Falur Harðarson áfram með Fjölni
Í dag skrifuðu körfuknattleiksdeild Fjölnis og Falur J Harðarson undir nýjan samning sem nær til tveggja ára. Falur mun því stýra liðinu í Dominos deildinni næsta vetur en strákarnir tryggðu sér sæti í deildinni með sigri á Hamri í úrslitakeppninni.
Markmiðið er að festa liðið í sessi sem gott úrvalsdeildarlið sem mun í framtíðinni verða öflugt lið með uppöldum leikmönnum í blandi við bestu leikmenn landsins.
Spennandi tímar framundan í Voginum.
Á myndinni eru: Guðlaug Karlsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar, Falur J Harðarson, þjálfari meistaraflokks karla og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis
#FélagiðOkkar
Sæti í efstu deild tryggt
Meistaraflokkur karla sigraði Hamar 90-109 í fjórða leik liðanna í Hveragerði í gærkvöldi og þar með er sæti í efstu deild, Dominos deildinni, tryggt. Strákarnir unnu einvígið 3-1 eftir að hafa farið í gegnum undanúrslit auðveldlega gegn Vestra frá Ísafirði, 3-0.
Frekari umfjöllun um leikinn má lesa HÉR
Falur Harðarson, þjálfari liðsins segir að Fjölnir eigi að vera meðal þeirra bestu
#FélagiðOkkar
Úrslitakeppnin
Meistaraflokkarnir okkar taka nú þátt úrslitakeppni 1.deildar. Strákarnir mæta spræku liði Hamars frá Hveragerði og stelpurnar heyja einvígi gegn Grindavík.
Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að fjölmenna og styðja liðin okkar í baráttuni um sæti í Dominos deildinni.
Fjölnir - Hamar
- leikur, lau. 6.apríl kl. 18:00 - Dalhús - 108-82
- leikur, þri. 9.apríl kl. 19:15 - Hveragerði
- leikur, fös. 12.apríl kl. 19:15 - Dalhús
- leikur, mán. 15.apríl kl. 19:15 - Hveragerði*
- leikur, mið. 17.apríl kl. 19:15 - Dalhús*
*ef þörf verður á
Fjölnir - Grindavík
- leikur, mið. 3.apríl kl. 19:15 - Dalhús - 72-79
- leikur, sun. 7.apríl kl. 17:00 - Grindavík - 81-79
- leikur, mið. 10.apríl kl. 19:15 - Dalhús
- leikur, lau. 13.apríl kl. 17:00 - Grindavík*
- leikur, þri. 16.apríl kl. 19:15 - Dalhús*
*ef þörf verður á
Tvíhöfði í Dalhúsum
Fimmtudagurinn 28.mars!
Stuðningur áhorfenda hefur sjaldan skipt okkur jafn miklu máli og nú. Með sigrum ná bæði karla- og kvennalið að spila hreina úrslitaleiki um sæti í Dominos deildinni að ári.
Koma nú Fjölnisfólk úr öllum íþróttadeildum og hvetjum okkar lið.
kl. 18:00 Fjölnir - Vestri í karla
kl. 20:15 Fjölnir - Njarðvík í kvenna
#FélagiðOkkar
Við eigum tvo flokka í úrslitum
Eins og körfuboltaáhugafólk veit þá er Geysis-bikarveisla í gangi þessa daganna og er að ná hámarki með úrslitaleikjum. Við eigum tvo öfluga flokka í úrslitum.
Í dag föstudaginn 15. febrúar kl. 20:15 höfum við titil að verja. A lið 10. flokks Fjölnis leikur þá til úrslita gegn Stjörnunni í Laugardalshöll.
Á sunnudaginn kemur 17.febrúar eigum við annað lið í úrslitum í Laugardalshöllinni, þegar drengjaflokkur mætir Stjörnumönnum kl. 16:50.
Fjölnismenn stöndum saman og sýnum hversu máttug við erum, mætum og hvetjum okkar menn til sigurs.
Áfram Fjölnir.
Jólasöfnun körfunnar
Góðan dag,
Nú hefst hin árlega Jólasöfnun Körfuknattleiksdeildar Fjölnis.
Við erum að selja flatkökur, klósett- og eldhúspappír, kaffi, egg, jólarósir og kerti og vegleg handklæði merkt Fjölni. Nýtt: Fjölnishandklæði
Sölublöðum og greiðslu er skilað eigi síðar en sunnudag 9. desember kl. 22:00. Afhending vara verður fimmtudaginn 13. desember.
Eins og áður safna iðkendur fyrir sjálfa sig um leið og þeir safna fyrir körfuboltadeildina. Iðkendur safna sér inn pening með því að selja ákveðinn fjölda af vörum (sjá blöð vegna Jólasöfnunar Fjölnis 2018).
Leitast verður við að dreifa blöðum Jólasöfnunar Fjölnis 2018 á næstu æfingum. Hvetjum alla til að byrja söluna sem allra fyrst og nota ljósmyndina af söluvörunum t.d. með því að dreifa til vina og vandamanna.
Blöð Jólasöfnunar Fjölnis má nálgast hér: https://drive.google.com/file/d/1FoTsXoMWJyce0XiJFSiGQeLaxk-QA3j_/view?usp=sharing
Hreiðar Bjarki kominn heim
Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Hreiðar er uppalinn Fjölnisdrengur og kemur heim reynslunni ríkar eftir að hafa spilað með Þór A á síðasta tímabili. Hreiðar er framherji og mun koma inn í hópinn sem hefur verið að eflast síðustu vikurnar.
Velkomin heim Hreiðar Bjarki
#FélagiðOkkar
Vilhjálmur Theodór skrifar undir hjá körfunni
Vilhjálmur Theodór Jónsson gekk í dag í raðir körfuknattleiksdeildar Fjölnis þegar hann skrifaði undir samning við félagið.
Hann er öflugur framherji og kemur frá Njarðvík. Vilhjálmur Theodór er annar leikmaðurinn sem Fjölnir semur við í vikunni, hinn var Róbert Sig.
Koma þessara tveggja leikmanna styður vel við markmið deildarinnar í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir stjórn Fals Harðarsonar.
Við bjóðum Vilhjálm velkomin í voginn
Á myndinni eru Vilhjálmur Theodór Jónsson og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri að skrifa undir samninginn.
#FélagiðOkkar
Róbert Sig kominn heim!
Bakvörðurinn knái, Róbert Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.
Róbert er uppalinn Fjölnismaður en var á síðasta tímabili hjá Stjörnunni.
Það er mikill fengur að fá hann aftur í Voginn og undirstrikar það áherslurnar fyrir næsta keppnistímabil.
Við bjóðum hann velkominn í hópinn.
#FélagiðOkkar
9. flokkur drengja Íslandsmeistarar.
Glæsilegur árangur 9. flokks drengja.
Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018.
Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.
Fjölnir lék í undanúrslitunum gegn Breiðablik og í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum var það svo Fjölnir sem vann KR en lokatölur urðu leiksins urðu 48:63 fyrir Fjölni.
Þjálfari liðsins er Birgir Guðfinnsson.
Ólafur Ingi Styrmisson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 8 stig, 23 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
KKÍ óskar Fjölni til hamingju með titilinn!
Fréttin er tekin af vef KKÍ, http://kki.is/frettir/frett/2018/05/07/Fjolnir-er-islandsmeistari-i-9.-flokki-drengja-2018/?pagetitle=Fj%C3%B6lnir+er+%C3%ADslandsmeistari+%C3%AD+9.+flokki+drengja+2018
Innilega til hamingju strákar, stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis.