Miðasalan á Þorrablótið fer vel af stað! Miðjusvæðið er nánast alveg fullt en það eru bara tvö borð laus þar.

Þorrablótið fer fram í Fjölnishöllinni í Egilshöll 20. janúar 2024. Á blótinu verður happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, frábær matur frá Múlakaffi og endar kvöldið á rosalegu balli! Húsið opnar kl. 18:00 og blótinu líkur kl. 02:00.

Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis.
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball (aðeins seld 12 manna borð).

Hér til hliðar má sjá hvaða borð eru laus.

Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!