Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við SAMbíóin Egilshöll heldur enn eitt árið stórmót í körfuknattleik fyrir yngstu iðkendurnar.

Þátttakendur á mótinu eru stelpur og strákar fædd 2008 og síðar. Á síðasta ári mættu um 700 þátttakendur frá öllu landinu ásamt fjölskyldum sínum, liðsstjórum og þjálfurum.

Mótið fer fram fyrstu helgina í nóvember líkt og síðustu ár, þ.e. helgina 2. – 3. nóvember 2019.

Mótið er frábær fjölskylduskemmtun þar sem m.a. er boðið upp á fullt af körfubolta, bíó, sund, hrekkjavökustemmingu, andlitsmálun og ruslapokabúningagerð fyrir blysför og kvöldvöku, gistingu, mat, pizzuveislu og verðlaun.

Allir þátttakendur fara heim með veglegan Spalding körfubolta.

Að venju verður ekki keppt um sætin og stigin eru ekki talin opinberlega, heldur verður það leikgleðin sem ræður ríkjum og fá allir keppendur verðlaunapening að móti loknu. Mót þetta hefur skipað sér sess í stórmótum vetrarins og þar má jafnan sjá fullt af væntanlegum stórstjörnum, bæði hjá stelpum og strákum.

Þarna sjást oft tilvonandi þjálfarar í efstu deildum sem gjarnan stíga sín fyrstu skref með yngri körfuboltakrakka.

Skráningu lýkur 19. október, og allar nánari upplýsingar má finna inná heimasíðu mótsins HÉR.