Hreiðar Bjarki kominn heim

Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.  Hreiðar er uppalinn Fjölnisdrengur og kemur heim reynslunni ríkar eftir að hafa spilað með Þór A á síðasta tímabili.  Hreiðar er framherji og mun koma inn í hópinn sem hefur verið að eflast síðustu vikurnar.

Velkomin heim Hreiðar Bjarki

#FélagiðOkkar


Vilhjálmur Theodór skrifar undir hjá körfunni

Vilhjálmur Theodór Jónsson gekk í dag í raðir körfuknattleiksdeildar Fjölnis þegar hann skrifaði undir samning við félagið.

Hann er öflugur framherji og kemur frá Njarðvík.  Vilhjálmur Theodór er annar leikmaðurinn sem Fjölnir semur við í vikunni, hinn var Róbert Sig.

Koma þessara tveggja leikmanna styður vel við markmið deildarinnar í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir stjórn Fals Harðarsonar.

Við bjóðum Vilhjálm velkomin í voginn

Á myndinni eru Vilhjálmur Theodór Jónsson og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri að skrifa undir samninginn.

#FélagiðOkkar


Róbert Sig kominn heim!

Bakvörðurinn knái, Róbert Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.

Róbert er uppalinn Fjölnismaður en var á síðasta tímabili hjá Stjörnunni.

Það er mikill fengur að fá hann aftur í Voginn og undirstrikar það áherslurnar fyrir næsta keppnistímabil.

Við bjóðum hann velkominn í hópinn.

#FélagiðOkkar


9. flokkur drengja Íslandsmeistarar.

Glæsilegur árangur 9. flokks drengja.

Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018.

Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.

Fjölnir lék í undanúrslitunum gegn Breiðablik og í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum var það svo Fjölnir sem vann KR en lokatölur urðu leiksins urðu 48:63 fyrir Fjölni.

Þjálfari liðsins er Birgir Guðfinnsson.

Ólafur Ingi Styrmisson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 8 stig, 23 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

KKÍ óskar Fjölni til hamingju með titilinn!
Fréttin er tekin af vef KKÍ, http://kki.is/frettir/frett/2018/05/07/Fjolnir-er-islandsmeistari-i-9.-flokki-drengja-2018/?pagetitle=Fj%C3%B6lnir+er+%C3%ADslandsmeistari+%C3%AD+9.+flokki+drengja+2018​ 

Innilega til hamingju strákar, stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis.


Íslandsmeistarar í 7 flokki 2018

Fjölnir varð um helgina íslandsmeistari 2018 í 7. flokki drengja eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Rimaskóla.

Fjölnisdrengir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndir Íslandsmeistarar 2018.

Þjálfari strákana er Sævaldur Bjarnason.

Það var Ester Alda Sæmundsdóttir, úr stjórn KKÍ, sem afhenti verðlaunin í leikslok.

Til hamingju Fjölnir!

#FélagiðOkkar