – FH

Laugardaginn 18. júlí kl. 16:00 á Extra vellinum

Eftir jafntefli gegn KA í síðustu umferð situr Fjölnir áfram á botni Pepsi Max deildarinnar. Fjölnir er með tvö stig, tveimur stigum á eftir Gróttu sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsvæðið. Á milli Fjölnis og Gróttu situr KA með þrjú stig. Í næstu umferð mætast Grótta og KA. Það gerir leik Fjölnis og FH á laugardaginn enn mikilvægari í ljósi þess að Grótta og/eða KA mun(u) fá stig í næstu umferð. Með hliðsjón af stöðu Fjölnis í deildinni má raunar segja að næsti leikur hverju sinni sé mikilvægasti leikur tímabilsins.

Hans Viktor Guðmundsson lék sinn hundraðasta leik fyrir meistaraflokk Fjölnis í jafnteflinu við KA í upphafi vikunnar.  Hansi spilaði lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Fjölnis 25. maí 2015 þegar hann kom inná fyrir Daniel Ivanovski í 3-3 jafntefli á Hlíðarenda. Til hamingju með áfangann Hansi. Annað fagnaðarefni frá mánudeginum er það að Hallvarður Óskar Sigurðarson lék sinn fyrsta leik í sumar eftir baráttu við meiðsli. Hallvarður var að öðrum ólöstuðum öflugasti leikmaður Fjölnis á undirbúningstímabilinu áður en hlé var gert á því vegna kórónaveirunnar. Þá skoraði Orri Þórhallsson sitt fyrsta mark í efstu deild í 1-1 jafnteflinu við KA.

Andstæðingurinn

Eftir að hafa lagt HK og ÍA í fyrstu tveimur umferðum Íslandsmótsins hefur FH fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum. Fimleikafélagið tapaði 1-2 fyrir Fylki á mánudaginn, áður hafði FH tapað 1-4 fyrir Víkingi og gert 3-3 jafntefli við Breiðablik. FH er í 8. sæti deildarinnar með fimm stig. FH hefur leikið einum leik færra en flest lið deildarinnar. Sem fyrr er Steven Lennon öflugasti leikmaður FH. Lennon hefur skorað fimm af tíu mörkum FH í sumar. Eftir tap FH gegn Fylki í upphafi vikunnar hefur orðið þjálfarabreyting í Hafnarfirði. Ólafur Helgi Kristjánsson er stiginn frá borði til að taka við Esbjerg í Danmörku. Við hans starfi taka Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen.

Fjölnir og FH hafa mæst fjórtán sinnum í deildarkeppni. Allir leikirnir hafa verið í A-deild. Af þessum fjórtán leikjum hefur Fjölnir unnið tvo. Ellefu hafa endað með sigri Hafnarfjarðarliðsins og einn leikur með jafntefli. Báðir sigurleikir Fjölnis gegn FH áttu sér stað sumarið 2017. 2-1 sigur Fjölnis í Grafarvoginum á FH undir lok móts árið 2017 hafði það í för með sér að Fjölnir svo gott sem tryggði sæti sitt í deildinni það tímabilið. Eins og flestum Fjölnismönnum er kunnugt léku þessi lið til bikarúrslita árið 2007. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en FH skoraði eitt mark gegn engu marki Fjölnis í framlengingunni.

Mikill samgangur hefur verið á milli Fjölnis og FH í gegnum tíðina. Meðal leikmanna sem leikið hafa fyrir bæði félög eru Gunnar Már Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Magnús Ingi Einarsson, Atli Guðnason, Guðmundur Karl Guðmundsson og margir fleiri.

 

 

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.

Flykkjumst á völlinn. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

Sjá einnig:

Fyrri viðureignir liðanna

 

Leikmenn sem hafa leikið 100 leiki eða fleiri fyrir Fjölni*

Hans Viktor Guðmundsson – 100 leikir

Aron Sigurðarson – 103 leikir

Guðný Jónsdóttir – 104 leikir

Oddný Karen Arnardóttir – 106 leikir

Pétur Georg Markan – 108 leikir

Aníta Björk Bóasdóttir – 110 leikir

Ásgeir Aron Ásgeirsson – 110 leikir

Ómar Hákonarson – 111 leikir

Helena Konráðsdóttir – 112 leikir

Hrefna Lára Sigurðardóttir – 119 leikir

Þórir Guðjónsson – 125  leikir

Tinna Þorsteinsdóttir – 129 leikir

Sonný Lára Þráinsdóttir – 141 leikur

Kristjana Ýr Þráinsdóttir – 147 leikir

Íris Ósk Valmundsdóttir – 156 leikir

Bergsveinn Ólafsson – 162 leikir

Illugi Þór Gunnarsson – 164 leikir

Ásta Sigrún Friðriksdóttir – 189 leikir

Þórður Ingason – 194 leikir

Elín Heiður Gunnarsdóttir**

Þorvaldur Logason**

Leikmenn sem leikið hafa yfir 200 leiki fyrir Fjölni

Gunnar Valur Gunnarsson – 204 leikir

Guðmundur Karl Guðmundsson – 222 leikir

Gunnar Már Guðmundsson – 258 leikir

*Listinn er birtur með fyrirvara um að mögulega vanti örfáa leikmenn á listann. Listinn er unninn upp úr öðrum lista sem kynntur var þegar leikmenn með yfir 100 leiki fyrir Fjölni voru verðlaunaðir á stuðningsmannakvöldi vorið 2018. Allar ábendingar eru vel þegnar.

** Bæði Elín Heiður og Þorvaldur hafa leikið yfir 100 leiki fyrir Fjölni. Undirrituðum er ekki kunnugt um nákvæman leikjafjölda. Allar ábendingar eru vel þegnar.

 

 

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

21 – Christian Sivebæk

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson


Upphitun. KA - Fjölnir

Pepsi Max deild karla

6. umferð

KA – Fjölnir

Mánudaginn 13. júlí kl. 18:00 á Akureyrarvelli

Eftir tapið gegn Gróttu í síðustu umferð situr Fjölnir í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, einu stigi á eftir KA sem er komið í fallsæti eftir 4-1 tap gegn Fylki í síðustu umferð. Það er öllum Fjölnismönnum ljóst að upphaf tímabilsins hefur verið gríðarleg vonbrigði. Eftir fimm umferðir hefur Fjölnir náð í eitt stig, það er versta stigasöfnun Fjölnis á þessum tímapunkti í Íslandsmóti a.m.k. frá aldamótum (undirrituðum gafst ekki tími til að grafa upp úrslit fyrir aldamót). Við enda ganganna hlýtur að leynast ljós. Andstæðingar okkar í næsta leik hafa heldur ekki hafið Íslandsmótið með neinum glæsibrag. KA tapaði í síðustu umferð fyrir Fylki, 4-1. Hinn tapleikur KA í sumar kom gegn ÍA. Báðir heimaleikir KA í sumar hafa endað með jafntefli, gegn Víkingi og Breiðabliki. KA hefur leikið leik færra en flest önnur lið. Það er morgunljóst að um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða á mánudaginn kemur. Reikna má með því að fyrirliði Fjölnis, Hans Viktor Guðmundsson, byrji leikinn gegn KA. Leikurinn verður hundraðasti leikur hans á ferlinum. Hans Viktor hefur alla tíð leikið með Fjölni.

Fyrri viðureignir félaganna

Fjölnir þekkir það ágætlega að snúa við afleitri byrjun með sigri á Akureyrarvelli. Tímabilið 2007, þegar Fjölnir tryggði sér sæti í A-deild í fyrsta sinn, hófst með miklum vonbrigðum. Eftir að Fjölnir hafði einungis nælt sér í eitt stig í fyrstu þremur leikjum Íslandsmótsins árið 2007 unnu okkar menn stórsigur á KA, 0-6. Eftir þann sigur var ekki aftur snúið. Fjölnir flaug upp um deild og í bikarúrslit það ár. Nú er ekki annað í boði en að endurtaka leikinn frá árinu 2007 og gera ferð á Akureyrarvöll að vendipunkti tímabilsins. Þá er tími til kominn að Fjölnir leggi KA í efstu deild. KA, og nú Grótta, eru þau lið sem Fjölnir hefur mætt í A-deild en aldrei unnið á þeim vettvangi. KA og Fjölnir hafa mæst fjórum sinnum í A-deild. Báðir leikirnir í Grafarvogi hafa endað með jafntefli en KA unnið leikina tvo á Akureyri. Í deildarkeppnum hafa KA og Fjölnir leikið átján leiki. Liðin hafa unnið sitt hvora sjö leikina. Fjórar viðureignir Fjölnis og KA hafa endað með jafntefli.

Tengingar á milli Fjölnis og KA

Nokkur tengsl eru á milli Fjölnis og KA. Þjálfari KA-manna, Óli Stefán Flóventsson, lék með Fjölni með góðum árangri tímabilið 2008. Tíu árum síðar lék núvernadi fyrirliði KA, Almarr Ormarsson, með Fjölni. Tveir fyrrverandi formenn knattspyrnudeildar Fjölnis, þeir Árni Hermannsson og Kristján Einarsson ólust upp í KA og léku með félaginu. Þá lék Torfi Tímoteus Gunnarsson með KA sem lánsmaður á síðustu leiktíð. Ekki er hægt að minnast á tengingar KA og Fjölnis án þess að nefna Gunnar Val Gunnarsson sem ólst upp hjá Akureyrarliðinu. Að frátöldum tveimur tímabilum með KA og nokkrum leikjum með Vængjum Júpíters lék Gunni Valur allan sinn meistaraflokksferil með Fjölni. Aðeins Guðmundur Karl Guðmundsson og Gunnar Már Guðmundsson hafa leikið fleiri leiki fyrir félagið okkar en Gunni Valur. Alls lék Gunnar Valur 204 leiki fyrir Fjölni og er nú einn liðstjóra Fjölnisliðsins. Í baráttunni sem framundan er á yfirstandandi tímabili er nauðsynlegt að Fjölnismenn tileinki sér leikstíl Gunnars Vals Gunnarssonar sem einkenndist af þrautsegju, fórnfýsi og ástríðu.

Snúum bökum saman og styðjum lið okkar til sigurs. Áfram Fjölnir!

Miðasala á leikinn er hafin. Nánar hér.

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

21 – Christian Sivebæk

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

 

Sjá einnig:

Fyrri viðureignir félaganna


Upphitun: Fjölnir - Grótta

Pepsi Max deild karla

5. umferð

Fjölnir – Grótta

Miðvikudaginn 8. júlí kl. 19:15 á Extra vellinum

Eftir vonbrigði síðustu umferðar situr Fjölnir enn í 11. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir KA sem er í 10. sæti. KA hefur leikið einum leik færra en flest önnur lið deildarinnar. Næsti andstæðingur Fjölnis, Grótta, situr í neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Fjölnir en lakara markahlutfall. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki í sumar. Óþarfi er að eyða mörgum orðum í mikilvægi leiksins gegn Gróttu. Fjölnir og Grótta sitja í fallsætum deildarinnar og eru án sigurs að fjórum umferðum loknum. Í 2-1 tapinu gegn Fylki í síðustu umferð byrjaði Jón Gísli Ström sinn fyrsta leik í sumar. Nýju leikmennirnir Christian Sivebæk og Péter Zachán þreyttu frumraun sína er þeir komu inná sem varamenn eftir um sextíu mínútna leik gegn Fylki.

Andstæðingurinn

Fjölnir og Grótta komu saman upp úr B-deild síðasta sumar. Eins og flestum er kunnugt er Grótta nýliði í efstu deild. Grótta skoraði sín fyrstu mörk í og náði í sitt fyrsta stig í A-deild í síðustu umferð þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við HK. Grótta og Fjölnir hafa sjö sinnum mæst í deildar- og bikarkeppnum. Fjölnir hefur unnð fjóra leiki og þrír leikir hafa endað með jafntefli. Báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð enduðu með markalausu jafntefli. Ágúst Gylfason, þjálfara Gróttu, þarf vart að kynna fyrir Fjölnismönnum. Ágúst lék á sínum tíma 22 leiki fyrir Fjölni áður en hann stýrði Fjölni í 145 leikjum. Ágúst hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarmaður Ásmundar Arnarssonar hjá Fjölni. Þrátt fyrir að hafa stýrt Fjölni yfir langt tímabil á Ágúst þó töluvert langt í land með að ná Ásmundi Arnarssyni sem stýrt hefur Fjölni í tæplega 200 leikjum.

Eftir magra stigasöfnun í upphafi móts er tími til kominn að hefja stigasöfnun í deildinni fyrir alvöru. Mætum sem flest á völlinn á miðvikudag og styðjum okkar lið til sigurs. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.

 

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

21 – Christian Sivebæk

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Grétar Atli Davíðsson

 

Sjá einnig:

Fyrri viðureignir liðanna
Viðburður á Facebook


Upphitun. Fjölnir - Fylkir

Pepsi Max deild karla

4. umferð

Fjölnir - Fylkir

Laugardaginn 4. júlí kl. 14:00 á Extra vellinum

Fjölnir situr í 11. sæti deildarinnar með eitt stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir Fylki. Fjölnir hefur eingöngu leikið gegn liðum sem búsit er við að verði í efri hluta deildarinnar í sumar. Fyrir tímabilið var hvorki búist við Fjölni né Fylki í efri hluta deildarinnar. Það er því ljóst að um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða. Fylkismenn fengu sín fyrstu stig í sumar með sigri á Gróttu í síðustu umferð. Fjölnir tefldi fram óbreyttu byrjunarliði í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar. Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu í 1-3 tapinu gegn Blikum í síðustu umferð. Valdimar Ingi Jónsson fór úr byrjunarliðinu og inn kom Örvar Eggertsson. Hinn tvítugi Kristófer Óskar Óskarsson sneri til baka úr meiðslum í leiknum gegn Blikum og lék sinn fyrsta leik í efstu deild er hann kom inná sem varamaður. Kristófer, sem skoraði fjögur mörk í sautján leikjum á síðasta tímabili, getur leikið bæði sem kanntmaður og framherji.

Breytingar á leikmannahópi

Tveir leikmenn hafa bæst við leikmannahóp Fjölnis frá síðasta leik. Danski kanntmaðurinn Christian Sivebæk kom til Fjölnis frá danska liðinu Viborg. Christian er 32 ára hávaxinn reynslumikill leikmaður sem á að baki fjölmarga leiki í tveimur efstu deildunum í Danmörku með Viborg, Velje og Midtjylland. Auk þess var hann áður á mála hjá Seattle Sounders í MLS deildinni. Í fyrstu upphitunarfærslu sumarsins var fjallað um þá staðreynd að í fyrsta sinn væri enginn í leikmannahópi Fjölnis eldri en félagið okkar. Sú staðreynd hefur ekki breyst. Christian er átta dögum yngri en Fjölnir.

Einnig samdi Fjölnir við ungverska varnarmanninn Péter Zachán. Péter er 22 ára hávaxinn réttfættur leikmaður sem á leiki með U-21 landsliði Ungverjalands. Péter var síðast á mála hjá Paksi FC í efstu deild í heimalandinu en hefur einnig verið á láni hjá VLS Veszprém og Szekszárdi UFC þar í landi. Bæði Péter og Christian sömdu við Fjölni um að leika með liðinu út yfirstandandi leiktíð. Á sama tíma og Fjölnir fékk til sín tvo leikmenn var varnarmaðurinn Eysteinn Þorri Björgvinsson lánaður í Þrótt Vogum sem leikur í 2. deild. Eysteinn hafði ekkert komið við sögu það sem af er tímabili.

Hvað segir sagan?

