Íslandsmót barna- og unglingasveita í skák 2021

B sveit Fjölnis – Íslandsmeistari í B flokki

Fjölnissveitir fjölmenntu á Íslandsmótið með alls 5 skáksveitir af 22 sveitum sem skráðar voru til leiks. Aðeins Skákdeild Breiðabliks sendi fleiri skáksveitir á mótið. Fjölniskrakkarnir eru á aldrinum 8 – 14 ára gömul, 12 drengir og 11 stúlkur.

Eldri liðin tefldu í A flokki. Yngri og óreyndari liðin í B flokki. Tveir riðlar í B flokki. Í B riðli náði B sveitin einstökum árangri, hlaut 19,5 vinninga af 20 mögulegum. Sveitin tefldi síðan til úrslita við sigurvegara í A riðli, skáksveit TR, og vann einvígið örugglega 6-2.

Stelpusveitirnar komu sterkar til leiks og urðu í 2. og 3. sæti A riðils.

Fjölnir með bestan árangur meðal yngri sveita. Svakalegur áhugi og góð mæting á Fjölnisæfingar sl. vetur að skila sér.

Í sigursveitinni Fjölnir B voru þeir: Tristan Fannar, Emil Kári, Theodór, Ómar Jón og Sindri Snær.

Til hamingju Fjölniskrakkar!

#FélagiðOkkar

Íslandsmeistarar B liða – B sveit Fjölnis. fv. Theodór Helgi, Emil Kári, Tristan Fannar, Ómar Jón og Sindri Snær

Reykjavíkurmeistarar stúlkna – D sveit Fjölnis, stóð sig frábærlega og nálægt því að komast í úrslitakeppnina.
Emilía Embla, Sigrún Tara, Tara Líf og Silja Rún

Bronssveitin, stúlkurnar í Fjölni. Heiðdís Diljá , Hrafndís Karen, María Lena og Nikola

Úrslitaeinvígi í B deild. Skákdeild Fjölnis með örugga sigra í tveimur umferðum, 3- 1 og 3-1

A sveit Fjölnisteflir við Íslandsmeistarasveit Breiðabliks.
Eiríkur Emil (fremst til hægri) á 1. borði tefldi einstaklega vel á mótinu


Hrafnhildur framlengir til 2024

Hrafnhildur leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hrafnhildur, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 50 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark en þetta eina mark verður að teljast ansi mikilvægt. Markið mikilvæga var útivallarmark sem kom gegn Völsungi í úrslitakeppni 2. deildar í sumar og var eitt tveggja marka í síðari leik liðanna sem tryggði okkur sæti í 1. deild á komandi tímabili. Hrafnhildur er öflugur varnarmaður sem getur líka leyst stöðu miðjumanns á vellinum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka og uppaldna leikmanns sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen