Ofurhetjumót Gróttu
Ofurhetjumót Gróttu fór fram um helgina og átti Fjölnir bæði stúlkur og stráka sem tóku þátt á mótinu.
Iðkendur Fjölnis skemmtu sér vel á mótinu og stóðu sig eins og hetjur.
Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu iðkendum keppa á næsta móti :)
Hressir fótboltakrakkar á morgunæfingu
Í mars stendur iðkendum í 3. og 4. flokki karla og kvenna hjá @fjolnir_fc til boða að mæta á morgunæfingar inni í Egilshöll. Frábært þjálfarateymi tekur á móti iðkendum með fjölbreyttum æfingum og léttri morgunhressingu í lok æfinga. 4. flokkur reið á vaðið í vikunni og mættu rétt rúmlega 50 hressir og metnaðarfullir iðkendur sem létu ljós sitt skína.
#FélagiðOkkar
Aðalfundur Fjölnis 2021
Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 9. mars kl. 17:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.
Skráning á fundinn fer fram HÉR.
Við verðum einnig með beint streymi frá fundinum. Smelltu HÉR til að fylgjast með streyminu.
Athugið að þeir sem horfa á streymið eru ekki beinir þátttakendur fundarins og hafa því ekki tillögu- eða atkvæðisrétt.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál
Tillaga að lagabreytingu hefur verið móttekin, sjá HÉR.
Lög Fjölnis er að finna hér: https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/
#FélagiðOkkar

Fjölnisstúlkur Bikarmeistarar í 3. þrepi
Fjölnisstúlkur urðu Bikarmeistarar í 3. þrepi um helgina.
Mótið fór fram í Gerplu og voru mörg flott lið mætt til leiks.
Óskum þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.
Fjölnisstrákarnir sem kepptu í Frjálsum æfingum stóðu sig einnig vel um helgina en þeir lentu í 3. sæti samanlagt.
Fjölnir og Tryggja
Ungmennafélagið Fjölnir og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr. Fjölnir hvetur því félagsmenn að kynna sér þetta en Tryggja mun sjá um alla úrvinnslu og standa skil á greiðslum.
- Vernda barnatrygging er ódýr sjúkra- og slysatrygging – 1990 kr. á mánuði.
- Styrkur til íþróttafélags.
- Ekkert heilsufarsmat.
- Gildir út um allan heim.
- Dagpeningar til foreldra við umönnun.
- Hæstu bætur við örorku.
- Tryggingin gildir:
- við æfingar
- í keppni
- í frítíma
- í leik og starfi
Smelltu á meðfylgjandi hlekk til að kaupa tryggingu: https://www.tryggja.is/vernda-barnatryggingar/sport.
“Tryggjum börnin okkar sérstaklega, það verðmætasta sem við eigum, alltaf, alls staðar í leik og starfi”
Nánari upplýsingar veitir Stefán Þórðarson stefanth@tryggja.is.

GK mótið í hópfimleikum 2021
Laugardaginn 20. febrúar fór fram GK mótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi FIMA á Akranesi. Á mótinu líkt og öðrum mótum á COVID tímum voru áhorfendur ekki leyfðir. En FIMA í samstarfi við ÍA-TV streymdi mótinu og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Enda útsending í frábærum gæðum og mjög vel unnin.
Fjölnir sendi til keppni lið í 2. flokk og í meistaraflokki kvenna og var árangurinn glæsilegur. 2. flokkurinn okkar stóð sig frábærlega en þær lentu í öðru sæti með 47.730 stig. Í fyrsta sæti hafnaði Gerpla 1 með 49.460 stig. Meistaraflokkurinn okkar stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í fjórða sæti með 47.490 stig ekki langt á eftir Stjörnunni 2 sem lenti í þriðja sæti með 49.990 stig. Gaman er að segja frá því að sex lið frá fimm félögum voru skráð til leiks í kvennaflokki en mörg ár eru síðan jafn mörg lið og frá jafn mörgum félögum hafa verið skráð til keppni í meistaraflokki.
Hægt er að sjá upptöku af steyminu á þessum linkum:
2. flokkur: https://www.youtube.com/watch?v=iWmx9Jp4Zpc&t=793s
Meistaraflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=XsJlq90_FnA
Mótatímabilið í áhaldafimleikum hófst um helgina
Mótatímabilið hófst loksins um helgina og ríkti mikil spenna meðal keppenda. Fjölnis stúlkurnar stóðu sig mjög vel og nutu þess að fá að keppa á ný.
Þær stúlkur sem náðu 5. þrepi voru: María Kristín, Nicole, Dagbjört, Elísa Ósk, Laufey Björk, Andrea, Diljá Harpa og Svandís Eva.
Þær stúlkur sem náðu 4. þrepi voru: Sigrún Erla, Ída María, Telma Guðrún, Laufey Birta og Guðrún.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.