Fjölnir og Fylkir hafa mæst 15 sinnum í deildar- og bikarkeppnum. Fjölnir hefur yfirhöndina í sögulegu ljósi. Fjölnir hefur sigrað sex leiki og Fylkir fjóra. Fimm viðureignir liðanna hafa endað með jafntefli. í 32 ára sögu Fjölnis má færa rök fyrir því að tveir af stærstu sigrum Fjölnis hafi verið gegn Fylki. Félagið okkar tryggði sér sæti í bikarúrslitum árin 2007 og 2008 með því að leggja Fylki í undanúrslitum bæði árin. Fjölnismenn hafa því miður ekki alltaf farið glaðir heim eftir viðureignir sínar við Fylki. Segja má að Fjölnir eigi harma að hefna eftir síðustu viðureigna liðanna sem fram fór í lokaumferð Íslandsmótsins 2018. Á vef Knattspyrnusambands Íslands er að finna upplýsingar um allar viðureignir liðanna frá árinu 2001. Séu úrslit skoðuð í öllum flokkum, í öllum mótum og hjá báðum kynjum kemur í ljós að gríðarlegt jafnfræði er með liðunum. Frá árinu 2001 hafa liðin mæst rúmlega 700 sinnum. Fjölnir hefur unnið 237 leiki, Fylkir 238 og 235 leikir hafa endað með jafntefli.

 

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.

Sjáumst á vellinum. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

 

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 - Péter Zachán

21 - Christian Sivebæk

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

27 – Dagur Ingi Axelsson

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Grétar Atli Davíðsson

Sjá einnig

Fyrri viðuregnir liðanna í deidarkeppni og í bikar
Ferilsyfirlit Christian Sivebæk
Ferlisyfirlit Péter Zachán
Fjölnir á Facebook og Twitter
Fylkir - Fjölnir á Facebook 

 

 


Upphitun: Breiðablik - Fjölnir

Pepsi Max deild karla

3. umferð

Breiðablik – Fjölnir

Mánudaginn 29. júní kl. 19:15 á Kópavogsvelli

Fyrsti sigur Fjölnis í sumar kom síðastliðið miðvikudagskvöld er okkar piltar slógu Selfyssinga úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Lokatölur 3-2. Ásmundur Arnarsson stillti upp óbreyttu byrjunarliði í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar en í bikarleiknum gegn Selfossi voru gerðar þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Úr byrjunarliðinu fóru Atli Gunnar Guðmundsson, Valdimar Ingi Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson. Inn í liðið komu Viktor Andri Hafþórsson, Örvar Eggertsson og markvörðurinn efnilegi Sigurjón Daði Harðarson. Viktor og Sigurjón koma báðir úr 2001 árgangi Fjölnis, ásamt þeim Jóhanni Árna Gunnarssyni og Orra Þórhallssyni sem byrjað hafa alla leiki tímabilsins.

Sigurjón, sem fékk eldskírn í meistaraflokki með Vængjum Júpíters á síðasta tímabili, var að leika sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Fjölni. Þeir Örvar og Viktor voru báðir í byrjunarliði í fyrsta sinn í gulu treyjunni. Viktor skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki í sigrinum gegn Selfossi. Aðrir markaskorarar Fjölnis voru Jón Gísli Ström og Ingibergur Kort Sigurðsson. Leikurinn var hundraðasti sigurleikur Guðmundar Karls Guðmundssonar á hans ferli. Dregið hefur verið í 16-liða úrslit keppninnar og mætir Fjölnir KR í lok júlí.

Eftir jafntefli gegn Víkingi í fyrstu umferð og tap gegn Stjörnunni í öðrum leik sumarsins situr Fjölnir í 10. sæti deildarinnar með eitt stig. Breiðablik er eitt þriggja liða sem hefur unnið báða sína leiki í deildinni í ár. Blikar lögðu nýliða Gróttu 3-0 í fyrstu umferð áður en þeir lögðu Árbæinga 0-1. Þá bar Breiðablik sigurorð á Keflavík, 3-2, í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Nú er tími til kominn fyrir okkur Fjölnismenn að rétta hlut okkar í viðureignum við Breiðablik. Í átján deildarleikjum gegn Breiðabliki hefur Fjölnir unnið tvo leiki og hafa þrír leikir endað með jafntefli. Eitt skrautlegasta mark sem skorað hefur verið á Fjölnisvelli kom í sigri Fjölnis á Blikum í upphafi móts fyrir þremur árum þegar núverandi fyrirliði Fjölnis, Hans Viktor Guðmundsson, skoraði með bakinu. Í báðum sigrum Fjölnis á Breiðabliki hefur Hans Viktor skorað mark.

Á meðal manna sem spilað hafa fyrir bæði Fjölni og Breiðablik má nefna Kristófer Skúla Sigurgeirsson, Martin Lund Pedersen og Ágúst Þór Ágústsson. Þá lék Ásmundur Arnarsson nokkra leiki fyrir Breiðablik fyrir tveimur áratugum síðan.

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.

Sjáumst á vellinum. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

 

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

27 – Dagur Ingi Axelsson

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

33 – Eysteinn Þorri Björgvinsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Grétar Atli Davíðsson

Sjá einnig:

Fyrri viðureignir liðanna
Fjölnir á Facebook og Twitter
Viðburður á Facebook


32-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Fjölnir - Selfoss

Mjólkurbikar karla

32-liða úrslit

Fjölnir – Selfoss

Miðvikudaginn 24. júní kl. 19:15 á Extra vellinum

Þá er komið að því að Fjölnir hefji leik í Mjólkurbikar karla þetta árið. Líkt og önnur úrvalsdeildarlið kemur Fjölnir inn í bikarkeppnina í 32-liða úrslitum. Ásmundur Arnarsson hefur stillt upp sama byrjunarliði í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar. Athyglisvert verður að sjá hvort ný andlit komi inn í byrjunarliðið. Í tapinu gegn Stjörnunni í síðasta leik skoraði Jóhann Árni Gunnarsson sitt fyrsta mark í efstu deild og nýliðinn Örvar Eggertsson lék sinn fyrsta leik fyrir Fjölni. Fáir hafa leikið bæði fyrir Fjölni og Selfoss. Undirrituðum er ekki kunnugt um fleiri en Tómas Leifsson, Ragnar Heimi Gunnarsson, Ágúst Örn Arnarson og Geir Kristinsson, sem nú er formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fjölni, sem leikið hafa fyrir bæði félög.

Andstæðingurinn

Selfoss endaði síðasta tímabil í 3. sæti 2. deildar, einu stigi frá sæti í 1. deild. Selfoss lagði Snæfell 5-0 í fyrstu umferð bikarkeppninnar í ár. Í annarri umferð bar Selfoss sigurorð á Hvíta riddaranum, 0-1. 2. deild karla hófst í síðustu viku, þar unnu Selfyssingar 3-4 sigur á Kára. Þekktasti og besti leikmaður Selfoss er eflaust markahrókurinn Hrvoje Tokic. Tokic skoraði 24 mörk í 22 leikjum með Selfossi á síðasta tímabili. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í sigri liðsins á Kára. Annar lykilmaður í liði Selfoss er hinn 17 ára Guðmundur Tyrfingsson. Guðmundur er einnig markaskorari og gerði hann fernu í fyrstu umferð bikarkeppninnar. Þjálfari Selfoss er Dean Martin. Besti árangur Selfoss í bikarkeppni er að hafa leikið til undanúrslita árin 1969 og 2016.

Hvað segir sagan?

Fjölnir og Selfoss hafa mæst níu sinnum í deildar- og bikarkeppnum. Fjölnir hefur unnið fimm leki, Selfoss þrjá og einu sinni hefur leik lokið með jafntefli. Áhorfendur þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af jafntefli í leik liðanna á miðvikudag, leikið verður til þrautar verði jafnt að venjulegum leiktíma liðnum. Síðustu viðureign liðanna lauk með 3-0 sigri Fjölnis. Leikurinn var hluti af mögnuðum endaspretti Fjölnis í 1. deild karla haustið 2013 sem lauk með deildarmeistaratitli félagsins. Steinar Örn Gunnarsson er eini núverandi leikmaður Fjölnis sem var í leikmannahópi liðsins í umræddum leik. Einu sinni áður hafa Fjölnir og Selfoss mæst í bikarkeppni KSÍ. Liðin drógust saman í sömu umferð keppninnar árið 2011. Þeim leik lauk með 1-0 sigri Fjölnis. Það ár komst Fjölnir í 8-liða úrslit keppninnar.* Það er besti árangur Fjölnis í bikarkeppninni frá bikarúrslitaleikjunum á árunum 2007 og 2008. Kæra Fjölnisfólk, fjölmennum á völlinn, hvetjum félagið okkar til sigurs og leyfum okkur að dreyma.

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

27 – Dagur Ingi Axelsson

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

33 – Eysteinn Þorri Björgvinsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér. Rétt er að minna á að árskort á Extra völlinn gilda ekki á leiki í bikarkeppni.
Sjáumst á vellinum. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

*Fjölnir fór einnig í 8-liða úrslit árið 2015.

Sjá einnig:

Fyrri viðureignir liðanna
Viðburður á Facebook
Fjölnir á Facebook og Twitter


Fyrsti heimaleikur sumarsins: Fjölnir - Stjarnan

Pepsi Max deild karla

2. umferð

Fjölnir – Stjarnan

Sunnudaginn 21. júní kl. 16:45 á Extra vellinum

Eins og flestum Fjölnismönnum er kunnugt hófst tímabilið með 1-1 jafntefli gegn Víkingi. Af þeim fjórtán leikmönnum Fjölnis sem komu við sögu í leiknum voru fimm að þreyta frumraun sína í efstu deild, þeir Atli Gunnar Guðmundsson, Valdimar Ingi Jónsson og Orri Þórhallsson voru allir í byrjunarliðinu. Inn af varamannabekknum í sínum fyrstu leikjum í efstu deild komu Lúkas Logi Heimisson og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson. Leikurinn var einnig frumraun Lúkasar í meistaraflokki. Þá lék Grétar Snær Gunnarsson sinn fyrsta leik í gulu treyjunni.

Á milli leikja hefur einn leikmaður bæst við í hóp Fjölnis. Í vikunni gengu Fjölnir og Víkingur R. frá samkomulagi um félagaskipti Örvars Eggertssonar sem skrifaði undir samning við Fjölni sem gildir út tímabilið 2021. Örvar er 21 árs kanntmaður sem leikið hefur 44 leiki fyrir Víking og skorað í þeim fjögur mörk. Örvar á það sameiginlegt með Valdimar Inga Jónssyni og Arnóri Breka Ásþórssyni að hafa þótt gríðarlega efnilegur í frjálsum íþróttum.

Andstæðingurinn

Stjarnan hóf tímabilið með því að leggja Fylki 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Stjarnan hefur á að skipa reyndu liði sem litlum breytingum hefur tekið á síðustu árum. Rúnar Páll Sigmundsson er á sínu sjöunda tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. Í vetur bættist Ólafur Jóhannesson inn í þjálfarateymið og eru þeir Rúnar báðir aðalþjálfarar. Stjarnan endaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð. Fjölnir og Stjarnan mættust í Lengjubikarnum í febrúar. Heilt yfir var var jafnræði með liðunum í þeim leik en voru Fjölnismenn rækilega minntir á gæði Hilmars Árna Halldórssonar sem óumdeilanlega hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins síðustu ár. Hilmar Árni gerði bæði mörk þeirra bláklæddu gegn engu marki Fjölnismanna.

Hvað segir sagan?

Fjölnir og Stjarnan hafa nítján sinnum mæst í deildar- og bikarkeppni. Liðin hafa unnið sitt hvora sjö leikina og fimm leikir endað með jafntefli. Fjölnir hefur átt undir högg að sækja gegn Stjörnunni á síðustu árum. Fjölnir hefur ekki borið sigurorð á Stjörnnunni síðan Mark Charles Magee lék á alls oddi í 1-3 sigri Fjölnismanna fyrir fimm árum síðan. Með Ásmund Arnarsson í brúnni hefur Fjölnismönnum gengið vel gegn Stjörnunni; fjórir sigrar, þrjú jafntefli og ekkert tap.

Einn eftirminnilegasti leikur liðanna var í bikarkeppninni árið 2007. Torsóttasti sigur Fjölnis á leið sinni í bikarúrslit það ár var 2-3 sigur á Stjörnunni í 16-liða úrslitum keppninnar. Stjarnan komst í 2-0 með mörkum frá Guðjóni Baldvinssyni. Pétur Markan minnkaði muninn fyrir Fjölni áður en Ómar Hákonarson jafnaði undir lok venjulegs leiktíma. Ómar sem hafði farið úr axlarlið í leiknum innsigldi svo 2-3 sigur Fjölnis í framlengingu. Auk Guðjóns Baldvinssonar spiluðu tveir aðrir núverandi leikmenn Stjörnunnar umræddan leik, þeir Halldór Orri Björnsson og Daníel Laxdal. Leikurinn er einnig merkilegur fyrir þær sakir að hann er einn af fáum leikjum þar sem núverandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, Gunnar Már Guðmundsson, kom inná sem varamaður. Ásmundur Arnarsson stýrði Fjölni á þessum tíma.

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

27 – Dagur Ingi Axelsson

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

33 – Eysteinn Þorri Björgvinsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

 

 

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.

Sjáumst á vellinum. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

 

 

Sjá einnig:
Fyrri viðureiginir liðanna
Fjölnir á Facebook og Twitter
Fjölnir – Stjarnan á Facebook


Upphitunarpistill - Víkingur R. - Fjölnir

Pepsi Max deild karla
1. umferð
Víkingur R. – Fjölnir
Mánudaginn 15. júní kl. 18:00 á Víkingsvelli

 

Biðin eftir endurkomu Fjölnis í efstu deild karla tekur loks enda mánudaginn 15. júní kl. 18:00 þegar við Fjölnismenn bregðum okkur í Fossvoginn og etjum kappi við Víking. Fjölnir og Víkingur komu saman upp úr B-deild sumarið 2013 og hefur Fossvogsliðið haldið sér í efstu deild æ síðan.

Á síðustu leiktið endaði Víkingur í 7. sæti og varð auk þess bikarmeistari. Bæði Fjölnir og Víkingur hafa efnilega leikmenn innan sinna raða sem reikna má með að spili stórt hlutverk í sumar. Þekktustu leikmenn Víkings eru þó án nokkurs vafa reynsluboltarnir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason. Þjálfari Víkings er Arnar Gunnlaugsson.

Eftir að hafa leikið í B-deild frá 2010 til 2013 átti Fjölnir endurkomu í deild þeirra bestu sumarið 2014. Fyrsti leikur Fjönis í endurkomunni það sumar var einnig gegn Víkingi. Leikið var á Fjölnisvelli og enduðu leikar með 3-0 sigri Fjölnis.

Fjölnir hefir haft nokkuð gott tak á Víkingi í efstu deild. Í tíu viðureignum liðanna í efstu deild hefur Fjölnir unnið sex leiki og Víkingur þrjá. Jafntefli var niðurstaðan í síðasta leik liðanna í efstu deild.

Leikir þessara liða í efstu deild hafa jafnan verið besta skemmtun. Í átta viðureignum af tíu hafa veirð skoruð þrjú mörk eða fleiri. Hvorugu liðinu hefur tekist að halda hreinu í viðureignum liðanna síðustu fimm ár. Í viðureginum félaganna í efstu deild hafa Fjölnismenn skorað 19 mörk gegn 14 mörkum Víkings.

Í ljósi sögunnar er tilefni til bjarsýni. Af síðstu 7 leikjum liðanna í efstu deild hefur Fjölnir fagnað sigri fimm sinnum. Sagan vinnur hins vegar ekki leiki en vonandi tekst okkur Fjölnismönnum að viðhalda góðu taki sem við höfum haft á Víkingum.

 

Aðrir fróðleiksmolar

  • Ásmundur Arnarsson stýrir Fjölni í efstu deild í fyrsta sinn í ellefu ár.
  • Hans Viktor Guðmundsson mun leiða Fjölnisliðið til leiks sem nýr fyrirliði liðsins.
  • Meðal leikmanna sem leikið hafa bæði fyrir Fjölni og Víking eru Þórður Ingason, Davíð Þór Rúnarsson og Pétur Georg Markan.
  • Í fyrsta sinn er enginn leikmaður í meistaraflokkshóp hjá Fjölni eldri en félagið. Elsti leikmaður liðsins er Guðmundur Karl Guðmundsson, fæddur árið 1991.

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

2 – Eysteinn Þorri Björgvinsson

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

21 – Grétar Snær Gunnarsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

27 – Dagur Ingi Axelsson

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

 

 

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér. Sjáumst á vellinum í sumar. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson