Jóladagatal knattspyrnudeildar

Jóladagatal KND Fjölnis 2021

Knattspyrnudeild Fjölnis er komin í jólaskap og hefur sölu á „rafrænum“ jóladagatölum í dag til að telja saman niður í jólin!

Jóladagatalið virkar einfaldlega eins og happdrætti en fólk fær úthlutað númeri fyrir 3. desember í tölvupósti við kaup. Það eru 24 flottir vinningar í boði að heildarverðmæti 303.730 kr. Vinningar eru dregnir út sunnudagana 5., 12. og 19. desember og hægt að nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

Hægt er að styrkja deildina með kaupum á rafrænu jóladagatali með því að smella hér 

Greiðsluupplýsingar eru eftirfarandi: (Þessar upplýsingar koma einnig fram í sölulinknum)

Rkn: 0114-05-060968Kt: 631288-7589Senda kvittun á 1×2@fjolnir.is 

Við hvetjum alla til að styðja við öflugt starf deildarinnar með kaupum á rafrænu og umhverfisvænu jóladagatali. Þinn stuðningur skiptir máli.

Áfram Fjölnir!  #FélagiðOkkar

Dregið var fyrir 1.-5. desember í Jóladagatali KND Fjölnis 2021. Eftirfarandi númer voru dregin út:

Vinningsnúmer Desember Vinningur Verðmæti
146 1.des Nings gjafabréf 10,500
228 2.des Fyririsland.is gjafabréf 5,000
137 3.des Plan B Burger – 2 x Fjölskyldutilboð fyrir 4 8,900
126 4.des Barbarinn klipping 5,950
50 5.des Horfnar eftir Stefán Mána og 11.000 volt, þroskasaga Guðmundar Felix Grétarssonar eftir Erlu Hlynsdóttur – Sögur útgáfa 14,480

Vinninga má nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.Næsti dráttur er 12. desember. Takk fyrir stuðninginn og áfram Fjölnir!

Jólakveðjur-Knattspyrnudeild Fjölnis


Þrjár Fjölnisstúlkur valdar í U18 hóp Íslands á HM í íshokkí

U18 ára landslið stúlkna mun taka þátt á heimsmeistaramóti Alþjóðaíshokkísambandsins (IIHF) sem fer fram dagana 21.-27. janúar 2022 í Istanbul í Tyrklandi.

Á dögunum fóru fram landsliðsúrtökuæfingar og átti Fjölnir fimm stúlkur í þeim hópi. Þær Maríu Sól Kristjánsdóttur, Elísu Dís Sigfinnsdóttur, Kolbrúnu Maríu Garðarsdóttur, Elínu Darko og Evu Hlynsdóttur. Þær María Sól, Elísa Dís og Eva voru valdar í landsliðshópinn sem mun halda til Istanbul í janúar. Hópinn í heild sinni má sjá hér. Þær Kolbrún og Elín verða orðnar of gamlar fyrir U18 ára landsliðið þegar að mótinu kemur og geta þær því ekki tekið þátt á mótinu.

Landslið Íslands er í Division II b á mótinu þar sem átta þjóðir taka þátt. Spilað verður í tveimur riðlum á fimm keppnisdögum. Aðrar þjóðir á mótinu eru: Bretland, Holland, Spánn, Kasakstan, Tyrkland, Mexíkó og Lettland.

Glæsilegur hópur sem tók þátt á landsliðsæfingum

Fjölnisstelpurnar: Lily Donnini, María Sól, Elísa Dís, Kolbrún María, Elín Darko og Eva Hlynsdóttir.


FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

FJÓRAR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK ⚽
 
Fjórar ungar stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í gær þegar Fjölnir mætti Fram í æfingarleik sem endaði í 5 – 3 sigri Fjölnis.
 
Stúlkurnar Aldís Tinna Traustadóttir og Freyja Dís Hreinsdóttir báðar 14 ára og Íris Brynja Sigurdórsdóttir og Vala Guðmundsdóttir báðar 15 ára hafa allar æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins. Fjölnisstúlkurnar ungu komu allar inn á stuttu eftir hálfleik, áttu fínustu tilþrif og settu sitt mark á leikinn.
 
Leikurinn var fyrsti æfingarleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna. Sara Montoro var með markaþrennu í leiknum, þar af eitt eftir stoðsendingu frá einni þeirra ungu, Aldísar Tinnu. Fyrirliðinn Hlín Heiðarsdóttir skoraði eitt glæsilegt mark og Aníta Björg Sölvadóttir var með eitt frábært mark. Lið Fjölnis spilaði vel og leikurinn var átaks leikur og ekkert gefið eftir frá upphafi til enda.
 
Auk þeirra sem hér hafa verið upptaldar, spiluðu með og áttu frábæran leik þær: Margrét Ingþórsdóttir markmaður, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Laila Þóroddsdóttir, Ísabella Sara Halldórsdóttir, Marta Björgvinsdóttir, Silja Fanney Angantýsdóttir, Adna Mesetovic, Minela Crnac og Anna María Bergþórsdóttir.
 
Framtíðin er björt, áfram Fjölnir
 
#FélagiðOkkar


Jóhann Árni á reynslu hjá Viborg í Danmörku

Jóhann Árni, sem er fæddur árið 2001, er þessa dagana staddur í Danmörku og mun dvelja þar í viku við æfingar hjá danska efstu deildar liðinu Viborg sem leikur í hinni sterku Superliga.

Jóhann Árni hefur leikið tæplega 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var lykilmaður í liði Fjölnis í sumar og var jafnframt valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar.

Þetta er enn eitt spennandi tækifærið sem býðst erlendis fyrir leikmann félagsins og við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis.

 

#FélagiðOkkar


Helgi Sigurðsson þjálfar 2. flokk karla

Helgi Sig hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu. Félagið lýsir yfir mikilli ánægju með þessari ráðningu og býður hann velkominn til starfa.

Helgi hefur eins og allir þekkja náð góðum árangri bæði sem leikmaður á sínum ferli og sem þjálfari ÍBV og Fylkis. Miklar vonir er um að hans reynsla muni hjálpa leikmönnum okkar að stíga en stærri skref í þróun sinni sem framtíðarleikmenn Fjölnis.

Annar flokkur er fjölmennur flokkur sem býr yfir miklum hæfileikum og verður spennandi að fylgjast með þeim leikmönnum næstu árin.

Ásamt Helga í þjálfarateyminu hjá 2. flokki verður Þórir Karlsson sem var í þjálfarateymi 2. flokks í fyrra og hefur þjálfað hér hjá Fjölni undanfarin ár.


Sara Montoro valin í landsliðsúrtakshóp U19

Sara Montoro leikmaður meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu hefur verið valin til að taka þátt í landsliðsúrtaksæfingum U19 kvenna sem koma saman til æfinga 27-29. Nóvember í Skessunni í Hafnarfirði. Í hópnum eru 25 leikmenn. Leikmenn úr þessum æfingahópi verða svo valdir til að taka þátt í tveimur æfingaleikjum gegn Svíþjóð seinna í þessum mánuði. Sara er uppalin Fjölniskona sem hefur spilað 67 KSÍ leiki og skorað 43 mörk. Við óskum henni góðs gengis í komandi verkefni.

 

ÁFRAM FJÖLNIR!

 

#FélagiðOkkar


Landsátak í sundi

Syndum – landsátak í sundi er hafið

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja. Þetta átak er framhald af Íþróttaviku Evrópu sem tókst einkar vel í ár. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Munum eftir því hvað sund er frábært!

Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá síðan sínar sundvegalengdir. Þeir sem eiga notendanafn í Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.

 

Sunddeild Fjölnis býður upp á opnar æfingar miðvikudaginn 3. nóvember kl. 19:30-20:30 og hvetjum við unga sem aldna til að taka fram græjurnar og mæta í laugina, okkar laug auðvitað í Grafarvogslaug í Dalhúsum. Þjálfari og reyndir iðkendur verða til leiðsagnar og ekki síður hvatningar.

Syndum saman hringinn í kringum Ísland. Þeir metrar sem þú syndir safnast saman og á forsíðu www.syndum.is verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt.

Á heimasíðu Syndum www.syndum.is eru allar nánari upplýsingar um verkefnið auk ýmiss annars fróðleiks og upplýsingum um sundlaugar landsins.

Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt von á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga.


Starfskraftur óskast í knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild Fjölnis leitar að kraftmiklum leiðtoga í yfirþjálfarastarf til að bætast í hóp knattspyrnudeildar. Viðkomandi heyrir undir Barna- og unglingaráð og stjórn knattspyrnudeildar. Fjölnir hvetur fólk óháð kyni að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stefnumótun og yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum
  • Yfirumsjón með uppeldisstarfi og afreksþjálfun
  • Skipulagning á æfingatöflum í samstarfi við núverandi yfirþjálfara
  • Skipulagning og verkaskipting aðstoðarþjálfara
  • Þjálfun eins til tveggja flokka samhliða hlutverki yfirþjálfara
  • Fylgjast reglubundið með leikjum allra flokka og leiðbeina þjálfurum í faglegu starfi
  • Yfirumsjón með knattspyrnu- og tækniskóla félagsins á sumrin
  • Reglulegir samráðsfundir með þjálfurum yngri flokka
  • Reglulegir stöðufundir með barna- og unglingaráði

Menntunar- og hæfnikröfur

  • UEFA-A þjálfaragráða er skilyrði eða þarf að vera í ferli
  • KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráða
  • Reynsla af þjálfun nauðsynleg
  • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
  • Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
  • Hæfileiki til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
  • Brennandi áhugi á knattspyrnu
  • Hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar veita Sævar Reykjalín, formaður BUR, í síma 858-8173 eða á netfanginu fotbolti@fjolnir.is og Arngrímur Jóhann Ingimundarson, yfirþjálfari, í síma 696-3846 eða á netfangið addi@fjolnir.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. október. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sent á netfangið fotbolti@fjolnir.is